Krabbameinsleit í afmælisgjöf Helga María Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2015 08:50 Jafnvel þótt við viljum stundum halda að við séum ódauðleg og finnst óþægilegt fá áminningu um að við séum það ekki, þá er staðreyndin sú að lífið er hverfult og það getur alltaf eitthvað komið upp á, jafnvel fyrir mann sjálfan. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að galli verður í þróunarferli frumna vegna stökkbreytingar eða galla. Þetta veldur því að frumurnar fjölga sér stjórnlaust og starfsemi frumnanna verður ekki eins og hún á að vera. Þetta getur gerst í öllum vefjum og líffærum líkamans en eru birtingarmyndir þess mismunandi. Krabbameinin eru kennd við upphafslíffæri en þau geta dreift sér um líkamann (meinvörp).Ristilkrabbamein var þriðja algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi og fjórða algengasta hjá körlum á árunum 2008-2012 samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Krabbamein var næst stærsti flokkur dánarmeina á Íslandi árið 2009, á því sama ári létust 50 manns úr ristilkrabbameini (Hagstofan). Það er alltaf stefna heilbrigðisstarfsmanna að finna leiðir til að minnka líkur á krabbameinum og eru forvarnir mikilvægur hluti þar. Kosturinn við ristilkrabbamein er sá að það er yfirleitt læknanlegur sjúkdómur EF hann greinist nógu snemma. En það getur liðið langur tími frá því að fólk finnur fyrir breytingum í hægðamynstri þar til það leitar til læknis. Í dag er í boði að fara í skimun fyrir ristilkrabbameini og forstigi þess. Blóð í hægðum getur verið eitt einkenni um ristilkrabbamein. Hægt er að athuga með einföldu prófi hvort að blóð finnist í hægðum, en það getur einnig stafað af öðrum orsökum og því er möguleiki á ristilspeglun til frekari greiningar. Þar er farið með speglunartæki inn um endaþarminn og þrætt upp ristilinn og slímhúðin skoðuð þannig. Stundum eru tekin vefjasýni og gerðar vefjarannsóknir ef vísbendingar eru um breytingar á slímhúð. Með þessu er hægt að sjá og greina ristilkrabbamein á öllum stigum þess. Á fyrsta stigi ristilkrabbameins koma ekki alltaf fram einkenni sem gefa til kynna hversu mikilvæg skimunin er. En önnur almenn einkenni geta verið þreyta, magnleysi og þyngdartap. Mælt er með því að allir einstaklingar fimmtugir eða eldri eigi að fara reglulega í skimun fyrir ristilkrabbameini þrátt fyrir því að vera einkennalausir. Með því að fara reglulega í skimun er möguleiki á því að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins en það fer algerlega eftir okkur sjálfum. Ég tel því mjög sniðugt að gefa sjálfum sér ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf þar sem það er ein besta gjöf sem þú getur gefið þér. Tökum ábyrgð á okkar eigin heilsu og förum í skimun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Jafnvel þótt við viljum stundum halda að við séum ódauðleg og finnst óþægilegt fá áminningu um að við séum það ekki, þá er staðreyndin sú að lífið er hverfult og það getur alltaf eitthvað komið upp á, jafnvel fyrir mann sjálfan. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að galli verður í þróunarferli frumna vegna stökkbreytingar eða galla. Þetta veldur því að frumurnar fjölga sér stjórnlaust og starfsemi frumnanna verður ekki eins og hún á að vera. Þetta getur gerst í öllum vefjum og líffærum líkamans en eru birtingarmyndir þess mismunandi. Krabbameinin eru kennd við upphafslíffæri en þau geta dreift sér um líkamann (meinvörp).Ristilkrabbamein var þriðja algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi og fjórða algengasta hjá körlum á árunum 2008-2012 samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Krabbamein var næst stærsti flokkur dánarmeina á Íslandi árið 2009, á því sama ári létust 50 manns úr ristilkrabbameini (Hagstofan). Það er alltaf stefna heilbrigðisstarfsmanna að finna leiðir til að minnka líkur á krabbameinum og eru forvarnir mikilvægur hluti þar. Kosturinn við ristilkrabbamein er sá að það er yfirleitt læknanlegur sjúkdómur EF hann greinist nógu snemma. En það getur liðið langur tími frá því að fólk finnur fyrir breytingum í hægðamynstri þar til það leitar til læknis. Í dag er í boði að fara í skimun fyrir ristilkrabbameini og forstigi þess. Blóð í hægðum getur verið eitt einkenni um ristilkrabbamein. Hægt er að athuga með einföldu prófi hvort að blóð finnist í hægðum, en það getur einnig stafað af öðrum orsökum og því er möguleiki á ristilspeglun til frekari greiningar. Þar er farið með speglunartæki inn um endaþarminn og þrætt upp ristilinn og slímhúðin skoðuð þannig. Stundum eru tekin vefjasýni og gerðar vefjarannsóknir ef vísbendingar eru um breytingar á slímhúð. Með þessu er hægt að sjá og greina ristilkrabbamein á öllum stigum þess. Á fyrsta stigi ristilkrabbameins koma ekki alltaf fram einkenni sem gefa til kynna hversu mikilvæg skimunin er. En önnur almenn einkenni geta verið þreyta, magnleysi og þyngdartap. Mælt er með því að allir einstaklingar fimmtugir eða eldri eigi að fara reglulega í skimun fyrir ristilkrabbameini þrátt fyrir því að vera einkennalausir. Með því að fara reglulega í skimun er möguleiki á því að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins en það fer algerlega eftir okkur sjálfum. Ég tel því mjög sniðugt að gefa sjálfum sér ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf þar sem það er ein besta gjöf sem þú getur gefið þér. Tökum ábyrgð á okkar eigin heilsu og förum í skimun.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun