Audi ætlar ekki í strumpastrætóstríð við BMW Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 15:53 BMW 2 Active Tourer. Audi hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið ætli ekki að framleiða strumpastrætó (minivan) og keppa við BMW 2 Active Tourer og það þurfi þeir ekki að gera til að ná markmiðum sínum um 2 milljón bíla sölu á ári fljótlega. BMW kynnti sinn 2-línu Active Tourer sem er 5 manna á síðasta ári og ætlar að auki að kynna 7 manna útgáfu hans í júní á þessu ári. Báðir eru þeir framhjóladrifnir, en það er eitthvað sem BMW bílar eru almennt ekki. Í stað þess að kynna slíkan bíl frá Audi ætlar fyrirtækið að eftirláta það systurfyrirtækinu Volkswagen að keppa við BMW í þessum flokki bíla. Volkswagen er með nokkra bíla í þessum flokki sem eru verðugir keppinautar nýja bíls BMW, segja Audi-menn. Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent
Audi hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið ætli ekki að framleiða strumpastrætó (minivan) og keppa við BMW 2 Active Tourer og það þurfi þeir ekki að gera til að ná markmiðum sínum um 2 milljón bíla sölu á ári fljótlega. BMW kynnti sinn 2-línu Active Tourer sem er 5 manna á síðasta ári og ætlar að auki að kynna 7 manna útgáfu hans í júní á þessu ári. Báðir eru þeir framhjóladrifnir, en það er eitthvað sem BMW bílar eru almennt ekki. Í stað þess að kynna slíkan bíl frá Audi ætlar fyrirtækið að eftirláta það systurfyrirtækinu Volkswagen að keppa við BMW í þessum flokki bíla. Volkswagen er með nokkra bíla í þessum flokki sem eru verðugir keppinautar nýja bíls BMW, segja Audi-menn.
Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent