Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. maí 2015 12:15 Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Vísir/Valli Á sjöunda þúsund hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælafundurinn mun krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Sara Elísa Þórðardóttir, sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli, segir að krafa mótmælanna sé sú að ríkisstjórnin skili lyklunum. Hún segir það einnig kröfu fundarins að það verði gerðar miklar kerfisbreytingar. Hún mun sinna fundarstjórn á mótmælafundinum en auk hennar eru tveir ræðumenn sem munu ávarpa fundinn. „Ég reikna með þessum fjölda og jafnvel fleirum því ég veit að það er fólk sem er tregt til að melda sig opinberlega á Facebook út af áhyggjum í tengslum við atvinnurekendur, þannig að já, ég reikna alla vega með þeim fjölda” segir hún. Sara Elísa segist hafa boðað til mótmælanna til að óánægjuraddir þjóðarinnar fái að koma fram og heyrast. Hún segir að rúmlega 100 mismunandi ástæður fyrir mótmælunum hafi verið nefndar á Facebook-síðu fundarins. „Vegna þess að það ríkir mikil óánægja í samfélaginu með ástand mála og eins og sést á viðburðinum sem ég stofnaði, þar sem ég gaf fólki tækifæri til að skrifa niður ástæðurnar fyrir því að það er ekki ánægt með ástandið eins og það er í þjóðfélaginu og íslenskum stjórnmálum, þá eru komnar rúmlega 100 ástæður sem fólk hefur gefið upp,“ segir Sara Elísa. „Þær eru náttúrulega misjafnar fyrir hvern og einn en mínar voru þær að fólk fengi þessa rödd áheyrða, þessi óánægja sem er alveg kristaltær og nánast áþreifanleg í þjóðarfélaginu, að hún fengi tækifæri til að koma á framfæri.“ Fréttastofa verður á Austurvelli þegar fundurinn hefst og verður sent út beint frá mótmælunum á Vísi.is. Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Á sjöunda þúsund hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælafundurinn mun krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Sara Elísa Þórðardóttir, sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli, segir að krafa mótmælanna sé sú að ríkisstjórnin skili lyklunum. Hún segir það einnig kröfu fundarins að það verði gerðar miklar kerfisbreytingar. Hún mun sinna fundarstjórn á mótmælafundinum en auk hennar eru tveir ræðumenn sem munu ávarpa fundinn. „Ég reikna með þessum fjölda og jafnvel fleirum því ég veit að það er fólk sem er tregt til að melda sig opinberlega á Facebook út af áhyggjum í tengslum við atvinnurekendur, þannig að já, ég reikna alla vega með þeim fjölda” segir hún. Sara Elísa segist hafa boðað til mótmælanna til að óánægjuraddir þjóðarinnar fái að koma fram og heyrast. Hún segir að rúmlega 100 mismunandi ástæður fyrir mótmælunum hafi verið nefndar á Facebook-síðu fundarins. „Vegna þess að það ríkir mikil óánægja í samfélaginu með ástand mála og eins og sést á viðburðinum sem ég stofnaði, þar sem ég gaf fólki tækifæri til að skrifa niður ástæðurnar fyrir því að það er ekki ánægt með ástandið eins og það er í þjóðfélaginu og íslenskum stjórnmálum, þá eru komnar rúmlega 100 ástæður sem fólk hefur gefið upp,“ segir Sara Elísa. „Þær eru náttúrulega misjafnar fyrir hvern og einn en mínar voru þær að fólk fengi þessa rödd áheyrða, þessi óánægja sem er alveg kristaltær og nánast áþreifanleg í þjóðarfélaginu, að hún fengi tækifæri til að koma á framfæri.“ Fréttastofa verður á Austurvelli þegar fundurinn hefst og verður sent út beint frá mótmælunum á Vísi.is.
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira