Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2015 09:45 Kári Árnason segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu nú en á árum áður. vísir/epa Kári Árnason, leikmaður Rotherham í ensku B-deildinni í fótbolta og landsliðsmiðvörður Íslands, segir allt annað að vera í íslenska landsliðinu í dag en áður en Lars Lagerbäck tók við árið 2011. Árangur liðsins hefur verið magnaður undanfarin misseri. Strákarnir okkar komust í umspil fyrir HM 2014 og eru nú í góðri stöðu í undankeppni EM 2016. Þrír heimasigrar koma íslenska liðinu til Frakklands. „Þetta er tvennt ólíkt. Þetta var svolítið staðnað í að vera einhver vinaklúbbur. Þetta snerist meira um að mæta og hittast heldur en að ná árangri. Það var búið að afskrifa árangur því við erum svo lítil þjóð,“ segir Kári í viðtali í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut. „Auðvitað vildu þeir sem voru að vinna að þessu ná árangri, en stemningin hjá leikmönnum og allt í kringum þetta var ekki jafngóð og í dag. Þetta hefur breyst mikið og nú eru ungir og metnaðarfullir strákar í liðinu sem vilja ná árangri. Það er bara gaman að vera hluti af þessu.“Strákarnir okkar hafa fagnað sigrum gegn Tékklandi og Hollandi í undankeppni EM 2016.vísir/valliArnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem hafa verið í og í kringum landsliðshópinn undanfarin ár, sögðu svipaða sögu og Kári í viðtali við Helsinborgs Dagblad á síðasta ári. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum,“ sögðu þeir báðir og Victor bætti við: „Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum.“ Guðlaugur Victor var þó fljótur að bregðast við þegar viðtalið var birt og sagði orð sín slitin úr samhengi. Pétur Pétursson, sem var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá landsliðinu, tók ekki vel í orð Arnórs og Victors og velti því fyrir sér hvort þeir tveir hefðu verið á pöbbnum þegar leikskipulag landsliðsins var rætt, en það var einnig gagnrýnt. Aðspurður hvort landsliðsverkefnin hafi verið pöbbahittingar fyrir leikmennina segir Kári svo ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég myndi ekki segja það. Menn voru kannski of góðir félagar. Það er ekkert hægt að kenna leikmönnum eða starfsliði um. Það þurfti bara eitthvað að breytast. Ég held að engan hafi órað fyrir þeim árangri sem náðist strax í framhaldinu. Við höfum komið sjálfum okkur á óvart,“ segir Kári, en hvað er það sem hefur breyst með komu Lars Lagerbäck? „Það eru taktískar breytingar. Það eru miklar endurtekningar um hvernig við spilum og hvernig við verjumst. Það vantaði alltaf. Liðin sem við spilum við oftast eru betri en við mann fyrir mann, en Lars og Heimir eru búnir að koma inn þeirri trú hjá mannskapnum að hinir eru ekki betri fótboltamenn ef við erum með bestu liðsheildina og skipulagðastir. Það er þannig sem við vinnum leiki. Við verjumst sem ein heild og það skilar liðinu áfram.“Nú róa allir í sömu átt.vísir/anton brinkMiðvörðurinn segir mikla samheldni innan liðsins og allt í kringum það. Það séu allir að róa í sömu átt að stóra markmiðinu; að komast á EM 2016. „Þetta er allt annað. Nú býst bara þjóðin við að við vinnum alla leiki. Við sjálfir ætlum okkur alltaf að vinna en erum ekki svo kokhraustir að halda við vinnum alltaf, en við ætlum okkur að vinna. Það er svo miklu skemmtilegra þegar þú hugsar að þú ætlir að taka þetta. Þannig eru allir í kringum þetta núna. Það eru allir um borð,“ segir Kári Árnason. Allan þáttinn má sjá hér að neðan en landsliðsumræðan er undir lok þáttarins. Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ Sjá meira
Kári Árnason, leikmaður Rotherham í ensku B-deildinni í fótbolta og landsliðsmiðvörður Íslands, segir allt annað að vera í íslenska landsliðinu í dag en áður en Lars Lagerbäck tók við árið 2011. Árangur liðsins hefur verið magnaður undanfarin misseri. Strákarnir okkar komust í umspil fyrir HM 2014 og eru nú í góðri stöðu í undankeppni EM 2016. Þrír heimasigrar koma íslenska liðinu til Frakklands. „Þetta er tvennt ólíkt. Þetta var svolítið staðnað í að vera einhver vinaklúbbur. Þetta snerist meira um að mæta og hittast heldur en að ná árangri. Það var búið að afskrifa árangur því við erum svo lítil þjóð,“ segir Kári í viðtali í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut. „Auðvitað vildu þeir sem voru að vinna að þessu ná árangri, en stemningin hjá leikmönnum og allt í kringum þetta var ekki jafngóð og í dag. Þetta hefur breyst mikið og nú eru ungir og metnaðarfullir strákar í liðinu sem vilja ná árangri. Það er bara gaman að vera hluti af þessu.“Strákarnir okkar hafa fagnað sigrum gegn Tékklandi og Hollandi í undankeppni EM 2016.vísir/valliArnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem hafa verið í og í kringum landsliðshópinn undanfarin ár, sögðu svipaða sögu og Kári í viðtali við Helsinborgs Dagblad á síðasta ári. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum,“ sögðu þeir báðir og Victor bætti við: „Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum.“ Guðlaugur Victor var þó fljótur að bregðast við þegar viðtalið var birt og sagði orð sín slitin úr samhengi. Pétur Pétursson, sem var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá landsliðinu, tók ekki vel í orð Arnórs og Victors og velti því fyrir sér hvort þeir tveir hefðu verið á pöbbnum þegar leikskipulag landsliðsins var rætt, en það var einnig gagnrýnt. Aðspurður hvort landsliðsverkefnin hafi verið pöbbahittingar fyrir leikmennina segir Kári svo ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég myndi ekki segja það. Menn voru kannski of góðir félagar. Það er ekkert hægt að kenna leikmönnum eða starfsliði um. Það þurfti bara eitthvað að breytast. Ég held að engan hafi órað fyrir þeim árangri sem náðist strax í framhaldinu. Við höfum komið sjálfum okkur á óvart,“ segir Kári, en hvað er það sem hefur breyst með komu Lars Lagerbäck? „Það eru taktískar breytingar. Það eru miklar endurtekningar um hvernig við spilum og hvernig við verjumst. Það vantaði alltaf. Liðin sem við spilum við oftast eru betri en við mann fyrir mann, en Lars og Heimir eru búnir að koma inn þeirri trú hjá mannskapnum að hinir eru ekki betri fótboltamenn ef við erum með bestu liðsheildina og skipulagðastir. Það er þannig sem við vinnum leiki. Við verjumst sem ein heild og það skilar liðinu áfram.“Nú róa allir í sömu átt.vísir/anton brinkMiðvörðurinn segir mikla samheldni innan liðsins og allt í kringum það. Það séu allir að róa í sömu átt að stóra markmiðinu; að komast á EM 2016. „Þetta er allt annað. Nú býst bara þjóðin við að við vinnum alla leiki. Við sjálfir ætlum okkur alltaf að vinna en erum ekki svo kokhraustir að halda við vinnum alltaf, en við ætlum okkur að vinna. Það er svo miklu skemmtilegra þegar þú hugsar að þú ætlir að taka þetta. Þannig eru allir í kringum þetta núna. Það eru allir um borð,“ segir Kári Árnason. Allan þáttinn má sjá hér að neðan en landsliðsumræðan er undir lok þáttarins.
Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ Sjá meira