Tíu til fimmtán milljóna tjón á eignum Mosfellsbæjar Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2015 15:30 Haraldur Sverrisson, er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Skemmdir á eigum Mosfellsbæjar í óviðrinu um síðastliðna helgi eru metnar á tíu til fimmtán milljón króna. Þar eru skemmdir á eignum bæjarbúa ekki teknar með. Mikill vatnselgur myndaðist í bænum og urðu lækir að virtist að stórfljótum. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa kortlagt þær skemmdir sem urðu á eignum bæjarins í óveðrinu um síðastliðna helgi. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir þær að mestu snúa að göngustígum, reiðstígum og brúm. Þá skemmdust tvö strætóskýli og annað þeirra er ónýtt og hleðslur og varnarveggir við ár og læki skemmdust einnig. „Það eru engar skemmdir á húsum eða slíkum hlutum hjá Mosfellsbæ, en það eru skemmdir á húseignum íbúa, sem við höfum ekki glögga mynd af,“ segir Haraldur. „Við metum tjónið á bilinu tíu til fimmtán milljónir króna, en það tekur einhvern tíma að koma þessu öllu saman í lag.“ Starfsmenn bæjarins vinna nú að því að gera ráðstafanir svo fólki stafi ekki hætta af þeim skemmdum sem urðu. Setja upp bráðabirgða brýr, eða taka í burtu, og gera ráðstafanir svo fyllingar og slíkt detti ekki niður. Haraldur var á ferðinni frá sex um morguninn á laugardaginn, ásamt starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar Mosfellsbæjar og áhaldahússins og fleirum. Á vef Mosfellsbæjar segir að ástandið hafi verið verst í Reykjahverfi, meðfram Varmánni og í Baugshlíð. Loka þurfti vegum á tveimur stöðum til að beina vatnsflaumnum í farveg og koma í veg fyrir frekara tjón. Veður Tengdar fréttir Mosfellsbær á kafi: Ótrúlegar myndir Gríðarlegir vatnavextir hafa verið í Mosfellsbæ í dag og er ástandið í bæjarfélaginu vægast sagt slæmt. 14. mars 2015 14:40 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Sjá meira
Skemmdir á eigum Mosfellsbæjar í óviðrinu um síðastliðna helgi eru metnar á tíu til fimmtán milljón króna. Þar eru skemmdir á eignum bæjarbúa ekki teknar með. Mikill vatnselgur myndaðist í bænum og urðu lækir að virtist að stórfljótum. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa kortlagt þær skemmdir sem urðu á eignum bæjarins í óveðrinu um síðastliðna helgi. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir þær að mestu snúa að göngustígum, reiðstígum og brúm. Þá skemmdust tvö strætóskýli og annað þeirra er ónýtt og hleðslur og varnarveggir við ár og læki skemmdust einnig. „Það eru engar skemmdir á húsum eða slíkum hlutum hjá Mosfellsbæ, en það eru skemmdir á húseignum íbúa, sem við höfum ekki glögga mynd af,“ segir Haraldur. „Við metum tjónið á bilinu tíu til fimmtán milljónir króna, en það tekur einhvern tíma að koma þessu öllu saman í lag.“ Starfsmenn bæjarins vinna nú að því að gera ráðstafanir svo fólki stafi ekki hætta af þeim skemmdum sem urðu. Setja upp bráðabirgða brýr, eða taka í burtu, og gera ráðstafanir svo fyllingar og slíkt detti ekki niður. Haraldur var á ferðinni frá sex um morguninn á laugardaginn, ásamt starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar Mosfellsbæjar og áhaldahússins og fleirum. Á vef Mosfellsbæjar segir að ástandið hafi verið verst í Reykjahverfi, meðfram Varmánni og í Baugshlíð. Loka þurfti vegum á tveimur stöðum til að beina vatnsflaumnum í farveg og koma í veg fyrir frekara tjón.
Veður Tengdar fréttir Mosfellsbær á kafi: Ótrúlegar myndir Gríðarlegir vatnavextir hafa verið í Mosfellsbæ í dag og er ástandið í bæjarfélaginu vægast sagt slæmt. 14. mars 2015 14:40 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Sjá meira
Mosfellsbær á kafi: Ótrúlegar myndir Gríðarlegir vatnavextir hafa verið í Mosfellsbæ í dag og er ástandið í bæjarfélaginu vægast sagt slæmt. 14. mars 2015 14:40