Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2015 19:15 Veitingastaðurinn American Bar við Austurvöll hefur fjarlægt bandaríska við útidyr staðarins sem snúa að Austurvelli og Austurstræti af tillitssemi við Alþingi, sem einnig er með starfsemi í húsinu. American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna. Barinn er með bandarískar áherslur í mat og drykk og flaggaði því bandaríska fánanum við innganga við Austurstræti og Austurvöll. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis er ánægður með að fáninn hafi verið fjarlægður en þingið hafði komið athugasemdum á framfæri vegna fánans til eigenda staðarins.Ykkur leið ekki endilega vel með það þingmönnum að labba undir bandaríska fánann á leið til nefndarfunda og annað? „Nei, það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis. Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömnuleiðis brugðust mjög vel við þessu. Það á líka við um rekstraraðilana og þessu var bara breytt. Fáninn var tekinn niður þannig að nú eru allir sáttir og ég er þakklátur fyrir hversu góðan skilning þeir höfðu á þessum umkvörtunum okkar,“ segir Einar. Eigendur staðarins vildu ekki veita viðtal en sögðust friðelskandi menn og þeir vildu ekki standa í útistöðum við Alþingi. En Bandaríski fáninn nýtur sín hins vegar innandyra á veitingastaðnum. Forseti Alþingis segir þetta ekki dæmi um tepruskap. „Alþingi er auðvitað þessi stofnun sem hún er og auðvitað erum við viðkvæmari fyrir ýmsum hlutum sem aðrir eru kannski ekki. Mér finnst það nú að það liggi í augum uppi að þjóðþingið og gestum okkar finnst kannski dálítið óþægilegt að ganga undir erlendum þjóðfánum á leið inn á starfsstöðvar Alþingis,“ segir Einar. Fréttamaður kvaddi síðan forseta Alþingis með virktum og hélt inn á American Bar í leit að bandaríska fánanum og góðum hamborgara og fann bæði. Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Veitingastaðurinn American Bar við Austurvöll hefur fjarlægt bandaríska við útidyr staðarins sem snúa að Austurvelli og Austurstræti af tillitssemi við Alþingi, sem einnig er með starfsemi í húsinu. American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna. Barinn er með bandarískar áherslur í mat og drykk og flaggaði því bandaríska fánanum við innganga við Austurstræti og Austurvöll. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis er ánægður með að fáninn hafi verið fjarlægður en þingið hafði komið athugasemdum á framfæri vegna fánans til eigenda staðarins.Ykkur leið ekki endilega vel með það þingmönnum að labba undir bandaríska fánann á leið til nefndarfunda og annað? „Nei, það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis. Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömnuleiðis brugðust mjög vel við þessu. Það á líka við um rekstraraðilana og þessu var bara breytt. Fáninn var tekinn niður þannig að nú eru allir sáttir og ég er þakklátur fyrir hversu góðan skilning þeir höfðu á þessum umkvörtunum okkar,“ segir Einar. Eigendur staðarins vildu ekki veita viðtal en sögðust friðelskandi menn og þeir vildu ekki standa í útistöðum við Alþingi. En Bandaríski fáninn nýtur sín hins vegar innandyra á veitingastaðnum. Forseti Alþingis segir þetta ekki dæmi um tepruskap. „Alþingi er auðvitað þessi stofnun sem hún er og auðvitað erum við viðkvæmari fyrir ýmsum hlutum sem aðrir eru kannski ekki. Mér finnst það nú að það liggi í augum uppi að þjóðþingið og gestum okkar finnst kannski dálítið óþægilegt að ganga undir erlendum þjóðfánum á leið inn á starfsstöðvar Alþingis,“ segir Einar. Fréttamaður kvaddi síðan forseta Alþingis með virktum og hélt inn á American Bar í leit að bandaríska fánanum og góðum hamborgara og fann bæði.
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira