Volvo byggir verksmiðju í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2015 09:35 Volvo mun vænatanlega framleiða XC60 bílinn í nýrri verksmiðju sinni í Bandaríkjunum. Volvo hefur tekið ákvörpun um að setja upp samsetningarverksmiðju í Bandaríkjunum en hingað til hafa allir bílar Volvo sem seldir hafa verið þar verið innfluttir. Það hefur reyndar í nokkurn tíma legið í loftinu að Volvo byggi verksmiðju í Bandaríkjunum, en ákvörðun um það var loks tekin í vikunni, fyrr en margir bjuggust við. Það mun kosta Volvo 69 milljarða króna að setja verksmiðjuna upp, en þar getur Volvo smíðað 120.000 bíla á ári. Smíði bíla í verksmiðjunni á að hefjast árið 2018. Þeir bílar sem framleiddir verða þar verða ekki allir seldir í Bandaríkjunum, heldur verður hluti þeirra fluttir annað. Volvo seldi 56.371 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og var salan 7,9% minni en árið 2013. Heildarsala Volvo bíla í heiminum í fyrra var 465.866 bílar, svo 12,1% sölunnar var í Bandaríkjunum og hefur Volvo hug á því að auka það hlutfall. Volvo jók heildarsölu bíla sinna í heiminum í fyrra um 8,9%, svo það er brekku að klífa varðandi sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum. Ekki er ljóst hvaða bílgerðir verða smíðaðar í næyju verksmiðjunni. Áætlanir Volvo um magn seldra bíla í Bandaríkjunum eru brattar, eða 100.000 bílar strax á næsta ári. Þeir bílar verða þó allir innfluttir. Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent
Volvo hefur tekið ákvörpun um að setja upp samsetningarverksmiðju í Bandaríkjunum en hingað til hafa allir bílar Volvo sem seldir hafa verið þar verið innfluttir. Það hefur reyndar í nokkurn tíma legið í loftinu að Volvo byggi verksmiðju í Bandaríkjunum, en ákvörðun um það var loks tekin í vikunni, fyrr en margir bjuggust við. Það mun kosta Volvo 69 milljarða króna að setja verksmiðjuna upp, en þar getur Volvo smíðað 120.000 bíla á ári. Smíði bíla í verksmiðjunni á að hefjast árið 2018. Þeir bílar sem framleiddir verða þar verða ekki allir seldir í Bandaríkjunum, heldur verður hluti þeirra fluttir annað. Volvo seldi 56.371 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og var salan 7,9% minni en árið 2013. Heildarsala Volvo bíla í heiminum í fyrra var 465.866 bílar, svo 12,1% sölunnar var í Bandaríkjunum og hefur Volvo hug á því að auka það hlutfall. Volvo jók heildarsölu bíla sinna í heiminum í fyrra um 8,9%, svo það er brekku að klífa varðandi sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum. Ekki er ljóst hvaða bílgerðir verða smíðaðar í næyju verksmiðjunni. Áætlanir Volvo um magn seldra bíla í Bandaríkjunum eru brattar, eða 100.000 bílar strax á næsta ári. Þeir bílar verða þó allir innfluttir.
Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent