Hærra matvöruverð heimilum til hagsbóta? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 4. desember 2014 07:00 Fullt tilefni er til að setja fyrirvara við áhrif þeirra breytinga sem til stendur að gera á virðisaukaskatti og vörugjöldum. Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytis eiga breytingarnar í heild að lækka vísitölu neysluverðs og þannig skila heimilunum meira ráðstöfunarfé. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að skattbreytingarnar, bæði hækkanir og lækkanir, skili sér að fullu út í verðlagið. Erfitt er þó að spá um með nokkurri vissu hvaða áhrif breytingarnar munu raunverulega hafa. Áhrifum gengisbreytinga á verðlag má á margan hátt líkja við fyrirhugaðar breytingar á sköttum og innflutningsgjöldum. Um utanaðkomandi áhrif er að ræða sem virka á sama hátt á alla aðila og gefa vísbendingar um hvernig skattbreytingar færast út í verðlag. Í rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2011 er þetta kannað og þar kemur skýrt fram að styrking krónunnar hafi minni áhrif á verðlag en veiking hennar. Ef þessar niðurstöður eru yfirfærðar á fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar bendir margt til þess að skattahækkanir á neðra þrepi muni skila sér mun betur út í verðlag en skattalækkanir efra þrepsins og afnám vörugjalda.Markmiðin bresta Áhrif gengisbreytinga skila sér samkvæmt sömu rannsókn best í verðlagningu matvara. Veiking krónunnar skilar sér að fullu og styrking skilar sér að tveimur þriðju hlutum. Verð matvöru hækkar því í fullu samræmi við gengishækkanir en lækkanir skila sér ekki nema að tveimur þriðju. Þegar kemur að heimilistækjum og byggingavörum skilar veiking krónunnar sér að fullu en áhrif af styrkingu eru mun minni. Því eru sterkar vísbendingar um að hækkanir skili sér hratt út í verðlag en lækkanirnar mun síðar. Þar sem fyrrgreindar skattbreytingar virka á margan hátt svipað og gengisbreytingar gefur samanburðurinn sterkar vísbendingar um raunveruleg áhrif skattbreytinganna á verðlag. Margt bendir því til að skattahækkanir muni skila sér að fullu út í verðlag en lækkanir skili sér takmarkað. Áhrifin gætu þannig orðið hækkun vísitölu neysluverðs í stað fyrirhugaðrar lækkunar. Um leið bresta markmið breytinganna um aukið ráðstöfunarfé til heimilanna og það eina sem eftir stendur er hærra matvöruverð. Það er því fullt tilefni til að hafa efasemdir um að fyrirhugaðar skattbreytingar muni koma heimilunum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fullt tilefni er til að setja fyrirvara við áhrif þeirra breytinga sem til stendur að gera á virðisaukaskatti og vörugjöldum. Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytis eiga breytingarnar í heild að lækka vísitölu neysluverðs og þannig skila heimilunum meira ráðstöfunarfé. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að skattbreytingarnar, bæði hækkanir og lækkanir, skili sér að fullu út í verðlagið. Erfitt er þó að spá um með nokkurri vissu hvaða áhrif breytingarnar munu raunverulega hafa. Áhrifum gengisbreytinga á verðlag má á margan hátt líkja við fyrirhugaðar breytingar á sköttum og innflutningsgjöldum. Um utanaðkomandi áhrif er að ræða sem virka á sama hátt á alla aðila og gefa vísbendingar um hvernig skattbreytingar færast út í verðlag. Í rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2011 er þetta kannað og þar kemur skýrt fram að styrking krónunnar hafi minni áhrif á verðlag en veiking hennar. Ef þessar niðurstöður eru yfirfærðar á fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar bendir margt til þess að skattahækkanir á neðra þrepi muni skila sér mun betur út í verðlag en skattalækkanir efra þrepsins og afnám vörugjalda.Markmiðin bresta Áhrif gengisbreytinga skila sér samkvæmt sömu rannsókn best í verðlagningu matvara. Veiking krónunnar skilar sér að fullu og styrking skilar sér að tveimur þriðju hlutum. Verð matvöru hækkar því í fullu samræmi við gengishækkanir en lækkanir skila sér ekki nema að tveimur þriðju. Þegar kemur að heimilistækjum og byggingavörum skilar veiking krónunnar sér að fullu en áhrif af styrkingu eru mun minni. Því eru sterkar vísbendingar um að hækkanir skili sér hratt út í verðlag en lækkanirnar mun síðar. Þar sem fyrrgreindar skattbreytingar virka á margan hátt svipað og gengisbreytingar gefur samanburðurinn sterkar vísbendingar um raunveruleg áhrif skattbreytinganna á verðlag. Margt bendir því til að skattahækkanir muni skila sér að fullu út í verðlag en lækkanir skili sér takmarkað. Áhrifin gætu þannig orðið hækkun vísitölu neysluverðs í stað fyrirhugaðrar lækkunar. Um leið bresta markmið breytinganna um aukið ráðstöfunarfé til heimilanna og það eina sem eftir stendur er hærra matvöruverð. Það er því fullt tilefni til að hafa efasemdir um að fyrirhugaðar skattbreytingar muni koma heimilunum til góða.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun