Hver hlustar á barnið þitt? Eygló Antonsdóttir. skrifar 27. febrúar 2015 07:11 Ég var svo heppin að fá að kynnast starfi félagsmiðstöðva Akureyrar í gegnum vettvangsnám mitt í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Í hugum margra af minni kynslóð eru borðtennisborð uppistaða félagsmiðstöðva og að starfið krefjist ekki mikils meira en lykla og nokkurra spaða. En mín upplifun er sú að félagsmiðstöðvar Akureyrar sé fagleg menntastofnun með uppeldisfræðimenntuðum starfsmönnum sem sinna mjög víðtæku forvarnastarfi. Vissulega er starfsemin að mörgu leyti almenn, opin hús með hinum ýmsu viðburðum ásamt klúbbastarfi þar sem grunnhugmyndin er að veita unglingum vettvang til að efla sjálfsmynd sína og samskiptahæfileika. Félagsmiðstöðvarnar sjá um allt skipulagt forvarnastarf barna og unglinga. Það eru tvær valgreinar innan grunnskólanna og sértækt hópastarf í samstarfi við til dæmis skóladeild og fjölskyldudeild. Þetta sértæka hópastarf heillaði mig mest og það gengur út á að bregðast við stöðu barna og unglinga sem þurfa á aðstoð að halda.Unglingsárin umbrotatími Öll erum við ólík með mismunandi áherslur og áhugamál í lífinu og öllum hefur okkur fundist á einhverjum tímapunkti veröldin ekki skilja afstöðu okkar og líðan. Börn og unglingar eru eins og aðrir og upplifa þessar tilfinningar jafnvel oftar en við hin fullorðnu enda unglingsárin mikill umbrotatími. Félagsmiðstöðvarnar eru í miklu samstarfi við grunnskólana og aðstoða við að efla þau börn sem minna heyrist í. Félagsleg einangrun og brotin sjálfsmynd á sér ótal birtingamyndir eins og til dæmis í of mikilli tölvunotkun, kvíða, sjálfskaða og og miklum skólaleiða. Félagsmiðstöðvarnar sinna faglegu leitarstarfi og stofna hópa í kring um þessa einstaklinga, vinna skipulega að því að styrkja þá og auka áhuga þeirra á samfélaginu. Þetta gera félagsmiðstöðvarnar með hinum ýmsu viðburðum og samtölum þar sem starfsmenn minna ungmennin reglulega á hversu frábær þau eru. Hóparnir eru misjafnir og viðfangsefnin fjölbreytt. Skipulag vinnunnar í kring um hópana er þó í grunninn séð svipuð. Þar er ákveðin starfsaðferð sem stuðst er við og aðlöguð að meginviðfangsefni hvers hóps. Hluti af þessari vinnu er í formi kannana í upphafi og í lok vinnutíma hópanna. Í þeim könnunum sem félagsmiðstöðvarnar hafa gert á þessu starfi hefur komið skýrt fram að líðan þessara barna batnar mikið og áhugi þeirra á tómstundum eykst.Gríðarlegt álag á börnum og unglingum Grunnskólar Akureyrar vinna hörðum höndum að því að aðstoða nemendur við að fóta sig í samfélagi sem krefst allt annarra hluta en það sem ég ólst upp við. Tækifærin í samfélaginu eru mörg en birtingamyndin oft ruglingsleg með kröfu um útlit, hugrekki og ríkidæmi. Álagið á börnum og unglingum er gríðarlegt og eru þau berskjölduð á netinu þar sem samfélagsmiðlar mata þau sífellt á upplýsingum um hvernig þau eiga að vera og hvað þau eigi að gera. Eins og gefur að skilja er þetta stór og mikil krafa á grunnskólana sem þrátt fyrir sitt frábæra starfsfólk skortir tíma og peninga til að uppfylla þessa kröfu. Félagsmiðstöðvarnar eru þar af leiðandi frábær framlenging af starfi skólanna og er samstarf þeirra um velferð barna og unglinga ómetanlegt. Í þeim hafsjó af kröfum og upplýsingum sem börn og unglingar lifa við í dag er gott að vita að haldið er utan um þau og rödd þeirra heyrist. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á mikilvægi félagsmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég var svo heppin að fá að kynnast starfi félagsmiðstöðva Akureyrar í gegnum vettvangsnám mitt í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Í hugum margra af minni kynslóð eru borðtennisborð uppistaða félagsmiðstöðva og að starfið krefjist ekki mikils meira en lykla og nokkurra spaða. En mín upplifun er sú að félagsmiðstöðvar Akureyrar sé fagleg menntastofnun með uppeldisfræðimenntuðum starfsmönnum sem sinna mjög víðtæku forvarnastarfi. Vissulega er starfsemin að mörgu leyti almenn, opin hús með hinum ýmsu viðburðum ásamt klúbbastarfi þar sem grunnhugmyndin er að veita unglingum vettvang til að efla sjálfsmynd sína og samskiptahæfileika. Félagsmiðstöðvarnar sjá um allt skipulagt forvarnastarf barna og unglinga. Það eru tvær valgreinar innan grunnskólanna og sértækt hópastarf í samstarfi við til dæmis skóladeild og fjölskyldudeild. Þetta sértæka hópastarf heillaði mig mest og það gengur út á að bregðast við stöðu barna og unglinga sem þurfa á aðstoð að halda.Unglingsárin umbrotatími Öll erum við ólík með mismunandi áherslur og áhugamál í lífinu og öllum hefur okkur fundist á einhverjum tímapunkti veröldin ekki skilja afstöðu okkar og líðan. Börn og unglingar eru eins og aðrir og upplifa þessar tilfinningar jafnvel oftar en við hin fullorðnu enda unglingsárin mikill umbrotatími. Félagsmiðstöðvarnar eru í miklu samstarfi við grunnskólana og aðstoða við að efla þau börn sem minna heyrist í. Félagsleg einangrun og brotin sjálfsmynd á sér ótal birtingamyndir eins og til dæmis í of mikilli tölvunotkun, kvíða, sjálfskaða og og miklum skólaleiða. Félagsmiðstöðvarnar sinna faglegu leitarstarfi og stofna hópa í kring um þessa einstaklinga, vinna skipulega að því að styrkja þá og auka áhuga þeirra á samfélaginu. Þetta gera félagsmiðstöðvarnar með hinum ýmsu viðburðum og samtölum þar sem starfsmenn minna ungmennin reglulega á hversu frábær þau eru. Hóparnir eru misjafnir og viðfangsefnin fjölbreytt. Skipulag vinnunnar í kring um hópana er þó í grunninn séð svipuð. Þar er ákveðin starfsaðferð sem stuðst er við og aðlöguð að meginviðfangsefni hvers hóps. Hluti af þessari vinnu er í formi kannana í upphafi og í lok vinnutíma hópanna. Í þeim könnunum sem félagsmiðstöðvarnar hafa gert á þessu starfi hefur komið skýrt fram að líðan þessara barna batnar mikið og áhugi þeirra á tómstundum eykst.Gríðarlegt álag á börnum og unglingum Grunnskólar Akureyrar vinna hörðum höndum að því að aðstoða nemendur við að fóta sig í samfélagi sem krefst allt annarra hluta en það sem ég ólst upp við. Tækifærin í samfélaginu eru mörg en birtingamyndin oft ruglingsleg með kröfu um útlit, hugrekki og ríkidæmi. Álagið á börnum og unglingum er gríðarlegt og eru þau berskjölduð á netinu þar sem samfélagsmiðlar mata þau sífellt á upplýsingum um hvernig þau eiga að vera og hvað þau eigi að gera. Eins og gefur að skilja er þetta stór og mikil krafa á grunnskólana sem þrátt fyrir sitt frábæra starfsfólk skortir tíma og peninga til að uppfylla þessa kröfu. Félagsmiðstöðvarnar eru þar af leiðandi frábær framlenging af starfi skólanna og er samstarf þeirra um velferð barna og unglinga ómetanlegt. Í þeim hafsjó af kröfum og upplýsingum sem börn og unglingar lifa við í dag er gott að vita að haldið er utan um þau og rödd þeirra heyrist. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á mikilvægi félagsmiðstöðva.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun