SFS styrkir doktorsnema til rannsókna á súrnun sjávar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. mars 2015 08:07 Hrönn Egilsdóttir og Karen Kjartansdóttir VÍSIR/SFS Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu styrkja Hrönn Egilsdóttur, doktorsnema í sjávarlíffræði, til frekari rannsókna á súrnun sjávar við Íslandsstrendur. Hrönn hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar á súrnun sjávar, fyrirbæri sem kallað hefur verið falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og losun gróðurhúsalofttegunda. „Það að SFS skuli láta sig mál eins og súrnun sjávar varða undirstrikar mikilvægi umhverfismala fyrir þá iðnaði sem byggja afkomu sína á nýtingu auðlinda. Það græðir enginn á ósjálfbærri nýtingu auðlinda,” segir Hrönn. Milliríkjanefnd Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hefur kallað eftir frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. „Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar,” sagði Hrönn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl 2014. „ Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, tilkynnti um styrkveitinguna á fundi sem helgaður var súrnun sjávar og samskiptum þjóða. Samtökin munu styðja Hrönn næstu þrjú árin. Þess má geta að á stofnfundi samtakanna síðastliðið haust veitti Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, Hrönn hvatningsverðlaun fyrir störf sín. Loftslagsmál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu styrkja Hrönn Egilsdóttur, doktorsnema í sjávarlíffræði, til frekari rannsókna á súrnun sjávar við Íslandsstrendur. Hrönn hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar á súrnun sjávar, fyrirbæri sem kallað hefur verið falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og losun gróðurhúsalofttegunda. „Það að SFS skuli láta sig mál eins og súrnun sjávar varða undirstrikar mikilvægi umhverfismala fyrir þá iðnaði sem byggja afkomu sína á nýtingu auðlinda. Það græðir enginn á ósjálfbærri nýtingu auðlinda,” segir Hrönn. Milliríkjanefnd Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hefur kallað eftir frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. „Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar,” sagði Hrönn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl 2014. „ Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, tilkynnti um styrkveitinguna á fundi sem helgaður var súrnun sjávar og samskiptum þjóða. Samtökin munu styðja Hrönn næstu þrjú árin. Þess má geta að á stofnfundi samtakanna síðastliðið haust veitti Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, Hrönn hvatningsverðlaun fyrir störf sín.
Loftslagsmál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira