Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sagðir ganga erinda styrkþega sinna á þingi Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2015 11:39 Björn Valur: Fyrirtækin geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Fyrirtæki í sjávarútvegi styrktu stjórnmálaflokkana um 16 milljónir króna fyrir síðustu Alþingiskosningar. 90 prósent þess fjár fór til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. RÚV greinir frá þessu og ræðir við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem telur ekkert athugavert við þetta. Óhætt er að segja að Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, sé ekki á sama máli og Bjarni, Björn Valur segir þetta siðlaust og telur víst að verið sé að borga fyrir fyrirgreiðslu.Greiðsla til þingmanna svo þeir gæti sérhagsmuna Við bætist að sjávarútvegsfyrirtæki styrktu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins um rúmlega 7 milljónir í prófkjörum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur annarra flokka fengu ekkert. „Sko, það er alveg ljóst í mínum huga að ef fyrirtæki, hvort sem er í sjávarútvegi eða öðrum greinum, ákveða að leggja fé í ákveðna stjórnmálaflokka umfram aðra þá er það vegna þess að þeir vilja að þeir flokkar komist til valda og nái fram stefnumálum sínum. Það er ekki gert í þeim tilgangi að axla samfélagslega ábyrgð og styðja við eðlilega stjórnmálastafsemi í landinu. Þetta er nokkuð augljóst. Það má því segja að þessir styrkir séu greiðsla til þingmanna og stjórnmálaflokka, gegn gjaldi, sem felst þá í því að viðkomandi þingmenn og stjórnmálaflokkar gæti hagsmuna þeirra sem styrkja þá,“ segir Björn Valur í samtali við Vísi. Hafa gengið erinda styrktaraðila sinna Þó Björn Valur segi það ekki beinum orðum, þá er þetta skilgreining á mútustarfsemi til stjórnmálamanna. En, má ekki segja að þetta sé góð fjárfesting af hálfu sjávarútvegsins? „Það getur auðvitað verið það. Í þessu tilfelli, af því að við erum að ræða sjávarútveginn, þá er það nokkuð augljóst, finnst mér, að þessir tveir stjórnmálaflokkar sem tóku við þessum styrkjum umfram aðra flokka hafa hag af málatilbúnaði sínum og verkum á Alþingi. Til dæmis varðandi lækkun veiðigjalda, lækkun auðlegðarskatts, með þeim hætti síðan þeir komust til valda að jú, það má léttilega færa rök fyrir því að það sé.“Siðlaust af hálfu stjórnmálamanna Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tjáð sig um málið, snaggaralega á Facebooksíðu sinni, segir þetta „ótrúlega siðblindu“. Tekur þú undir það? „Já, ég tek undir það. Það er siðlaust af hálfu stjórnmálamanna. Að taka við peningum á þessum forsendum. Þegar þeir vita það að fyrirtækin eru að styðja þá gagngert; fyrirtækjunum líkar stefnumál þeirra, líkar pólitíkin þeirra og geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar, stjórnmálamenn sem taka við peningum munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Það er siðlaust af þeirra hálfu að gera það, já.“ Víst er að Björn Valur sparar hvergi þung orð, en það er þá ekkert nýtt. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hugðist árið 2011, kæra Björn Val fyrir meiðyrði, einmitt vegna ummæla sem snéru að styrkjum til stjórnmálamanna. Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Fyrirtæki í sjávarútvegi styrktu stjórnmálaflokkana um 16 milljónir króna fyrir síðustu Alþingiskosningar. 90 prósent þess fjár fór til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. RÚV greinir frá þessu og ræðir við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem telur ekkert athugavert við þetta. Óhætt er að segja að Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, sé ekki á sama máli og Bjarni, Björn Valur segir þetta siðlaust og telur víst að verið sé að borga fyrir fyrirgreiðslu.Greiðsla til þingmanna svo þeir gæti sérhagsmuna Við bætist að sjávarútvegsfyrirtæki styrktu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins um rúmlega 7 milljónir í prófkjörum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur annarra flokka fengu ekkert. „Sko, það er alveg ljóst í mínum huga að ef fyrirtæki, hvort sem er í sjávarútvegi eða öðrum greinum, ákveða að leggja fé í ákveðna stjórnmálaflokka umfram aðra þá er það vegna þess að þeir vilja að þeir flokkar komist til valda og nái fram stefnumálum sínum. Það er ekki gert í þeim tilgangi að axla samfélagslega ábyrgð og styðja við eðlilega stjórnmálastafsemi í landinu. Þetta er nokkuð augljóst. Það má því segja að þessir styrkir séu greiðsla til þingmanna og stjórnmálaflokka, gegn gjaldi, sem felst þá í því að viðkomandi þingmenn og stjórnmálaflokkar gæti hagsmuna þeirra sem styrkja þá,“ segir Björn Valur í samtali við Vísi. Hafa gengið erinda styrktaraðila sinna Þó Björn Valur segi það ekki beinum orðum, þá er þetta skilgreining á mútustarfsemi til stjórnmálamanna. En, má ekki segja að þetta sé góð fjárfesting af hálfu sjávarútvegsins? „Það getur auðvitað verið það. Í þessu tilfelli, af því að við erum að ræða sjávarútveginn, þá er það nokkuð augljóst, finnst mér, að þessir tveir stjórnmálaflokkar sem tóku við þessum styrkjum umfram aðra flokka hafa hag af málatilbúnaði sínum og verkum á Alþingi. Til dæmis varðandi lækkun veiðigjalda, lækkun auðlegðarskatts, með þeim hætti síðan þeir komust til valda að jú, það má léttilega færa rök fyrir því að það sé.“Siðlaust af hálfu stjórnmálamanna Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tjáð sig um málið, snaggaralega á Facebooksíðu sinni, segir þetta „ótrúlega siðblindu“. Tekur þú undir það? „Já, ég tek undir það. Það er siðlaust af hálfu stjórnmálamanna. Að taka við peningum á þessum forsendum. Þegar þeir vita það að fyrirtækin eru að styðja þá gagngert; fyrirtækjunum líkar stefnumál þeirra, líkar pólitíkin þeirra og geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar, stjórnmálamenn sem taka við peningum munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Það er siðlaust af þeirra hálfu að gera það, já.“ Víst er að Björn Valur sparar hvergi þung orð, en það er þá ekkert nýtt. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hugðist árið 2011, kæra Björn Val fyrir meiðyrði, einmitt vegna ummæla sem snéru að styrkjum til stjórnmálamanna.
Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira