Puritalia 427 er 605 hestafla smábíll Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 16:00 Puritalia 427 er enginn letingi. Hann ætti að verða snöggur þessi litli bíll með 605 hestöfl undir húddinu. Framleiðandi þessa bíls er ítalskur og heitir Puritalia. Þar á bæ er meiningin að framleiða 427 eintök af þessum snaggaralega bíl og selja þá á 220.000 dollara, eða um 28 milljónir króna. Grunngerð bílsins er 445 hestöfl sem kemur frá Ford Coyote V8 vél með 5,0 lítra sprengirými. Bílinn verður einnig hægt að fá með 605 hestafla útfærslu vélarinnar sem fær stóran keflablásara til aflaukningarinnar. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er með 6 gíra beinskiptingu. Til stendur að selja bílinn í Evrópu, Bandaríkjunum og í miðausturlöndum þar sem nóg er af forríkum kaupendum svona bíla. Puritalia ætlar í kjölfar smíði þessa bíls að framleiða sportbíl með miðjusetta vél sem fær aukið afl með rafmótorum. Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent
Hann ætti að verða snöggur þessi litli bíll með 605 hestöfl undir húddinu. Framleiðandi þessa bíls er ítalskur og heitir Puritalia. Þar á bæ er meiningin að framleiða 427 eintök af þessum snaggaralega bíl og selja þá á 220.000 dollara, eða um 28 milljónir króna. Grunngerð bílsins er 445 hestöfl sem kemur frá Ford Coyote V8 vél með 5,0 lítra sprengirými. Bílinn verður einnig hægt að fá með 605 hestafla útfærslu vélarinnar sem fær stóran keflablásara til aflaukningarinnar. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er með 6 gíra beinskiptingu. Til stendur að selja bílinn í Evrópu, Bandaríkjunum og í miðausturlöndum þar sem nóg er af forríkum kaupendum svona bíla. Puritalia ætlar í kjölfar smíði þessa bíls að framleiða sportbíl með miðjusetta vél sem fær aukið afl með rafmótorum.
Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent