Ofbeldi í hálfa öld Pawel Bartoszek skrifar 20. desember 2014 07:00 Í gegnum tíðina hafa margir verið sannfærðir um að tilvera Ríkisútvarpsins væri forsenda fyrir því að íslensk menning fengi að blómstra. Lengi vel höfðu margir í raun enn róttækari skoðun: Ekki aðeins væri tilvist RÚV góð fyrir menninguna heldur væri tilvist annarra stöðva vond fyrir hana. Þannig var staðan á íslenska fjölmiðlamarkaðnum frá stofnun RÚV 1930 þangað til að Bylgjan og Stöð 2 hófu útsendingar árið 1986. Sem sagt: í meira en hálfa öld. Um tíma hafði stór hluti Íslendinga raunar valkost. Það var Kanasjónvarpið. Það gramdist vitanlega mörgum að sá eini sem gat veitt íslensku ríkisvaldi samkeppni þegar kom að rekstri ljósvakamiðla væri erlent ríkisvald. Margir voru sannfærðir um að íslenskri menningu stafaði hætta af þessum útsendingum. Tugir þjóðþekktra manna birtu árið 1964 yfirlýsingu þar sem þeir sögðu að þessar útsendingar væru „vansæmandi fyrir Íslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð“ og skoruðu á Alþingi að þær yrðu stöðvaðar. Svo fór að ríkið hóf sjónvarpsrekstur. Áhugamönnum um þjóðarsæmd varð að ósk sinni því útsendingar Kanasjónvarpsins urðu takmarkaðar við herstöðina sjálfa og nánasta umhverfi hennar. Kannski kann einhverjum að þykja það hlægilegt að ég skyldi nú gráta Kanasjónvarpið, gráta þetta „ofbeldi“ íslenska ríkisins á hendur Bandaríkjastjórn. En ofbeldið á hendur þeim Íslendingum sem kærðu sig um að horfa á afþreyingarefni frá þessari erlendu ómenningarþjóð var auðvitað raunverulegt. Þeirra líf varð fátæklegra.Aðeins eitt smáblóm Eitt hefði nú verið ef menn hefðu skrúfað fyrir útsendingar Kanans í því skyni að leyfa öðrum, þá íslenskum einkaaðilum, að nýta þær tíðnir sem við það losnuðu. En, nei, menningin varð að fá að blómstra á einni ríkisrekinni útvarpsstöð og einni ríkisrekinni sjónvarpsstöð. Útvarpsstöðin eina spilaði tónlist fyrir ungt fólk að minnsta kosti einu sinni í viku. Sjónvarpsstöðin tók sér frí einu sinni í viku og yfir sumartímann. Því þótt almenningsútvarpið væri menningunni lífsnauðsynlegt mátti ekki vera of mikið af því svo menn yrðu ekki heimskir. Smám saman urðu kröfur um meiri fjölbreytni háværari. Til að bregðast við þessu ákalli ákvað ríkisvaldið loksins… að stofna aðra ríkisútvarpsstöð! Menn halda reglulega upp á stofnun þeirrar stöðvar eins og einhvers merks áfanga í sögu útvarpsreksturs. Frá sjónarhóli frjálsræðis er þetta eins og ef menn myndu bregðast við ákalli um áfengi í matvöruverslanir með því að ríkið hæfi rekstur matvöruverslana og seldi þar áfengi. Þegar einkaaðilar fóru af stað með útvarpsrekstur í verkfalli starfsmanna RÚV var þeim útvarpsstöðvum lokað með lögregluvaldi. Sumum þótti þögnin vera skárri en tilhugsunin um að einhver annar en RÚV gæti séð landsmönnum fyrir hljóði og hreyfimyndum. Sem betur fer var lögunum breytt ári síðar. En það má hugsa um allt það efni sem ekki fékk að verða til fyrir 1986 vegna þess að engum sem stjórnaði dagskránni á RÚV leist á það. Við vitum ekki hverju við misstum af.RÚV á marga vini Menn deila ekki um smekk. Ef einhverjum þætti alveg ótrúlega vænt um bláu nýmjólkina frá MS þá væri lítið gagn að því að reyna að sannfæra hann um að hann hefði í raun lágar kröfur og fátæklegt bragðskyn. En ef hann reyndi að sannfæra mig um að þetta væri besta mjólk í heiminum þá myndi ég krefjast rökstuðnings. Ef hann myndi svo reyna að sannfæra mig um að Íslendingar ættu allan beinastyrk sinn Mjólkursamsölunni að þakka þá myndi ég æpa. Ef einhver myndi svo, vegna hættu á beinþynningu þjóðarinnar, vilja að Mjólkursamsalan ætti að fá einkaleyfi á mjólkurframleiðslu þá myndi ég æpa hærra. Ég hef ekki sérstaklega miklar taugar til RÚV, en ég get þannig séð skilið þau rök að fjölbreytninnar vegna ætti það að fá að halda sér. En ég efast hins vegar um að ég myndi leggja til að það myndi fjölga stöðvum til að höfða til fleira fólks í samkeppni við einkaaðila. Minnkandi umsvif RÚV skapa svigrúm fyrir aðra. Þegar skorið var niður í svæðisútvarpinu var það harmað mjög, en viti menn, þetta skóp rekstrargrundvöll fyrir einkarekna héraðssjónvarpsstöð fyrir Norðurland. Menn mega, ef þeir vilja, eigna mér þær skoðanir að ég vilji rústa menningunni og þagga niður í þjóðarröddinni. En ég held að ekkert hræðilegt muni gerast þótt næsta lausa króna úr ríkissjóði fari í annað en til RÚV. En margir vilja að hún fari einmitt þangað. Og því er ég ósammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun
Í gegnum tíðina hafa margir verið sannfærðir um að tilvera Ríkisútvarpsins væri forsenda fyrir því að íslensk menning fengi að blómstra. Lengi vel höfðu margir í raun enn róttækari skoðun: Ekki aðeins væri tilvist RÚV góð fyrir menninguna heldur væri tilvist annarra stöðva vond fyrir hana. Þannig var staðan á íslenska fjölmiðlamarkaðnum frá stofnun RÚV 1930 þangað til að Bylgjan og Stöð 2 hófu útsendingar árið 1986. Sem sagt: í meira en hálfa öld. Um tíma hafði stór hluti Íslendinga raunar valkost. Það var Kanasjónvarpið. Það gramdist vitanlega mörgum að sá eini sem gat veitt íslensku ríkisvaldi samkeppni þegar kom að rekstri ljósvakamiðla væri erlent ríkisvald. Margir voru sannfærðir um að íslenskri menningu stafaði hætta af þessum útsendingum. Tugir þjóðþekktra manna birtu árið 1964 yfirlýsingu þar sem þeir sögðu að þessar útsendingar væru „vansæmandi fyrir Íslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð“ og skoruðu á Alþingi að þær yrðu stöðvaðar. Svo fór að ríkið hóf sjónvarpsrekstur. Áhugamönnum um þjóðarsæmd varð að ósk sinni því útsendingar Kanasjónvarpsins urðu takmarkaðar við herstöðina sjálfa og nánasta umhverfi hennar. Kannski kann einhverjum að þykja það hlægilegt að ég skyldi nú gráta Kanasjónvarpið, gráta þetta „ofbeldi“ íslenska ríkisins á hendur Bandaríkjastjórn. En ofbeldið á hendur þeim Íslendingum sem kærðu sig um að horfa á afþreyingarefni frá þessari erlendu ómenningarþjóð var auðvitað raunverulegt. Þeirra líf varð fátæklegra.Aðeins eitt smáblóm Eitt hefði nú verið ef menn hefðu skrúfað fyrir útsendingar Kanans í því skyni að leyfa öðrum, þá íslenskum einkaaðilum, að nýta þær tíðnir sem við það losnuðu. En, nei, menningin varð að fá að blómstra á einni ríkisrekinni útvarpsstöð og einni ríkisrekinni sjónvarpsstöð. Útvarpsstöðin eina spilaði tónlist fyrir ungt fólk að minnsta kosti einu sinni í viku. Sjónvarpsstöðin tók sér frí einu sinni í viku og yfir sumartímann. Því þótt almenningsútvarpið væri menningunni lífsnauðsynlegt mátti ekki vera of mikið af því svo menn yrðu ekki heimskir. Smám saman urðu kröfur um meiri fjölbreytni háværari. Til að bregðast við þessu ákalli ákvað ríkisvaldið loksins… að stofna aðra ríkisútvarpsstöð! Menn halda reglulega upp á stofnun þeirrar stöðvar eins og einhvers merks áfanga í sögu útvarpsreksturs. Frá sjónarhóli frjálsræðis er þetta eins og ef menn myndu bregðast við ákalli um áfengi í matvöruverslanir með því að ríkið hæfi rekstur matvöruverslana og seldi þar áfengi. Þegar einkaaðilar fóru af stað með útvarpsrekstur í verkfalli starfsmanna RÚV var þeim útvarpsstöðvum lokað með lögregluvaldi. Sumum þótti þögnin vera skárri en tilhugsunin um að einhver annar en RÚV gæti séð landsmönnum fyrir hljóði og hreyfimyndum. Sem betur fer var lögunum breytt ári síðar. En það má hugsa um allt það efni sem ekki fékk að verða til fyrir 1986 vegna þess að engum sem stjórnaði dagskránni á RÚV leist á það. Við vitum ekki hverju við misstum af.RÚV á marga vini Menn deila ekki um smekk. Ef einhverjum þætti alveg ótrúlega vænt um bláu nýmjólkina frá MS þá væri lítið gagn að því að reyna að sannfæra hann um að hann hefði í raun lágar kröfur og fátæklegt bragðskyn. En ef hann reyndi að sannfæra mig um að þetta væri besta mjólk í heiminum þá myndi ég krefjast rökstuðnings. Ef hann myndi svo reyna að sannfæra mig um að Íslendingar ættu allan beinastyrk sinn Mjólkursamsölunni að þakka þá myndi ég æpa. Ef einhver myndi svo, vegna hættu á beinþynningu þjóðarinnar, vilja að Mjólkursamsalan ætti að fá einkaleyfi á mjólkurframleiðslu þá myndi ég æpa hærra. Ég hef ekki sérstaklega miklar taugar til RÚV, en ég get þannig séð skilið þau rök að fjölbreytninnar vegna ætti það að fá að halda sér. En ég efast hins vegar um að ég myndi leggja til að það myndi fjölga stöðvum til að höfða til fleira fólks í samkeppni við einkaaðila. Minnkandi umsvif RÚV skapa svigrúm fyrir aðra. Þegar skorið var niður í svæðisútvarpinu var það harmað mjög, en viti menn, þetta skóp rekstrargrundvöll fyrir einkarekna héraðssjónvarpsstöð fyrir Norðurland. Menn mega, ef þeir vilja, eigna mér þær skoðanir að ég vilji rústa menningunni og þagga niður í þjóðarröddinni. En ég held að ekkert hræðilegt muni gerast þótt næsta lausa króna úr ríkissjóði fari í annað en til RÚV. En margir vilja að hún fari einmitt þangað. Og því er ég ósammála.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun