Ætla að geyma hamborgarann um ókomna tíð Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. janúar 2015 20:00 Síðasti McDonalds- hamborgarinn, sem seldur var hér á landi þegar veitingastaðurinn lagði upp laupana fyrir sex árum, er enn í ágætis ástandi, og eftir að hafa verið í geymslu í Þjóminjasafninu er hann nú til sýnis á gistiheimili í Reykjavík. Mbl greindi fyrst frá málinu. Bandaríska skyndibitakeðja McDonalds opnaði á Íslandi í september 1993. Húsið við Suðurlandsbraut 56 var byggt sérstaklega fyrir starfsemina sem vakti nokkuð mikla lukku hjá landanum, en Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra opnaði staðinn með því að gæða sér á fyrsta Big Mac hamborgaranum sem gerður var hér á landi. Þegar mest var voru fjórir McDonalds hamborgarastaðir í Reykjavík. Í október 2009 tilkynnti rekstraraðili McDonalds á Íslandi að vegna falls krónunnar hefði verið ákveðið að hamborgarakeðjan myndi hætta rekstri á Íslandi. En saga McDonalds á Íslandi endar þó ekki þar, því maður að nafni Hjörtur Smárason keypti síðasta McDonalds-hamborgara Íslands þann þann 31. október 2009. Hann geymdi borgarann sjálfur til ársins 2012, en þá fór hann í vörslu Þjóðminjasafnsins. Að sögn sérfræðings hjá safninu var ári síðar tekin fagleg ákvörðun um að safnið gæti ekki geymt hamborgarann áfram, Meðal annars vegna bakteríuhættu og hversu erfitt er að varðveita matvæli til lengri tíma. Eftir að Þjóðminjasafnið hafnaði gripnum lánaði Hjörtur Bus Hostel í Skógarhlíð borgarann þar sem hann er nú til sýnis fyrir gesti og gangandi. Sex árum síðar er hann næstum eins og nýr og ekki enn farinn að skemmast, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Framtíð borgarans er björt en til stendur að koma upp vefmyndavél þar sem fólk getur fylgst með honum eldast um ókomna tíð. Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Síðasti McDonalds- hamborgarinn, sem seldur var hér á landi þegar veitingastaðurinn lagði upp laupana fyrir sex árum, er enn í ágætis ástandi, og eftir að hafa verið í geymslu í Þjóminjasafninu er hann nú til sýnis á gistiheimili í Reykjavík. Mbl greindi fyrst frá málinu. Bandaríska skyndibitakeðja McDonalds opnaði á Íslandi í september 1993. Húsið við Suðurlandsbraut 56 var byggt sérstaklega fyrir starfsemina sem vakti nokkuð mikla lukku hjá landanum, en Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra opnaði staðinn með því að gæða sér á fyrsta Big Mac hamborgaranum sem gerður var hér á landi. Þegar mest var voru fjórir McDonalds hamborgarastaðir í Reykjavík. Í október 2009 tilkynnti rekstraraðili McDonalds á Íslandi að vegna falls krónunnar hefði verið ákveðið að hamborgarakeðjan myndi hætta rekstri á Íslandi. En saga McDonalds á Íslandi endar þó ekki þar, því maður að nafni Hjörtur Smárason keypti síðasta McDonalds-hamborgara Íslands þann þann 31. október 2009. Hann geymdi borgarann sjálfur til ársins 2012, en þá fór hann í vörslu Þjóðminjasafnsins. Að sögn sérfræðings hjá safninu var ári síðar tekin fagleg ákvörðun um að safnið gæti ekki geymt hamborgarann áfram, Meðal annars vegna bakteríuhættu og hversu erfitt er að varðveita matvæli til lengri tíma. Eftir að Þjóðminjasafnið hafnaði gripnum lánaði Hjörtur Bus Hostel í Skógarhlíð borgarann þar sem hann er nú til sýnis fyrir gesti og gangandi. Sex árum síðar er hann næstum eins og nýr og ekki enn farinn að skemmast, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Framtíð borgarans er björt en til stendur að koma upp vefmyndavél þar sem fólk getur fylgst með honum eldast um ókomna tíð.
Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira