Fimm leiðir til að bæta daginn sigga dögg skrifar 12. mars 2015 16:30 Vísir/Skjáskot Það þarf ekki mikið til að lífga upp á daginn og hressa líkamann við. Þessi fimm ráð eru kjörin til að halda þér við efnið og huga að heilsunni.1. Fáðu þér vatn. Það hafa verið nefndar allskyns tölur yfir það hversu mikið af vatni fólk á að drekka en fólk er ólíkt svo vatnsþörf þess er það líka. Ef þú finnur fyrir svengd þá gæti það vera vökvaskortur og ef þú drekkur kaffi þá getur verið gott að drekka stórt vatnsglas fyrir hvern kaffibolla sem þú drekkur því kaffi er vatnslosandi.2. Borðaðu meira af ávöxtum og grænmeti. Fáðu þér meira salat með matnum í hádeginu og jafnvel auktu við fjölbreytnina. Bíttu í epli seinnipartinn eða rúsínur í stað þess að fá þér kexköku. Það eru öll litlu skrefin sem skipta máli þegar kemur að því að færa sig yfir í heilsusamlegra mataræði.3. Stattu upp. Það hefur töluvert verið fjallað um hversu skaðleg kyrrseta getur verið svo stattu reglulega upp. Fylltu á vatnsglasið þitt, fáðu þér ferskt loft eða hringdu í vin og spjallaðu smá. Hvað sem þú gerir hreyfðu þig með reglulegu millibili yfir daginn.4. Andaðu. Þegar við sitjum mikið þá öndum við öðruvísi og grynnra og því er gott að muna eftir því að anda djúpt ofan í maga nokkrum sinnum og sleppa. Ekki er verra að lygna aftur augunum og huga að önduninni og gera það tíu sinnum einu sinni á klukkustund.5. Brostu. Það hefur jákvæð áhrif á líkamann að brosa því það sendir hamingjuhormón um líkamann svo brostu. Temdu þér að bjóða fólki góðan daginn brosandi og þakka fyrir þig brosandi. Þegar þetta verður þér tamt þá ferðu að gera þetta áreynslulaust. Svo fer það fólki líka svo vel að brosa og það er smitandi og oftast er það endurgjaldið með öðru brosi. Heilsa Tengdar fréttir Er kyrrseta skaðleg? Þú hefur oft heyrt að hreyfing sé nauðsynleg en getur langtíma kyrrseta verið skaðleg? 10. mars 2015 11:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það þarf ekki mikið til að lífga upp á daginn og hressa líkamann við. Þessi fimm ráð eru kjörin til að halda þér við efnið og huga að heilsunni.1. Fáðu þér vatn. Það hafa verið nefndar allskyns tölur yfir það hversu mikið af vatni fólk á að drekka en fólk er ólíkt svo vatnsþörf þess er það líka. Ef þú finnur fyrir svengd þá gæti það vera vökvaskortur og ef þú drekkur kaffi þá getur verið gott að drekka stórt vatnsglas fyrir hvern kaffibolla sem þú drekkur því kaffi er vatnslosandi.2. Borðaðu meira af ávöxtum og grænmeti. Fáðu þér meira salat með matnum í hádeginu og jafnvel auktu við fjölbreytnina. Bíttu í epli seinnipartinn eða rúsínur í stað þess að fá þér kexköku. Það eru öll litlu skrefin sem skipta máli þegar kemur að því að færa sig yfir í heilsusamlegra mataræði.3. Stattu upp. Það hefur töluvert verið fjallað um hversu skaðleg kyrrseta getur verið svo stattu reglulega upp. Fylltu á vatnsglasið þitt, fáðu þér ferskt loft eða hringdu í vin og spjallaðu smá. Hvað sem þú gerir hreyfðu þig með reglulegu millibili yfir daginn.4. Andaðu. Þegar við sitjum mikið þá öndum við öðruvísi og grynnra og því er gott að muna eftir því að anda djúpt ofan í maga nokkrum sinnum og sleppa. Ekki er verra að lygna aftur augunum og huga að önduninni og gera það tíu sinnum einu sinni á klukkustund.5. Brostu. Það hefur jákvæð áhrif á líkamann að brosa því það sendir hamingjuhormón um líkamann svo brostu. Temdu þér að bjóða fólki góðan daginn brosandi og þakka fyrir þig brosandi. Þegar þetta verður þér tamt þá ferðu að gera þetta áreynslulaust. Svo fer það fólki líka svo vel að brosa og það er smitandi og oftast er það endurgjaldið með öðru brosi.
Heilsa Tengdar fréttir Er kyrrseta skaðleg? Þú hefur oft heyrt að hreyfing sé nauðsynleg en getur langtíma kyrrseta verið skaðleg? 10. mars 2015 11:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Er kyrrseta skaðleg? Þú hefur oft heyrt að hreyfing sé nauðsynleg en getur langtíma kyrrseta verið skaðleg? 10. mars 2015 11:00