Ímynd Íslands Jón Gnarr skrifar 4. apríl 2015 08:00 Ég man eftir alþjóðlegri könnun sem gerð var fyrir mörgum árum á því hver væri ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Það sem var sláandi við niðurstöðurnar var að fæstir aðspurðra vissu yfir höfuð að Ísland væri til. Nokkrir höfðu heyrt um það en gátu ómögulega bent á það á landakorti. Þetta varð mörgum áhyggjuefni. Það er alltaf leiðinlegt þegar aðrir vita ekki af manni og halda að maður sé ekki til. Ég held að það hafi verið í kjölfar þessarar könnunar sem rykið var burstað af hinu séríslenska orði “landkynning” og stjórnmálamenn urðu meðvitaðir um gildi þess og mikilvægi að Ísland væri þekkt fyrir eitthvað. Það var farið af stað í margar kynningarherferðir, sendinefndir héldu útí heim og staðið var fyrir herferðum til að kynna eitthvað. Sumt af þessu var óttalegt brölt og jaðraði næstum því við örvæntingarfulla athyglisþörf. Sumt hefur verið vel gert og annað ekki. Ísland var til dæmis markaðssett lengi sem einhver paradís fyrir lausláta alkóhólista og því var haldið á lofti að íslenskar konur væru alltaf til í að sofa hjá hverjum sem var sérstaklega ef þær væru fullar. Sumar af þessum herferðum voru svo kjánalegar einsog til dæmis þegar maður í sjónvarpsauglýsingu sást kaupa sér djúpsteiktan fisk í Englandi og bað svo um kokkteilsósu á hann: Góð hugmynd frá Íslandi. Ég veit ekki hvaðan kokkteilsósa er en hún er örugglega ekki frá Íslandi.Vörumerkið Ísland stendur á tímamótum Það skiptir miklu máli fyrir lítið land einsog Ísland að kynna sig. Nafn er vörumerki og getur staðið fyrir ýmis gæði. Oft eru þessi gæði huglæg en þýðir þó ekki að þau séu óraunveruleg. París á til dæmis að vera mjög rómantísk borg og margir koma þangað til að upplifa hana. Og þó maður finni litla rómantík í bíl með frönskum leigubílstjóra eða bíður í langri biðröð í steikjandi hita þá þýðir það ekki að hún sé ekki þarna. Maður þarf bara að leita betur að henni. Þessar herferðir allar hafa skilað einhverjum árangri. Björk Guðmundsdóttir hefur þó líklega gert meira gagn. Hún kom Íslandi á kortið. Fleiri tónlistarmenn hafa svo fylgt í kjölfarið. Eyjafjallajökull bætti svo um betur. Og jafnvel efnahagshrunið kom að málum. Fleiri og fleiri jarðarbúar vita að við erum til og eru jafnvel forvitnir að fá að vita meira um okkur. Vörumerkið Ísland stendur á tímamótum. Og þá er ég ekki að tala um bresku matvöruverslanirnar. Árið 1989 fór ég í fyrsta skipti til Ameríku. Það kom mér töluvert á óvart hve fáir vissu nokkuð um Ísland. Þeir fáu sem könnuðust við það voru fullvissir um að þar væri fyrst og fremst kalt og ekkert annað. Það breyttist fljótt. Nokkrum árum síðar var það svo að ef maður var spurður hvaðan maður væri og sagðist vera frá Íslandi, kinkaði fólk kolli og sagði “Ahh, Bjork!” Ég held að það hafi verið bein afleiðing af Debut sem kom út 1993. Af amerísku grín-korti af heiminum frá árinu 2000 er Ísland kallað Bjork-land. Svo breyttist þetta smátt og smátt og fleiri tónlistarnöfn komu uppí huga fólks þegar það heyrði landið okkar nefnt. Manni leið oft næstum því einsog maður inni hjá risavöxnu plötufyrirtæki. Nú sýnist mér þetta ennþá vera að breytast. Ég hef ferðast nokkuð um Bandaríkin undanfarna mánuði og er oft spurður, á förnum vegi, hvaðan ég sé. Ég hef engan hitt sem ekki veit eitthvað um Ísland. Allir þekkja Björk og Sigur Rós og Of Monsters and Men. Flestir sem ég hitti segjast hafa heyrt að Ísland sé fallegt og áhugavert land. Fólk veit jafnvel eitthvað um loftslagið og hefur fyrir víst að það sé alls ekki eins kalt og nafnið gefur til kynna. Það eru langalgengustu viðbrögðin. Ég hitti stundum fólk sem hefur jafnvel komið til Íslands. Og það er alltaf himinlifandi yfir ferðinni og segist staðráðið í að fara aftur og þá með fleiri með sér.Skortir pólitíska framtíðarsýn Ísland hefur uppá gríðarlega margt að bjóða. Við eigum einstaka náttúru sem á engan sinn líka í öllum heimi. Mér finnst það skylda okkar að vernda hana og varðveita, fyrir okkur sjálf og okkar gesti til að njóta og upplifa. Ástand þeirra mála er ekki nógu gott. Að Ísland skuli ekki ennþá eiga veglegt náttúruvísindasafn er hrein og klár þjóðarskömm. Íslensk saga og bókmenntir eru þjóðararfur. Því miður hefur skort pólitíska framtíðarsýn og skilning í þeim málum. Flestir stjórnmálamenn virðast halda að hryggjarstykkið í íslenskri menningu sé lambahryggurinn og ekkert geti talist almennilega íslenskt nema hægt sé að éta það. Það er ekki svo. Við gætum gert svo miklu meira af því að draga fram handritin okkar og gera þau aðgengileg okkur sjálfum og gestum okkar. En kjarninn í íslenskri menningu er samt ekki falinn í fortíðinni eða dulinn í framtíðinni. Hann er við sjálf núna. Hann birtist okkur í þeim orðum og tónum sem við gefum frá okkur. Gleðilega páska! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Ég man eftir alþjóðlegri könnun sem gerð var fyrir mörgum árum á því hver væri ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Það sem var sláandi við niðurstöðurnar var að fæstir aðspurðra vissu yfir höfuð að Ísland væri til. Nokkrir höfðu heyrt um það en gátu ómögulega bent á það á landakorti. Þetta varð mörgum áhyggjuefni. Það er alltaf leiðinlegt þegar aðrir vita ekki af manni og halda að maður sé ekki til. Ég held að það hafi verið í kjölfar þessarar könnunar sem rykið var burstað af hinu séríslenska orði “landkynning” og stjórnmálamenn urðu meðvitaðir um gildi þess og mikilvægi að Ísland væri þekkt fyrir eitthvað. Það var farið af stað í margar kynningarherferðir, sendinefndir héldu útí heim og staðið var fyrir herferðum til að kynna eitthvað. Sumt af þessu var óttalegt brölt og jaðraði næstum því við örvæntingarfulla athyglisþörf. Sumt hefur verið vel gert og annað ekki. Ísland var til dæmis markaðssett lengi sem einhver paradís fyrir lausláta alkóhólista og því var haldið á lofti að íslenskar konur væru alltaf til í að sofa hjá hverjum sem var sérstaklega ef þær væru fullar. Sumar af þessum herferðum voru svo kjánalegar einsog til dæmis þegar maður í sjónvarpsauglýsingu sást kaupa sér djúpsteiktan fisk í Englandi og bað svo um kokkteilsósu á hann: Góð hugmynd frá Íslandi. Ég veit ekki hvaðan kokkteilsósa er en hún er örugglega ekki frá Íslandi.Vörumerkið Ísland stendur á tímamótum Það skiptir miklu máli fyrir lítið land einsog Ísland að kynna sig. Nafn er vörumerki og getur staðið fyrir ýmis gæði. Oft eru þessi gæði huglæg en þýðir þó ekki að þau séu óraunveruleg. París á til dæmis að vera mjög rómantísk borg og margir koma þangað til að upplifa hana. Og þó maður finni litla rómantík í bíl með frönskum leigubílstjóra eða bíður í langri biðröð í steikjandi hita þá þýðir það ekki að hún sé ekki þarna. Maður þarf bara að leita betur að henni. Þessar herferðir allar hafa skilað einhverjum árangri. Björk Guðmundsdóttir hefur þó líklega gert meira gagn. Hún kom Íslandi á kortið. Fleiri tónlistarmenn hafa svo fylgt í kjölfarið. Eyjafjallajökull bætti svo um betur. Og jafnvel efnahagshrunið kom að málum. Fleiri og fleiri jarðarbúar vita að við erum til og eru jafnvel forvitnir að fá að vita meira um okkur. Vörumerkið Ísland stendur á tímamótum. Og þá er ég ekki að tala um bresku matvöruverslanirnar. Árið 1989 fór ég í fyrsta skipti til Ameríku. Það kom mér töluvert á óvart hve fáir vissu nokkuð um Ísland. Þeir fáu sem könnuðust við það voru fullvissir um að þar væri fyrst og fremst kalt og ekkert annað. Það breyttist fljótt. Nokkrum árum síðar var það svo að ef maður var spurður hvaðan maður væri og sagðist vera frá Íslandi, kinkaði fólk kolli og sagði “Ahh, Bjork!” Ég held að það hafi verið bein afleiðing af Debut sem kom út 1993. Af amerísku grín-korti af heiminum frá árinu 2000 er Ísland kallað Bjork-land. Svo breyttist þetta smátt og smátt og fleiri tónlistarnöfn komu uppí huga fólks þegar það heyrði landið okkar nefnt. Manni leið oft næstum því einsog maður inni hjá risavöxnu plötufyrirtæki. Nú sýnist mér þetta ennþá vera að breytast. Ég hef ferðast nokkuð um Bandaríkin undanfarna mánuði og er oft spurður, á förnum vegi, hvaðan ég sé. Ég hef engan hitt sem ekki veit eitthvað um Ísland. Allir þekkja Björk og Sigur Rós og Of Monsters and Men. Flestir sem ég hitti segjast hafa heyrt að Ísland sé fallegt og áhugavert land. Fólk veit jafnvel eitthvað um loftslagið og hefur fyrir víst að það sé alls ekki eins kalt og nafnið gefur til kynna. Það eru langalgengustu viðbrögðin. Ég hitti stundum fólk sem hefur jafnvel komið til Íslands. Og það er alltaf himinlifandi yfir ferðinni og segist staðráðið í að fara aftur og þá með fleiri með sér.Skortir pólitíska framtíðarsýn Ísland hefur uppá gríðarlega margt að bjóða. Við eigum einstaka náttúru sem á engan sinn líka í öllum heimi. Mér finnst það skylda okkar að vernda hana og varðveita, fyrir okkur sjálf og okkar gesti til að njóta og upplifa. Ástand þeirra mála er ekki nógu gott. Að Ísland skuli ekki ennþá eiga veglegt náttúruvísindasafn er hrein og klár þjóðarskömm. Íslensk saga og bókmenntir eru þjóðararfur. Því miður hefur skort pólitíska framtíðarsýn og skilning í þeim málum. Flestir stjórnmálamenn virðast halda að hryggjarstykkið í íslenskri menningu sé lambahryggurinn og ekkert geti talist almennilega íslenskt nema hægt sé að éta það. Það er ekki svo. Við gætum gert svo miklu meira af því að draga fram handritin okkar og gera þau aðgengileg okkur sjálfum og gestum okkar. En kjarninn í íslenskri menningu er samt ekki falinn í fortíðinni eða dulinn í framtíðinni. Hann er við sjálf núna. Hann birtist okkur í þeim orðum og tónum sem við gefum frá okkur. Gleðilega páska!
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun