Innlent

Lægðin „í beinni“: Tré hafa rifnað upp með rótum í veðurofsanum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Veðurstofan varar fólk við því að vera á ferli og segir ferðalög á milli landshluta alls ekki ráðleg.
Veðurstofan varar fólk við því að vera á ferli og segir ferðalög á milli landshluta alls ekki ráðleg. earth.nullschool.net
Búist er við einu versta veðrið vetrarins í dag. Tré gætu rifnað upp með rótum og þakplötur fokið í veðurofsanum, að sögn Veðurstofu Íslands.

Varað hefur verið við roki eða ofsaveðri, þar sem meðalvindur er frá 24 til 30 metrum á sekúndu, og að hætta sé á vatnsflóðum, votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum víða um land vegna mikilla leysinga.

Óvissustig er þá í gildi vegna snjóflóða á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni vegna veðursins segir að á höfuðborgarsvæðinu sé óvarlegt að vera á ferli frá því snemma morguns fram yfir hádegi og ferðalög á milli landshluta eru alls ekki ráðleg.

Átt þú góða mynd eða myndband sem fangar veðurofsann? Sendu okkur póst á netfangið [email protected]. Fylgstu með veðurspám á veðurvef Vísis.

Kort sem sýnir veðrið "í beinni“ frá earth.nullschool.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×