Páll Óskar í Eurovision 2016? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. mars 2015 11:30 Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari segist vel geta hugsað sér að taka aftur þátt í Eurovision, jafnvel að ári liðnu. Hann ætlar þó ekki að senda lag í undankeppnina fyrr en hann fær rétta lagið, sigurlagið eins og hann orðaði það, í hendurnar. Þetta kom fram í máli hans í nýja hlaðvarpsþættinum Eurovísir sem birtur er í dag. Páll Óskar var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, tónlistarmanni og miðborgarstjóra. Líkt og alþjóð veit tók Páll Óskar þátt í söngvakeppninni fyrir Íslands hönd árið 1997. Hann vakti mikla athygli og jafnvel hægt að segja að hann hafi verið örlítið á undan sinni samtíð og breytt ásýnd keppninnar á vissan hátt með einstöku atriði sínu. Hann var klæddur í latex-buxur, skreyttur semelíusteinum, með augnskugga og tíu hringi á fingum sínum. Hann var ekki með neina hljóðfæraleikara né bakraddir heldur fjórar fáklæddar dansmeyjar og hvítan sófa sér til halds og trausts. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu hafnaði hann í 20. sæti af 25 mögulegum með átján stig „Ég vissi allan tímann að þetta væri ekki sigurlag. Þetta er ekki lag sem fær þig til að rísa úr sætinu og klappa en ef ég myndi fara út í dag myndi ég fara út með „winner, ekki filler“. Þá væri ég að fara út til að bursta þessa keppni og þá yrði ég að fara út með lag sem myndi sigra mig strax frá fyrstu mínútu, fyrsta demói,“ sagði Páll Óskar í þættinum. Jakob Frímann sagðist sjálfur stefna á að verða fulltrúi Íslands á næstu árum, þó líklega í meira gríni en alvöru. Jakob hins vegar þekkir ýmsar hliðar keppninnar en hann hefur fjórum sinnum farið út sem kynnir. Hann fór út með Páli Óskari árið 1997 en Páll tók við kynna-kyndlinum að ári liðnu. Viðtalið við Eurovision-farana fyrrverandi má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins tekur Páll Óskar lagið sitt og Trausta Haraldssonar, Minn hinsti dans, á eftirminnilegan hátt. Ásgeir Ásgeirsson leikur undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari segist vel geta hugsað sér að taka aftur þátt í Eurovision, jafnvel að ári liðnu. Hann ætlar þó ekki að senda lag í undankeppnina fyrr en hann fær rétta lagið, sigurlagið eins og hann orðaði það, í hendurnar. Þetta kom fram í máli hans í nýja hlaðvarpsþættinum Eurovísir sem birtur er í dag. Páll Óskar var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, tónlistarmanni og miðborgarstjóra. Líkt og alþjóð veit tók Páll Óskar þátt í söngvakeppninni fyrir Íslands hönd árið 1997. Hann vakti mikla athygli og jafnvel hægt að segja að hann hafi verið örlítið á undan sinni samtíð og breytt ásýnd keppninnar á vissan hátt með einstöku atriði sínu. Hann var klæddur í latex-buxur, skreyttur semelíusteinum, með augnskugga og tíu hringi á fingum sínum. Hann var ekki með neina hljóðfæraleikara né bakraddir heldur fjórar fáklæddar dansmeyjar og hvítan sófa sér til halds og trausts. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu hafnaði hann í 20. sæti af 25 mögulegum með átján stig „Ég vissi allan tímann að þetta væri ekki sigurlag. Þetta er ekki lag sem fær þig til að rísa úr sætinu og klappa en ef ég myndi fara út í dag myndi ég fara út með „winner, ekki filler“. Þá væri ég að fara út til að bursta þessa keppni og þá yrði ég að fara út með lag sem myndi sigra mig strax frá fyrstu mínútu, fyrsta demói,“ sagði Páll Óskar í þættinum. Jakob Frímann sagðist sjálfur stefna á að verða fulltrúi Íslands á næstu árum, þó líklega í meira gríni en alvöru. Jakob hins vegar þekkir ýmsar hliðar keppninnar en hann hefur fjórum sinnum farið út sem kynnir. Hann fór út með Páli Óskari árið 1997 en Páll tók við kynna-kyndlinum að ári liðnu. Viðtalið við Eurovision-farana fyrrverandi má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins tekur Páll Óskar lagið sitt og Trausta Haraldssonar, Minn hinsti dans, á eftirminnilegan hátt. Ásgeir Ásgeirsson leikur undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira