„Svo kom þessi rosalegi þrýstingur og það titraði allt“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. febrúar 2015 21:12 Búið er að rýma um þrjátíu hús á sunnaverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féll á Patreksfirði í dag. Íbúi í bænum heyrði miklar drunur og fann titring þegar flóðið féll við hús hans og hreif með sér bíl sem stóð þar nærri. Vonskuveður hefur verið á sunnaverðum Vestfjörðum í dag. Um hádegisbil féll snjóflóð við hús Hrannar Árnadóttur sem býr við Urðargötu á Patreksfirði. „ Ég fór heim úr vinnunni um ellefu leytið því það var bara orðið svo vitlaust veður að ég ætlaði bara að komast heim á bílnum,“ segir Hrönn. Hún sat inni í stofu og var að vinna í tölvunni um eitt leytið þegar snjóflóðið féll. „ Þá heyrði ég bara ógurlega skruðninga og læti og ég hélt að þetta væri bara einhver stór vél að keyra framhjá húsinu. Svo kom þessi rosalegi þrýstingur og það titraði allt en það er svo blint að maður sér ekki neitt. Ég hljóp út í glugga og þá sá ég bara að bílinn hjá nágrannakonunni var kominn niður fyrir veg, “ segir Hrönn. Hún segir snjóflóðið hafa fallið við hlið hússins en þó fyrir utan girðingu. Hrönn hafði strax samband við björgunarsveitir og voru hús við götun þá rýmd. Erfitt er að segja til um stærð flóðsins en talið er að það sé meira en sextíu metra breitt. Hrönn dvelur nú hjá ættingjum í bænum. „ Þetta fellur þarna sko á milli Urðargötu og Mýra. Þetta er óbyggt svæði út af snjóflóðahættu. Þannig að við erum alveg þarna á mörkunum,“ segir Hrönn. Veður Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira
Búið er að rýma um þrjátíu hús á sunnaverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féll á Patreksfirði í dag. Íbúi í bænum heyrði miklar drunur og fann titring þegar flóðið féll við hús hans og hreif með sér bíl sem stóð þar nærri. Vonskuveður hefur verið á sunnaverðum Vestfjörðum í dag. Um hádegisbil féll snjóflóð við hús Hrannar Árnadóttur sem býr við Urðargötu á Patreksfirði. „ Ég fór heim úr vinnunni um ellefu leytið því það var bara orðið svo vitlaust veður að ég ætlaði bara að komast heim á bílnum,“ segir Hrönn. Hún sat inni í stofu og var að vinna í tölvunni um eitt leytið þegar snjóflóðið féll. „ Þá heyrði ég bara ógurlega skruðninga og læti og ég hélt að þetta væri bara einhver stór vél að keyra framhjá húsinu. Svo kom þessi rosalegi þrýstingur og það titraði allt en það er svo blint að maður sér ekki neitt. Ég hljóp út í glugga og þá sá ég bara að bílinn hjá nágrannakonunni var kominn niður fyrir veg, “ segir Hrönn. Hún segir snjóflóðið hafa fallið við hlið hússins en þó fyrir utan girðingu. Hrönn hafði strax samband við björgunarsveitir og voru hús við götun þá rýmd. Erfitt er að segja til um stærð flóðsins en talið er að það sé meira en sextíu metra breitt. Hrönn dvelur nú hjá ættingjum í bænum. „ Þetta fellur þarna sko á milli Urðargötu og Mýra. Þetta er óbyggt svæði út af snjóflóðahættu. Þannig að við erum alveg þarna á mörkunum,“ segir Hrönn.
Veður Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira