Fyrsti mannlausi driftarinn Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 11:34 Eins og margir aðrir bílaframleiðendur hefur BMW unnið um nokkurn tíma að sjálfakandi bílum. Til að sýna hversu langt þeir eru komnir í þessari tækni fannst BMW snjallræði að láta einn bíla sinna, BMW 2-línuna, drifta mannlausan og sýna það umheiminum. Bíllinn fer með þvílíkri nákvæmni hring eftir hring algerlega eftir hringlínunni sem honum er sett að fara. Til að gera þennan leik ennþá raunverulegri var náttúrulega kjörið að fá einn af hæfari drifturum heims til að leika þetta eftir og tekst honum reyndar bærilega til, eins og hér sést. Það sem gerir honum leikinn reyndar erfiðari er að hann driftar á þurru malbiki, en sá mannlausi fer um á bleyttu malbiki. Bílar video Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Eins og margir aðrir bílaframleiðendur hefur BMW unnið um nokkurn tíma að sjálfakandi bílum. Til að sýna hversu langt þeir eru komnir í þessari tækni fannst BMW snjallræði að láta einn bíla sinna, BMW 2-línuna, drifta mannlausan og sýna það umheiminum. Bíllinn fer með þvílíkri nákvæmni hring eftir hring algerlega eftir hringlínunni sem honum er sett að fara. Til að gera þennan leik ennþá raunverulegri var náttúrulega kjörið að fá einn af hæfari drifturum heims til að leika þetta eftir og tekst honum reyndar bærilega til, eins og hér sést. Það sem gerir honum leikinn reyndar erfiðari er að hann driftar á þurru malbiki, en sá mannlausi fer um á bleyttu malbiki.
Bílar video Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent