Hafþór enn efstur í sínum riðli Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2015 15:00 Andri Reyr að leggja á ráðin með okkar manni. Hafþór Júlíus Björnsson er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Hafþór keppti í tveimur greinum í keppninni um titilinn sterkasti maður heims í Kuala Lumpur í dag. Basque Circle og Dumbbell. „Fyrri greinin, sem er nokkurs konar útgáfa af dauðagöngu með körfu fyllta af ananas, felst í því að bera með hönunum einum 260 kíló. Ganga þarf með þau í eins marga hringi og keppandi hefur afl til,“ segir Andri Reyr Vignissonar. Hann og Einar Magnús Ólafíuson eru augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Hafþór keppti síðastur í greininni og vissi því alveg hve langt hann þyrfti að ganga með kílóin 260. Enginn í hans riðli komst heilan hring svo til þess að vinna þurfti hann að ná því. „Hafþór gerði það eins og drekka vatn, stoppaði svo nákvæmlega eftir einn hring hoppaði upp á hjólið og fagnaði með stíl, meðan aðrir keppendur voru að hníga niður eftir um það bil hálfan hring eða svo. Okkar maður er því í þvílíkum anda og vel á sig kominn,“ segir Einar. Milli greina skellti Fjallið sér í nudd en það þurfti hvorki meir né minna en fjóra nuddara til að klifra upp á fjallið og losa um kraftinn sem býr innra með okkar manni.Það þarf fjóra nuddara til að nudda þennan skrokk.„Í seinni greininni spilaði Hafþór öruggt,“ segir Andri. „Hann lauk greininni með stíl en það mátt sjá eldingar í bakgrunninum á meðan hann var að ljúka greininni. Það er í takt við að hérna er hann þekktur sem Thor, eða þrumuguðinn.“ Greininni var flýtt vegna rigningastorms sem gerði sig líklegan til að hellast yfir keppendur. „Um það leyti sem Hafþór var að ljúka keppni voru eldingar farnar að gera vart við sig og einn og einn dropi farinn að falla frá himnum. Slíkur er krafturinn í okkar manni,“ segir Einar. Hafþór er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Á morgun er svo keppt í einni grein, Atlassteinum. Hafþór er konungur steinanna en hann öðlaðist þann titil í fyrra á sterkasti maður heims í Los Angeles. Þetta lítur því mjög vel út fyrir okkar mann og allar líkur á að hann sé kominn í úrslit. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Hafþór keppti í tveimur greinum í keppninni um titilinn sterkasti maður heims í Kuala Lumpur í dag. Basque Circle og Dumbbell. „Fyrri greinin, sem er nokkurs konar útgáfa af dauðagöngu með körfu fyllta af ananas, felst í því að bera með hönunum einum 260 kíló. Ganga þarf með þau í eins marga hringi og keppandi hefur afl til,“ segir Andri Reyr Vignissonar. Hann og Einar Magnús Ólafíuson eru augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Hafþór keppti síðastur í greininni og vissi því alveg hve langt hann þyrfti að ganga með kílóin 260. Enginn í hans riðli komst heilan hring svo til þess að vinna þurfti hann að ná því. „Hafþór gerði það eins og drekka vatn, stoppaði svo nákvæmlega eftir einn hring hoppaði upp á hjólið og fagnaði með stíl, meðan aðrir keppendur voru að hníga niður eftir um það bil hálfan hring eða svo. Okkar maður er því í þvílíkum anda og vel á sig kominn,“ segir Einar. Milli greina skellti Fjallið sér í nudd en það þurfti hvorki meir né minna en fjóra nuddara til að klifra upp á fjallið og losa um kraftinn sem býr innra með okkar manni.Það þarf fjóra nuddara til að nudda þennan skrokk.„Í seinni greininni spilaði Hafþór öruggt,“ segir Andri. „Hann lauk greininni með stíl en það mátt sjá eldingar í bakgrunninum á meðan hann var að ljúka greininni. Það er í takt við að hérna er hann þekktur sem Thor, eða þrumuguðinn.“ Greininni var flýtt vegna rigningastorms sem gerði sig líklegan til að hellast yfir keppendur. „Um það leyti sem Hafþór var að ljúka keppni voru eldingar farnar að gera vart við sig og einn og einn dropi farinn að falla frá himnum. Slíkur er krafturinn í okkar manni,“ segir Einar. Hafþór er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Á morgun er svo keppt í einni grein, Atlassteinum. Hafþór er konungur steinanna en hann öðlaðist þann titil í fyrra á sterkasti maður heims í Los Angeles. Þetta lítur því mjög vel út fyrir okkar mann og allar líkur á að hann sé kominn í úrslit.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54
Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03
Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34
Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55