Ættir þú að borða pöddur? sigga dögg skrifar 20. janúar 2015 11:00 Maðkar eru fullir af próteini og því kjörnir til að setja útí salat Vísir/Getty Yfir tveir milljarðar manna borða pöddur daglega. Þrátt fyrir það þá hryllir vesturlandabúum oft við tilhugsuninni um að gæða sér á þessum iðandi smádýrum. Sem dæmi um hversu hræðileg tilhugsunin þykir að þá er þetta algeng áskorun í þáttum þar sem virkilega reynir á þolrifin líkt og Survivor eða Fear Factor. Ferðalangar sem hafa ferðast til vinsælla ferðamannastaða líkt og Tælands, Kína eða Mexíkó geta keypt sér steikt skordýr og gætt sér á þeim líkt og um hnetur sé að ræða. Þá mala sumir skordýrin í duft og nota í stað hveitis í matargerð. Einnig er hægt að gæða sér á þeim sem eftirrétti og panta eina dós af súkkulaðihúðuðum kræsingum beint heim að dyrum. Þú getur pantað þér silkiorma, sporðdreka, orma eða engisprettur.Algengt er að henda hinu ýmsu skordýrum inn í sleikipinna og selja á vinsælum ferðamannastöðum víða um heim. Spurning hvenær þessi kemur í Húsdýragarðinn?Vísir/GettySkordýr eru stútfull af næringarefnum, vítamínum, steinefnum, þau eru ódýr og vistvæn. Það er því ekki ólíklegt að framtíðin beri í skauti sér skordýraát. Ef þú veltir því fyrir þér þá er klígja við skordýrum lært viðbragð því ungum börnum hryllir oft ekki við skordýrum fyrr en þeim er kennt það og gjarnan bragða þau mörg hver á þeim, þar til fullorðinn uppalandi bendir á að „þetta er ógeðslegt, svona gerir maður ekki“. Það er í raun ekki hvort heldur hvenær við á norðari slóðum förum útí garð til að tína nokkra ánamaðka í pastasalatið okkar. Heilsa Tengdar fréttir Hvetja fólk til að borða fleiri skordýr „Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“ 14. maí 2013 15:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Yfir tveir milljarðar manna borða pöddur daglega. Þrátt fyrir það þá hryllir vesturlandabúum oft við tilhugsuninni um að gæða sér á þessum iðandi smádýrum. Sem dæmi um hversu hræðileg tilhugsunin þykir að þá er þetta algeng áskorun í þáttum þar sem virkilega reynir á þolrifin líkt og Survivor eða Fear Factor. Ferðalangar sem hafa ferðast til vinsælla ferðamannastaða líkt og Tælands, Kína eða Mexíkó geta keypt sér steikt skordýr og gætt sér á þeim líkt og um hnetur sé að ræða. Þá mala sumir skordýrin í duft og nota í stað hveitis í matargerð. Einnig er hægt að gæða sér á þeim sem eftirrétti og panta eina dós af súkkulaðihúðuðum kræsingum beint heim að dyrum. Þú getur pantað þér silkiorma, sporðdreka, orma eða engisprettur.Algengt er að henda hinu ýmsu skordýrum inn í sleikipinna og selja á vinsælum ferðamannastöðum víða um heim. Spurning hvenær þessi kemur í Húsdýragarðinn?Vísir/GettySkordýr eru stútfull af næringarefnum, vítamínum, steinefnum, þau eru ódýr og vistvæn. Það er því ekki ólíklegt að framtíðin beri í skauti sér skordýraát. Ef þú veltir því fyrir þér þá er klígja við skordýrum lært viðbragð því ungum börnum hryllir oft ekki við skordýrum fyrr en þeim er kennt það og gjarnan bragða þau mörg hver á þeim, þar til fullorðinn uppalandi bendir á að „þetta er ógeðslegt, svona gerir maður ekki“. Það er í raun ekki hvort heldur hvenær við á norðari slóðum förum útí garð til að tína nokkra ánamaðka í pastasalatið okkar.
Heilsa Tengdar fréttir Hvetja fólk til að borða fleiri skordýr „Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“ 14. maí 2013 15:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hvetja fólk til að borða fleiri skordýr „Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“ 14. maí 2013 15:00