Nissan Leaf selst meira en Volt og Prius Plug-In til samans Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2015 11:05 Nissan Leaf rafmagnsbíllinn selst vel um allan heim og slær öðrum rafmagnsbílum við í sölu. Mest seldi rafmagnsbíll heims heldur áfram að slá við keppinautum sínum og tölur fyrir heildarsölu Nissan Leaf eru skoðaðar kemur í ljós að hann hefur frá upphafi selst í fleiri eintökum en samanlögð sala Chevrolet Volt og Toyota Prius Plug-In-Hybrid. Nissan hefur selt 172.000 Leaf bíla frá útkomu hans árið 2010. Chevrolet Volt hefur selst í 88.000 eintökum og Toyota Prius Plug-In-Hybrid hefur selst í 71.000 eintökum. Í fjórða sætinu kemur svo lúxusrafmagnsbíllinn Tesla Model S með 66.000 eintök seld. Sterk innkoma nýrra bíla frá Mitsubishi og BMW nýlega hefur vakið athygli en Outlander Plug-In-Hybrid hefur selst mjög vel og á skömmum tíma hefur BMW i3 rafmagnsbíllinn selst í 23.000 eintökum og BMW hefur vart við eftirspurninni. Carlos Ghosn forstjóri Nissan segir að fyrirtækið ætti að geta selt 50.000 Leaf bíla í Bandaríkjunum einum á ári svo fremi sem að hleðslustöðvanet þar batni. Nissan hefur selt 75.000 af 172.000 bíla sölu Leaf í Bandaríkjunum. Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent
Mest seldi rafmagnsbíll heims heldur áfram að slá við keppinautum sínum og tölur fyrir heildarsölu Nissan Leaf eru skoðaðar kemur í ljós að hann hefur frá upphafi selst í fleiri eintökum en samanlögð sala Chevrolet Volt og Toyota Prius Plug-In-Hybrid. Nissan hefur selt 172.000 Leaf bíla frá útkomu hans árið 2010. Chevrolet Volt hefur selst í 88.000 eintökum og Toyota Prius Plug-In-Hybrid hefur selst í 71.000 eintökum. Í fjórða sætinu kemur svo lúxusrafmagnsbíllinn Tesla Model S með 66.000 eintök seld. Sterk innkoma nýrra bíla frá Mitsubishi og BMW nýlega hefur vakið athygli en Outlander Plug-In-Hybrid hefur selst mjög vel og á skömmum tíma hefur BMW i3 rafmagnsbíllinn selst í 23.000 eintökum og BMW hefur vart við eftirspurninni. Carlos Ghosn forstjóri Nissan segir að fyrirtækið ætti að geta selt 50.000 Leaf bíla í Bandaríkjunum einum á ári svo fremi sem að hleðslustöðvanet þar batni. Nissan hefur selt 75.000 af 172.000 bíla sölu Leaf í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent