Eins og skátar eiga að vera Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 13:00 Því fylgir traust að vera á Skoda Octavia Scout þegar fer að snjóa. Reynsluakstur - Skoda Octavia Scout Skoda Octavia Scout er vafalaust einn af þeim bílum sem Baden-Powell, stofnandi skátahreyfingarinnar hefði getað valið sér, en þar fer bíll sem er ávallt er tilbúinn í hvaða aðstæður sem er og leysir þær flestar. Scout er sú útfærsla Octavia bílsins sem henta ætti Íslendingum best, að minnsta kosti þeim sem kjósa það frjálsræði að bregða sér út í náttúruna og komast þangað sem hugurinn girnist. Þessi útfærsla Octavia er nefnilega 3,3 sentimetrum hærri og allur búinn á þann hátt að geta glímt við erfiðari aðstæður en með sömu smíðagæði og gert hefur Octavia af einum söluhæsta bíl landsins. Bíllinn er hærri á vegi en Audi Q3 og reyndar flestir aðrir jepplingar. Fyrir muninn á Octavia Scout og venjulegum Octavia þarf þó að reiða fram meira fé, en Octavia Scout kostar 5.840.000 kr. en venjuleg Octavia með sömu vél kostar 4.440.000 kr. og því munar 1,4 milljón króna á þeim. Mestu munar þó um það að Scout er fjórhjóladrifinn, en hann er að auki nokkuð betur búinn að staðalbúnaði.Hálfgerð spíttkerra með 184 hestafla vél Hér á landi býðst Skoda Octavia Scout með tveimur gerðum dísilvéla, báðum 2,0 lítra og 150 eða 184 hestafla. Ef sá öflugri er valinn kostar hann 6.320.000 kr. en þar er líka kominn mjög öflugur bíll með upptak sem minnir á sportbíl. Báðar þessar vélar eru mjög frískar og sú aflminni dugar bílnum og vel það. Það góða við þá aflmeiri er að hún eyðir engu meira, en báðar eru þær gefnar upp með 5,1 lítra eyðslu, gott fyrir svo myndarlegan bíl. Scout er byggður á sama undirvagni og Volkswagen Golf, Seat Leon og Audi A3 og því eru akstureiginleikarnir ekki ósvipaðir og í þessum góðu akstursbílum. Scoda Octavia Scout er oft borinn saman við Volkswagen Passat Alltrack, Audi A4 Allroad og BMW 3 Touring, en kosturinn við Scout í þessum samanburði er að hann er talsvert ódýrari en þeir allir. Tveir þeirra eru innan sömu stóru Volkswagen bílafjölskyldunnar, svo fyrir suma er spurningin helst um það á hvaða bíl maður vill láta sjá sig. Þeim sem sama er um það ættu að íhuga kaup á Skoda Octavia Scout og spara með með skildinginn. Allir eru þeir góðir en einn þeirra kostar bara minna.Vel smíðaður og margar sniðugar lausnir Að ytra útliti er Scout kraftalegur og fallegur bíll og erfir náttúrlega fegurðina frá venjulegum Octavia. Það sem aðgreinir þá er veghæðin, myndarlegir brettakantarnir og varnarhlífarnar að framan og aftan, auk þess sem þakbogar eru staðalbúnaður á Scout. Innréttingin í Scout er fögur sýnum, greinilega vel smíðuð og praktísk, en það er aðalsmerki Skoda bíla. Allskonar sniðugar lausnir er að finna í þeim flestum og pláss fyrir allt það sem nauðsynlegt má teljast, meira að segja á löngum ferðum. Ein af mörgum sniðugum lausnum Skoda er þó að finna í eldsneytislokinu, en þar er rúðuskafa. Rispaðir stálfletir setja fágaðan svip á innréttinguna, sætin eru þægileg og auðvelt að finna góða akstursstöðu. Plássið í aftursætum er til fyrirmyndar og farangursrýmið er að sögn Skoda það stærsta í þessum flokki bíla, enda 610 lítrar og 1.740 lítrar ef sætin ef aftursætin eru lögð niður. Ef eitthvað er hægt að kvarta undan við akstur á Scout er það veghljóð sem skilar sér á stundum inní bílinn og meiri hliðarhalli í beygjum en í venjulegum Octavia, sem vafalaust skrifast á veghæð bílsins.Af hverju jeppling? Á þeim tímum sem heimurinn velur sér jepplinga er kannski rétt að staldra við og íhuga bíl eins og Skoda Octavia Scout í samanburði. Hann hefur í raun margt fram yfir flestan jepplinginn. Hann er hærri frá vegi en flestir þeirra, er með síst minna farangursrými, aksturseiginleika fólksbíls, öflugri vél en þeir flestir og kostar minna. Sumir jepplingar eru að auki ekki fjórhjóladrifnir en þessi er það. Að auki kemur hann með hinni rómuðu DSG sjálfskiptingu Volkswagen bílafjölskyldunnar sem að mati undirritaðs kemst næst frábærri PDK sjálfskiptingu Porsche. Ef verð bílanna sem ég áður nefndi og eru oft bornir saman við Octavia Scout kemur þetta í ljós. Volkswagen Passat Alltrack kostar 7.120.000 kr. Audi A4 Allroad kostar 8.770.000 kr. BMW 3 Touring kostar 7.870.000 kr. Því ætti Scout á 6.320.000 kr. með 184 hestafla vélinni að teljast vænlegur kostur, en með 150 hestafla vélinni kostar hann aðeins 5.840.000 kr.Kostir: Frágangur, rými, vélar, verðÓkostir: Veghljóð, hliðarhalli í beygjum 2,0 l. dísilvél, 184 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 134 g/km CO2 Hröðun: 7,8 sek. Hámarkshraði: 219 km/klst Verð: kr. 6.320.000 Umboð: HeklaMikið farangursrými og stór opnun á afturhlera.Sterklega smíðuð og vel frágengin innrétting í Octavia Scout. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent
Reynsluakstur - Skoda Octavia Scout Skoda Octavia Scout er vafalaust einn af þeim bílum sem Baden-Powell, stofnandi skátahreyfingarinnar hefði getað valið sér, en þar fer bíll sem er ávallt er tilbúinn í hvaða aðstæður sem er og leysir þær flestar. Scout er sú útfærsla Octavia bílsins sem henta ætti Íslendingum best, að minnsta kosti þeim sem kjósa það frjálsræði að bregða sér út í náttúruna og komast þangað sem hugurinn girnist. Þessi útfærsla Octavia er nefnilega 3,3 sentimetrum hærri og allur búinn á þann hátt að geta glímt við erfiðari aðstæður en með sömu smíðagæði og gert hefur Octavia af einum söluhæsta bíl landsins. Bíllinn er hærri á vegi en Audi Q3 og reyndar flestir aðrir jepplingar. Fyrir muninn á Octavia Scout og venjulegum Octavia þarf þó að reiða fram meira fé, en Octavia Scout kostar 5.840.000 kr. en venjuleg Octavia með sömu vél kostar 4.440.000 kr. og því munar 1,4 milljón króna á þeim. Mestu munar þó um það að Scout er fjórhjóladrifinn, en hann er að auki nokkuð betur búinn að staðalbúnaði.Hálfgerð spíttkerra með 184 hestafla vél Hér á landi býðst Skoda Octavia Scout með tveimur gerðum dísilvéla, báðum 2,0 lítra og 150 eða 184 hestafla. Ef sá öflugri er valinn kostar hann 6.320.000 kr. en þar er líka kominn mjög öflugur bíll með upptak sem minnir á sportbíl. Báðar þessar vélar eru mjög frískar og sú aflminni dugar bílnum og vel það. Það góða við þá aflmeiri er að hún eyðir engu meira, en báðar eru þær gefnar upp með 5,1 lítra eyðslu, gott fyrir svo myndarlegan bíl. Scout er byggður á sama undirvagni og Volkswagen Golf, Seat Leon og Audi A3 og því eru akstureiginleikarnir ekki ósvipaðir og í þessum góðu akstursbílum. Scoda Octavia Scout er oft borinn saman við Volkswagen Passat Alltrack, Audi A4 Allroad og BMW 3 Touring, en kosturinn við Scout í þessum samanburði er að hann er talsvert ódýrari en þeir allir. Tveir þeirra eru innan sömu stóru Volkswagen bílafjölskyldunnar, svo fyrir suma er spurningin helst um það á hvaða bíl maður vill láta sjá sig. Þeim sem sama er um það ættu að íhuga kaup á Skoda Octavia Scout og spara með með skildinginn. Allir eru þeir góðir en einn þeirra kostar bara minna.Vel smíðaður og margar sniðugar lausnir Að ytra útliti er Scout kraftalegur og fallegur bíll og erfir náttúrlega fegurðina frá venjulegum Octavia. Það sem aðgreinir þá er veghæðin, myndarlegir brettakantarnir og varnarhlífarnar að framan og aftan, auk þess sem þakbogar eru staðalbúnaður á Scout. Innréttingin í Scout er fögur sýnum, greinilega vel smíðuð og praktísk, en það er aðalsmerki Skoda bíla. Allskonar sniðugar lausnir er að finna í þeim flestum og pláss fyrir allt það sem nauðsynlegt má teljast, meira að segja á löngum ferðum. Ein af mörgum sniðugum lausnum Skoda er þó að finna í eldsneytislokinu, en þar er rúðuskafa. Rispaðir stálfletir setja fágaðan svip á innréttinguna, sætin eru þægileg og auðvelt að finna góða akstursstöðu. Plássið í aftursætum er til fyrirmyndar og farangursrýmið er að sögn Skoda það stærsta í þessum flokki bíla, enda 610 lítrar og 1.740 lítrar ef sætin ef aftursætin eru lögð niður. Ef eitthvað er hægt að kvarta undan við akstur á Scout er það veghljóð sem skilar sér á stundum inní bílinn og meiri hliðarhalli í beygjum en í venjulegum Octavia, sem vafalaust skrifast á veghæð bílsins.Af hverju jeppling? Á þeim tímum sem heimurinn velur sér jepplinga er kannski rétt að staldra við og íhuga bíl eins og Skoda Octavia Scout í samanburði. Hann hefur í raun margt fram yfir flestan jepplinginn. Hann er hærri frá vegi en flestir þeirra, er með síst minna farangursrými, aksturseiginleika fólksbíls, öflugri vél en þeir flestir og kostar minna. Sumir jepplingar eru að auki ekki fjórhjóladrifnir en þessi er það. Að auki kemur hann með hinni rómuðu DSG sjálfskiptingu Volkswagen bílafjölskyldunnar sem að mati undirritaðs kemst næst frábærri PDK sjálfskiptingu Porsche. Ef verð bílanna sem ég áður nefndi og eru oft bornir saman við Octavia Scout kemur þetta í ljós. Volkswagen Passat Alltrack kostar 7.120.000 kr. Audi A4 Allroad kostar 8.770.000 kr. BMW 3 Touring kostar 7.870.000 kr. Því ætti Scout á 6.320.000 kr. með 184 hestafla vélinni að teljast vænlegur kostur, en með 150 hestafla vélinni kostar hann aðeins 5.840.000 kr.Kostir: Frágangur, rými, vélar, verðÓkostir: Veghljóð, hliðarhalli í beygjum 2,0 l. dísilvél, 184 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 134 g/km CO2 Hröðun: 7,8 sek. Hámarkshraði: 219 km/klst Verð: kr. 6.320.000 Umboð: HeklaMikið farangursrými og stór opnun á afturhlera.Sterklega smíðuð og vel frágengin innrétting í Octavia Scout.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent