Askja Bárðarbungu byrjuð að rísa á ný? Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2015 23:17 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Myndin var tekin við Fimmvörðuháls í mars 2010. vísir/anton brink Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem reyndist ótrúlega sannspár um goslok í Holuhrauni, vekur athygli á því á bloggsíðu sinni að merki kunni nú að vera farin að sjást um að askja Bárðarbungu sé byrjuð að rísa aftur. Það var í október í haust sem Haraldur benti á að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Í nóvember sagði hann að samkvæmt kúrfunni yrðu goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“, og gat vart verið sannspárri því reyndin varð sú að goslokum var lýst yfir þann 28. febrúar. Haraldur segir að þegar sigið hætti hafi kúrfan á stöðu GPS-tækisins í Bárðarbungu verið orðin lárétt. Nú sjáist greinilega að undanfarna daga virðist GPS-tækið aftur byrjað að rísa. „Þetta getur orsakast af tvennu: (A) Ísinn undir tækinu er að renna niður í sigskálina og tækið hækkar af þeim sökum. (B) Askjan er byrjuð að rísa aftur vegna þess að kvika frá möttli streymir inn í kvikuhólfið undir Bárðarbungu. Ég hallast fremur að seinni skýringunni, en tíminn mun segja til um það. Ef (B) reynist rétt, þá er sennilegt að rennsli af kviku úr dýpinu inn í kvikuhólfið taki mörg ár, áður en það nær þeirri stöðu, sem Bárðarbunga hafði fyrir gosið sem hófst árið 2014,“ segir Haraldur á eldfjallabloggi sínu. Í Kröflueldum á árunum 1975 til 1984 var þetta þekkt fyrirbæri; landið seig meðan á eldgosi stóð en tók svo að rísa á ný eftir að eldgosi lauk. Þegar landris hafði svo náð fyrri stöðu var stutt í að eldgos eða kvikuhlaup brytist út á ný. Fjallað verður um Kröfluelda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Spá Haraldar rættist um goslok "í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem reyndist ótrúlega sannspár um goslok í Holuhrauni, vekur athygli á því á bloggsíðu sinni að merki kunni nú að vera farin að sjást um að askja Bárðarbungu sé byrjuð að rísa aftur. Það var í október í haust sem Haraldur benti á að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Í nóvember sagði hann að samkvæmt kúrfunni yrðu goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“, og gat vart verið sannspárri því reyndin varð sú að goslokum var lýst yfir þann 28. febrúar. Haraldur segir að þegar sigið hætti hafi kúrfan á stöðu GPS-tækisins í Bárðarbungu verið orðin lárétt. Nú sjáist greinilega að undanfarna daga virðist GPS-tækið aftur byrjað að rísa. „Þetta getur orsakast af tvennu: (A) Ísinn undir tækinu er að renna niður í sigskálina og tækið hækkar af þeim sökum. (B) Askjan er byrjuð að rísa aftur vegna þess að kvika frá möttli streymir inn í kvikuhólfið undir Bárðarbungu. Ég hallast fremur að seinni skýringunni, en tíminn mun segja til um það. Ef (B) reynist rétt, þá er sennilegt að rennsli af kviku úr dýpinu inn í kvikuhólfið taki mörg ár, áður en það nær þeirri stöðu, sem Bárðarbunga hafði fyrir gosið sem hófst árið 2014,“ segir Haraldur á eldfjallabloggi sínu. Í Kröflueldum á árunum 1975 til 1984 var þetta þekkt fyrirbæri; landið seig meðan á eldgosi stóð en tók svo að rísa á ný eftir að eldgosi lauk. Þegar landris hafði svo náð fyrri stöðu var stutt í að eldgos eða kvikuhlaup brytist út á ný. Fjallað verður um Kröfluelda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Spá Haraldar rættist um goslok "í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Spá Haraldar rættist um goslok "í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39