Lars um 38 ára þjálfaraferil: Mín bestu ár verið á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2015 15:30 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2016 síðasta vetur. Það pakkaði Tyrklandi og Lettlandi saman, 3-0, og vann svo sögulegan sigur á Hollandi, 2-0, í Dalnum. Spennan var mikil fyrir leikinn gegn Tékklandi úti sem var barátta um efsta sæti riðilsins fyrir langt frí frá landsleikjum. Þar töpuðu strákarnir okkar, 2-1.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sín og því rak ég hann heim Í fyrirlestri sínum á aðalfundi Félags Atvinnurekanda í gær, þar sem Svíinn var gestafyrirlesari, talaði hann um leikina gegn Hollandi og Tékklandi. „Þegar við spiluðum á móti Hollandi var stuðullinn 5,60 á sigur okkar en 1,60 á sigur Hollands,“ sagði hann, en fæstir bjuggust við sigri okkar manna. „Þegar svona er í pottinn búið er auðvelt að hvetja leikmenn áfram. Við sögðum við þá að láta bara fæturnar tala fyrir þá. Það skipti engu máli hvort Hollendingarnir sögðust vera betri eða fjölmiðlarnir sögðu okkur ekki geta unnið. Þeir áttu bara að fara út á völl og vinna leikinn.“Lars hefur notið þess að þjálfa þessa stráka.vísir/andri marinóLiðið fór ansi hátt eftir sigurinn. Umfjöllunin var gríðarleg og komst Ísland í 28. sæti heimslistans. Svo hátt hafði það aldrei komist áður og var það í einn mánuð besta landslið Norðurlanda samkvæmt FIFA-listanum. „Það er alltaf hættulegt þegar vel gengur því þá vill verða að menn einbeiti sér ekki alveg 100 prósent. Ég veit samt ekki hvort það var ástæðan fyrir tapinu gegn Tékklandi. En það sem gerist er að menn sækja ekki jafn mikið. Og það fannst mér gerast gegn Tékkum. Það vantaði að taka frumkvæði og það gerist þegar menn halda sig betri en þeir eru,“ sagði Lars. „Maður þarf alltaf að leggja sig 100 prósent fram til að koma í veg fyrir mistök. Vanalega koma mörk eftir mistök eða lið hefur misst boltann. Maður er svo mikið án boltans og því verða menn að einbeita sér.“ Hann kom inn á einkalíf leikmanna og sagði þá verða að fá að reyna að lifa venjulegu lífi. Þeir væru aftur á móti í þessu til að vinna og þyrftu því að haga sér eins og menn. „Það fer mikil orka í þetta og því geta menn ekki verið að drekka og skemmta sér. Auðvitað verða menn að fá að lifa lífinu eins og fólk en þegar við erum saman verða menn að einbeita sér. Við spilum fyrir Ísland og ætlum okkur á EM.“ Lars Lagerbäck hóf þjálfaraferilinn fyrir 38 árum þegar hann tók við Kilafors IF í heimalandinu. Hann þjálfaði sænska landsliðið í ellefu ár og kom því fimm sinnum á stórmót auk þess sem hann stýrði Nígeríu á HM 2010. Árin fjögur á Íslandi hafa þó glatt hann mest. „Það hefur veitt mér mikla ánægju að vera hér á Íslandi, bæði hér með ykkur í dag og að þjálfa landsliðið. Þessi ár með íslenska liðið hafa líklega verið mín bestu á ferlinum. Hér hefur verið yndislegt að starfa,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur. Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á æfingu landsliðsins Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2016 síðasta vetur. Það pakkaði Tyrklandi og Lettlandi saman, 3-0, og vann svo sögulegan sigur á Hollandi, 2-0, í Dalnum. Spennan var mikil fyrir leikinn gegn Tékklandi úti sem var barátta um efsta sæti riðilsins fyrir langt frí frá landsleikjum. Þar töpuðu strákarnir okkar, 2-1.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sín og því rak ég hann heim Í fyrirlestri sínum á aðalfundi Félags Atvinnurekanda í gær, þar sem Svíinn var gestafyrirlesari, talaði hann um leikina gegn Hollandi og Tékklandi. „Þegar við spiluðum á móti Hollandi var stuðullinn 5,60 á sigur okkar en 1,60 á sigur Hollands,“ sagði hann, en fæstir bjuggust við sigri okkar manna. „Þegar svona er í pottinn búið er auðvelt að hvetja leikmenn áfram. Við sögðum við þá að láta bara fæturnar tala fyrir þá. Það skipti engu máli hvort Hollendingarnir sögðust vera betri eða fjölmiðlarnir sögðu okkur ekki geta unnið. Þeir áttu bara að fara út á völl og vinna leikinn.“Lars hefur notið þess að þjálfa þessa stráka.vísir/andri marinóLiðið fór ansi hátt eftir sigurinn. Umfjöllunin var gríðarleg og komst Ísland í 28. sæti heimslistans. Svo hátt hafði það aldrei komist áður og var það í einn mánuð besta landslið Norðurlanda samkvæmt FIFA-listanum. „Það er alltaf hættulegt þegar vel gengur því þá vill verða að menn einbeiti sér ekki alveg 100 prósent. Ég veit samt ekki hvort það var ástæðan fyrir tapinu gegn Tékklandi. En það sem gerist er að menn sækja ekki jafn mikið. Og það fannst mér gerast gegn Tékkum. Það vantaði að taka frumkvæði og það gerist þegar menn halda sig betri en þeir eru,“ sagði Lars. „Maður þarf alltaf að leggja sig 100 prósent fram til að koma í veg fyrir mistök. Vanalega koma mörk eftir mistök eða lið hefur misst boltann. Maður er svo mikið án boltans og því verða menn að einbeita sér.“ Hann kom inn á einkalíf leikmanna og sagði þá verða að fá að reyna að lifa venjulegu lífi. Þeir væru aftur á móti í þessu til að vinna og þyrftu því að haga sér eins og menn. „Það fer mikil orka í þetta og því geta menn ekki verið að drekka og skemmta sér. Auðvitað verða menn að fá að lifa lífinu eins og fólk en þegar við erum saman verða menn að einbeita sér. Við spilum fyrir Ísland og ætlum okkur á EM.“ Lars Lagerbäck hóf þjálfaraferilinn fyrir 38 árum þegar hann tók við Kilafors IF í heimalandinu. Hann þjálfaði sænska landsliðið í ellefu ár og kom því fimm sinnum á stórmót auk þess sem hann stýrði Nígeríu á HM 2010. Árin fjögur á Íslandi hafa þó glatt hann mest. „Það hefur veitt mér mikla ánægju að vera hér á Íslandi, bæði hér með ykkur í dag og að þjálfa landsliðið. Þessi ár með íslenska liðið hafa líklega verið mín bestu á ferlinum. Hér hefur verið yndislegt að starfa,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur.
Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á æfingu landsliðsins Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Sjá meira