Volkswagen tapar 4,3 milljónum á hverjum Phaeton bíl Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2015 09:50 Volkswagen Phaeton. Volkswagen Phaeton er flaggskip þýska bílaframleiðandans, afar stór fólksbíll og vel smíðaður. Hann er að mestu handsmíðaður í sérstakri bílaverksmiðju í Leipzig. Því kostar Volkswagen Phaeton skildinginn, en þyrfti samt að kosta miklu meira til að réttlæta kostnaðinn við framleiðslu hans. Volkswagen tapar um 4,3 milljónum króna á hverjum framleiddum Phaeton bíl, en ætlar samt að halda áfram framleiðslu hans. Það finnst mörgum undarleg ráðstöfun, ekki síst í ljósi þess að Volkswagen bílafjölskyldan stóra framleiðir Audi A8, sem er svipaður bíll að stærð og gæðum og Bentley Continental Flying Spur tilheyrir einnig stórfjölskyldu Volkswagen. Volkswagen Phaeton er byggður á sama undirvagni og þessir tveir bílar og með því sparast reyndar eitthvað við þróun næstu kynslóðar hans, sem stendur til að komi á markað árið 2017 eða 2018. Volkswagen Phaeton seldist aðeins í 5.812 eintökum árið 2013 (tölur frá því í fyrra liggja ekki fyrir), svo óhætt er að segja að þarna fari ekki magnsölubíll. Til samanburðar seldi Mercedes Benz 104.000 bíla af S-Class gerð í fyrra, eða hátt í tuttugu sinnum meira. Er sá bíll á stærð við Phaeton. Þegar næsta kynslóð Volkswagen Phaeton kemur á markað verður hann í boði sem Plug-In-Hybrid bíll, auk hefðbundinna dísil- og bensínútfærsla. Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent
Volkswagen Phaeton er flaggskip þýska bílaframleiðandans, afar stór fólksbíll og vel smíðaður. Hann er að mestu handsmíðaður í sérstakri bílaverksmiðju í Leipzig. Því kostar Volkswagen Phaeton skildinginn, en þyrfti samt að kosta miklu meira til að réttlæta kostnaðinn við framleiðslu hans. Volkswagen tapar um 4,3 milljónum króna á hverjum framleiddum Phaeton bíl, en ætlar samt að halda áfram framleiðslu hans. Það finnst mörgum undarleg ráðstöfun, ekki síst í ljósi þess að Volkswagen bílafjölskyldan stóra framleiðir Audi A8, sem er svipaður bíll að stærð og gæðum og Bentley Continental Flying Spur tilheyrir einnig stórfjölskyldu Volkswagen. Volkswagen Phaeton er byggður á sama undirvagni og þessir tveir bílar og með því sparast reyndar eitthvað við þróun næstu kynslóðar hans, sem stendur til að komi á markað árið 2017 eða 2018. Volkswagen Phaeton seldist aðeins í 5.812 eintökum árið 2013 (tölur frá því í fyrra liggja ekki fyrir), svo óhætt er að segja að þarna fari ekki magnsölubíll. Til samanburðar seldi Mercedes Benz 104.000 bíla af S-Class gerð í fyrra, eða hátt í tuttugu sinnum meira. Er sá bíll á stærð við Phaeton. Þegar næsta kynslóð Volkswagen Phaeton kemur á markað verður hann í boði sem Plug-In-Hybrid bíll, auk hefðbundinna dísil- og bensínútfærsla.
Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent