Gítarleikari INXS missti puttann í slysi Orri Freyr Rúnarsson skrifar 5. febrúar 2015 13:51 Tim Farriss spilar víst lítið á gítar á næstunni INXS gítarleikarinn Tim Farriss mun trúlega aldrei spila aftur á gítar eftir að hafa skorið puttann af sér í sjóslysi. Hinn 57 ára gítarleikari var að vinna á bátnum sínum nálægt heimili sínu í Sydney þegar að hann festi puttann í rafmagnsakkeri með þeim afleiðingum að baugfingur vinsti handar skarst af og þrátt fyrir tvær tilraunir til þess að festa puttann aftur á eru skemmdirnar það miklar að Farriss mun aldrei spila á gítar aftur. Farriss segist vera óendanlega þakklátur fyrir stuðning aðdáenda sinna og þá hafa hljómsveitarfélagar hans í INXS sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að gítarleikarinn sé að fá bestu meðhöndlun sem völ er á og þeir vona að hann nái sem bestum bata. En hljómsveitin INXS sendi frá sér sína síðustu plötu árið 2010 og hætti opinberlega tveimur árum síðar.Philip Selway, trommari Radiohead, hefur nú tjáð sig um upptökur sveitarinnar vegna næstu breiðskífu þeirra og að sögn trommarans ganga upptökurnar vel. Sagði hann þá hafa unnið að plötunni allt haustið og til jóla en séu núna að taka sér smá hlé til að sinna öðrum verkefnum. Selway sagði jafnframt að þeir hefja upptökur á ný í næsta mánuði. Hann segir að þrátt fyrir að upptökurnar hafi gengið vel eigi þeir mikið verk fyrir höndum og platan sé langt frá því að vera tilbúin. Þó er ljóst að enn er möguleiki á að Radiohead aðdáendur fái að heyra eitthvað nýtt frá hljómsveitinni í lok árs.Noel Gallagher heldur áfram að koma sér í fréttirnar en hann var spurður í viðtali við NME hvort að hann myndi mæta á tónleika Ed Sheeran á Wembley leikvanginum eftir að Sheeran bauðst til að gefa honum miða. Noel sagði að hann myndi nú ekki sjálfur mæta en dóttir hans fengi miðana og myndi því eflaust skála í kampavíni með James Blunt, sem Noel Gallagher hefur einnig móðgað nýlega. Noel hélt svo áfram og sagði að á sama tíma yrði hann eflaust staddur í Azerbajan að spila fyrir miklu færri áhorfendur fyrir helmingi minni pening en með miklu meiri fyrirhöfn og þurfa svo að vakna daginn eftir og lesa um Ed Sheeran tónleikana og átta sig á að hann sé ekki alveg jafnmikil goðsögn og hann var áður fyrr. Muse birtu nokkrar myndir af sér á Instagram síðu sinniEins og kom fram í Púlsinum á dögunum voru háværir orðróma þess efnis að væntanleg plata frá Muse myndi fá nafnið Drones og hefur það nú verið staðfest af hljómsveitinni. En hún opinberaði nokkrar myndir á Instagram síðu sinni í gær og notaði þar hashtaggið #MuseDrones. Myndirnar voru forsíður tímarita sem Muse hafa verið á og voru þeir þá búnir að kroppa augun á sér af myndunum. Breska rokksveitni Enter Shikari mætti í hljóðver BBC Radio 1 á dögunum og spiluðu fyrir hlustendur en á meðal þeirra laga sem hljómsveitin tók var ábreiða þeirra af þemalagi hinna vinsælu sjónvarpsþátta Game of Thrones. En útgáfa þeirra þótti heppnast vel og hefur verið vel tekið á netinu. En hljómsveitin Enter Shikari stendur í ströngu þessa daganna að kynna sína nýjustu plötu sem heitir The Mindsweep og hefur sú plata hlotið nokkuð góða dóma. Hægt er að hlusta á flutning Enter Shikari á Game of Thrones laginu hér að neðan. Game of Thrones Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Piparkökur á Gauknum Harmageddon Dave Grohl segir Barack Obama vera rokkara Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon
INXS gítarleikarinn Tim Farriss mun trúlega aldrei spila aftur á gítar eftir að hafa skorið puttann af sér í sjóslysi. Hinn 57 ára gítarleikari var að vinna á bátnum sínum nálægt heimili sínu í Sydney þegar að hann festi puttann í rafmagnsakkeri með þeim afleiðingum að baugfingur vinsti handar skarst af og þrátt fyrir tvær tilraunir til þess að festa puttann aftur á eru skemmdirnar það miklar að Farriss mun aldrei spila á gítar aftur. Farriss segist vera óendanlega þakklátur fyrir stuðning aðdáenda sinna og þá hafa hljómsveitarfélagar hans í INXS sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að gítarleikarinn sé að fá bestu meðhöndlun sem völ er á og þeir vona að hann nái sem bestum bata. En hljómsveitin INXS sendi frá sér sína síðustu plötu árið 2010 og hætti opinberlega tveimur árum síðar.Philip Selway, trommari Radiohead, hefur nú tjáð sig um upptökur sveitarinnar vegna næstu breiðskífu þeirra og að sögn trommarans ganga upptökurnar vel. Sagði hann þá hafa unnið að plötunni allt haustið og til jóla en séu núna að taka sér smá hlé til að sinna öðrum verkefnum. Selway sagði jafnframt að þeir hefja upptökur á ný í næsta mánuði. Hann segir að þrátt fyrir að upptökurnar hafi gengið vel eigi þeir mikið verk fyrir höndum og platan sé langt frá því að vera tilbúin. Þó er ljóst að enn er möguleiki á að Radiohead aðdáendur fái að heyra eitthvað nýtt frá hljómsveitinni í lok árs.Noel Gallagher heldur áfram að koma sér í fréttirnar en hann var spurður í viðtali við NME hvort að hann myndi mæta á tónleika Ed Sheeran á Wembley leikvanginum eftir að Sheeran bauðst til að gefa honum miða. Noel sagði að hann myndi nú ekki sjálfur mæta en dóttir hans fengi miðana og myndi því eflaust skála í kampavíni með James Blunt, sem Noel Gallagher hefur einnig móðgað nýlega. Noel hélt svo áfram og sagði að á sama tíma yrði hann eflaust staddur í Azerbajan að spila fyrir miklu færri áhorfendur fyrir helmingi minni pening en með miklu meiri fyrirhöfn og þurfa svo að vakna daginn eftir og lesa um Ed Sheeran tónleikana og átta sig á að hann sé ekki alveg jafnmikil goðsögn og hann var áður fyrr. Muse birtu nokkrar myndir af sér á Instagram síðu sinniEins og kom fram í Púlsinum á dögunum voru háværir orðróma þess efnis að væntanleg plata frá Muse myndi fá nafnið Drones og hefur það nú verið staðfest af hljómsveitinni. En hún opinberaði nokkrar myndir á Instagram síðu sinni í gær og notaði þar hashtaggið #MuseDrones. Myndirnar voru forsíður tímarita sem Muse hafa verið á og voru þeir þá búnir að kroppa augun á sér af myndunum. Breska rokksveitni Enter Shikari mætti í hljóðver BBC Radio 1 á dögunum og spiluðu fyrir hlustendur en á meðal þeirra laga sem hljómsveitin tók var ábreiða þeirra af þemalagi hinna vinsælu sjónvarpsþátta Game of Thrones. En útgáfa þeirra þótti heppnast vel og hefur verið vel tekið á netinu. En hljómsveitin Enter Shikari stendur í ströngu þessa daganna að kynna sína nýjustu plötu sem heitir The Mindsweep og hefur sú plata hlotið nokkuð góða dóma. Hægt er að hlusta á flutning Enter Shikari á Game of Thrones laginu hér að neðan.
Game of Thrones Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Piparkökur á Gauknum Harmageddon Dave Grohl segir Barack Obama vera rokkara Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon