Koenigsegg Regera er öflugasti bíll heims Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2015 11:57 Þessi mynd sýnir ekki mikið af Regera bílnum en frumsýning bílsins verður í Genf eftir nokkrar vikur. Sænski bílasmiðurinn Koenigsegg heldur áfram að framleiða mögnuðustu sportbíla heims og sá næsti í röðinni er Koenigsegg Regera sem kynntur verður á bílasýningunni í Genf. Christian von Keonigsegg segir að þessi bíll verði langöflugasti framleiðslubíll heims og að enginn komist nálægt honum, þó helst aðrir Koenigsegg bílar! Regera verður bæði með öfluga brunavél og svakalega rafmótora og er því tvinnbíll eins og flestir öflugustu sportbílar heims nú. Rafmótorarnir einir munu vera 700 hestöfl en til samanburðar eru rafmótorarnir í Porsche 918 "einungis" 279 hestöfl. Koenigsegg toppar sig ávallt með hverjum nýjum bíl og sá síðasti var One:1, en sá bíll er 1.341 hestafl og 1.341 kíló. Þessi nýi Regera mun líklega bæta við þetta ógnarafl. Vélin og rafmótorarnir munu ekki þurfa að drattast með mikla þyngd þar sem bílinn er að mestu leiti smíðaður úr koltrefjum. Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent
Sænski bílasmiðurinn Koenigsegg heldur áfram að framleiða mögnuðustu sportbíla heims og sá næsti í röðinni er Koenigsegg Regera sem kynntur verður á bílasýningunni í Genf. Christian von Keonigsegg segir að þessi bíll verði langöflugasti framleiðslubíll heims og að enginn komist nálægt honum, þó helst aðrir Koenigsegg bílar! Regera verður bæði með öfluga brunavél og svakalega rafmótora og er því tvinnbíll eins og flestir öflugustu sportbílar heims nú. Rafmótorarnir einir munu vera 700 hestöfl en til samanburðar eru rafmótorarnir í Porsche 918 "einungis" 279 hestöfl. Koenigsegg toppar sig ávallt með hverjum nýjum bíl og sá síðasti var One:1, en sá bíll er 1.341 hestafl og 1.341 kíló. Þessi nýi Regera mun líklega bæta við þetta ógnarafl. Vélin og rafmótorarnir munu ekki þurfa að drattast með mikla þyngd þar sem bílinn er að mestu leiti smíðaður úr koltrefjum.
Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent