Pirlo: Tapið gegn Liverpool 2005 versta stund lífs míns Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2015 11:00 Andrea Pirlo ætlar að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn. vísir/getty Andrea Pirlo, miðjumaðurinn magni í liði Juventus, gæti spilað sinn síðasta leik fyrir „gömlu konuna“ annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Berlín. Hann íhugar það alvarlega að láta gott heita í Evrópu lyfti hann bikarnum á morgun og fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þar bíða hans gull og grænir skógar. „Ef við vinnum gæti ég spilað í öðru landi því ég spila ekki fyrir annað lið á Ítalíu. MLS er góð hugmynd, en þessa stundina hugsa ég ekki um neitt annað en Juventus og úrslitaleikinn,“ sagði Pirlo við fréttamenn í Berlín. Pirlo vann Meistaradeildina tvívegis sem leikmaður AC Milan, fyrst eftir sigur á Juventus á Old Trafford 2003 og svo aftur eftir sigur á Liverpool í Aþenu 2007. „Þetta verður fjórði úrslitaleikurinn minn, en það skiptir engu máli. Svona leikir eru alltaf sérstakir og öðruvísi. Við vitum hvað við þurfum að gera. Barcelona er sigurstranglegra liðið en allt getur gerst í fótbolta,“ segir Pirlo. Hann hefur einu sinni tapað í úrslitaleik, en það var gegn Liverpool í Istanbúl 2005. Liverpool kom þá til baka eftir að lenda 3-0 undir í fyrri hálfleik og vann eftir vítaspyrnukeppni. „Ég veit hvernig það er að vinna úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en líka hvernig það er að tapa. Tapið í Istanbúl gegn Liverpol 2005 er ekki bara versta stundin á knattspyrnuferlinum heldur í lífi mínu,“ segir Andrea Pirlo.Útsending frá úrslitaleik Juventus og Barcelona hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport annað kvöld. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45 Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira
Andrea Pirlo, miðjumaðurinn magni í liði Juventus, gæti spilað sinn síðasta leik fyrir „gömlu konuna“ annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Berlín. Hann íhugar það alvarlega að láta gott heita í Evrópu lyfti hann bikarnum á morgun og fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þar bíða hans gull og grænir skógar. „Ef við vinnum gæti ég spilað í öðru landi því ég spila ekki fyrir annað lið á Ítalíu. MLS er góð hugmynd, en þessa stundina hugsa ég ekki um neitt annað en Juventus og úrslitaleikinn,“ sagði Pirlo við fréttamenn í Berlín. Pirlo vann Meistaradeildina tvívegis sem leikmaður AC Milan, fyrst eftir sigur á Juventus á Old Trafford 2003 og svo aftur eftir sigur á Liverpool í Aþenu 2007. „Þetta verður fjórði úrslitaleikurinn minn, en það skiptir engu máli. Svona leikir eru alltaf sérstakir og öðruvísi. Við vitum hvað við þurfum að gera. Barcelona er sigurstranglegra liðið en allt getur gerst í fótbolta,“ segir Pirlo. Hann hefur einu sinni tapað í úrslitaleik, en það var gegn Liverpool í Istanbúl 2005. Liverpool kom þá til baka eftir að lenda 3-0 undir í fyrri hálfleik og vann eftir vítaspyrnukeppni. „Ég veit hvernig það er að vinna úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en líka hvernig það er að tapa. Tapið í Istanbúl gegn Liverpol 2005 er ekki bara versta stundin á knattspyrnuferlinum heldur í lífi mínu,“ segir Andrea Pirlo.Útsending frá úrslitaleik Juventus og Barcelona hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport annað kvöld.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45 Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira
Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28
Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45
Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30