Primera Air segist áskilja sér rétt til að höfða mál gegn ASÍ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 19:21 Flugvél frá Primera Air. Vísir/Hörður Stjórnendur Primera Air segja yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands frá því fyrr í dag vera furðulega, óréttmæta og villandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flugfélaginu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að ASÍ hafi ekki byggt ályktun sína á neinni sérstakri vitneskju, þekkingu eða staðreyndum.Miðstjórn ASÍ mótmælti í dag harðlega því sem sambandið kallaði aðför Primera Air að réttindum launafólks. Sagði sambandið í ályktun að flugfélagið byggi starfsemi sína frá Íslandi „á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvéla sem notaðar eru í rekstri félagsins“. Primera hafnar ásökunum ASÍ og segir sambandið ekki hafa reynt að afla upplýsinga um starfsemina. „ASÍ hefur ekki sett sig í samband við Primera Air hvorki fyrr né síðar til að afla upplýsinga og sætir það furðu að það hafi ekki gerst þegar haft er í huga að skorað er á yfirvöld að stöðva ólögmæta starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ályktun ASÍ kom fram að um kaup og kjör áhafna Primera Air fari samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Flugfélagið segist hinsvegar ekki þurfa að greiða starfsfólki sínu laun miðað við kjarasamninga í þeim löndum þar sem bækistöðvar félagsins eru. „Primera flýgur frá mörgum bækistöðvum í 6 löndum til 80 flugvalla og gæti orðið æði flókið ef kaup og kjör fylgdu ávallt bækistöð hverju sinni eins og ASÍ virðist ætla sé venjan í flugrekstri,“ segir í yfirlýsingunni. „Menn geta svo ímyndað sér hvernig stór erlend flugfélög með langdrægari flugvélar um allan heim færu að því að reka sína starfsemi.“ Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að flugfélagið ásakanir ASÍ svo alvarlegar og ærumeiðandi að það áskilji sér rétt til leita réttar síns fyrir dómstólum. Fréttir af flugi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Stjórnendur Primera Air segja yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands frá því fyrr í dag vera furðulega, óréttmæta og villandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flugfélaginu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að ASÍ hafi ekki byggt ályktun sína á neinni sérstakri vitneskju, þekkingu eða staðreyndum.Miðstjórn ASÍ mótmælti í dag harðlega því sem sambandið kallaði aðför Primera Air að réttindum launafólks. Sagði sambandið í ályktun að flugfélagið byggi starfsemi sína frá Íslandi „á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvéla sem notaðar eru í rekstri félagsins“. Primera hafnar ásökunum ASÍ og segir sambandið ekki hafa reynt að afla upplýsinga um starfsemina. „ASÍ hefur ekki sett sig í samband við Primera Air hvorki fyrr né síðar til að afla upplýsinga og sætir það furðu að það hafi ekki gerst þegar haft er í huga að skorað er á yfirvöld að stöðva ólögmæta starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ályktun ASÍ kom fram að um kaup og kjör áhafna Primera Air fari samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Flugfélagið segist hinsvegar ekki þurfa að greiða starfsfólki sínu laun miðað við kjarasamninga í þeim löndum þar sem bækistöðvar félagsins eru. „Primera flýgur frá mörgum bækistöðvum í 6 löndum til 80 flugvalla og gæti orðið æði flókið ef kaup og kjör fylgdu ávallt bækistöð hverju sinni eins og ASÍ virðist ætla sé venjan í flugrekstri,“ segir í yfirlýsingunni. „Menn geta svo ímyndað sér hvernig stór erlend flugfélög með langdrægari flugvélar um allan heim færu að því að reka sína starfsemi.“ Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að flugfélagið ásakanir ASÍ svo alvarlegar og ærumeiðandi að það áskilji sér rétt til leita réttar síns fyrir dómstólum.
Fréttir af flugi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira