Drap Jón mann eða drap Jón ekki mann? Sigríður Jónsdóttir skrifar 2. desember 2014 11:30 Kriðpleir. „Allir hafa þeir makalausa sviðsframkomu og er samband þeirra, sérstaklega milli Friðgeirs og Ragnars, á sviðinu stundum alveg bráðfyndið.“ Vísir/Vilhelm Leiklist: Síðbúin rannsókn: Endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar Kriðpleir Sýnt í bíói Paradís Sviðslistahópurinn Kriðpleir sýnir nýtt verk í Bíói Paradís um þessar mundir og fjallar það um tilraun hans til að endurskoða dómsmál Jóns Hreggviðssonar frá Litlu-Fellsöxl. Þann 9. maí 1684 var Jón dæmdur til dauða fyrir morð á böðli konungs en aldrei hefur verið fullsannað hvað gerðist í raun og veru þetta örlagaríka kvöld. Atburðurinn er auðvitað þjóðþekktur ekki síst vegna Íslandsklukkunnar eftir Halldór Laxness og er gerð heiðarleg, og örlítið kostnaðarsöm, tilraun í Síðbúinni rannsókn til að slíta þau sterku bönd og finna nýja nálgun. Markmið þeirra Friðgeirs Einarssonar og Ragnars Ísleifs Bragasonar, með misjafnri aðstoð frá Árna Vilhjálmssyni, er að búa til heimildarmynd um atburðinn sem verður engin smásmíði. Málið verður loksins og endanlega leyst, allt tekið upp og afraksturinn síðan sýndur úti um heim allan. En í þetta skipti sýna þeir einungis brot úr myndinni og fylla upp í söguna með kynningu á verkefninu. Allir hafa þeir makalausa sviðsframkomu og er samband þeirra, sérstaklega milli Friðgeirs og Ragnars, á sviðinu stundum alveg bráðfyndið. Þeir kýta, stela sviðsljósinu hver af öðrum, sættast, bögglast við að taka upp senur úti í náttúrunni og fara í fýlu þegar eitthvað gengur illa eða óvæntar uppákomur eiga sér stað. Einnig ríkir skemmtileg hagkvæmni í verkinu þar sem útsjónarsamar leikhúslausnir gæða sýninguna lífi. Hönnunin á sviðsetningunni er hugvitsamleg og tónlistin, sem er í höndum Árna, einkar skemmtileg á köflum. Vandamálið er að sterkari þráð vantar í verkið og úrvinnslan er ekki nægilega markviss. Stór hluti af sýningunni byggist á misheppnuðum tilraunum þeirra í leit að sannleikanum, ef hann er þá hægt að finna, en ef ekki er að gætt fer að bera á endurtekningum. Það er líka leitt að sjá ekki frekari þróun á persónunum milli verka, en allir þrír sáust síðast í sýningunni Tiny Guy. Samböndin hafa ekkert breyst og ennþá eru þeir allir á sama stað bara með annað verkefni í höndunum sem þeir reyna að leysa með svipuðum ráðum og áður. Ég er ekki sannfærð um að Bíó Paradís hafi verið heppilegasti staðurinn fyrir sýninguna. Þrátt fyrir að verkið fjalli um tilraunir hópsins til að gera heimildarmynd þá gerði salurinn ekki neitt fyrir framsetninguna. Lýsingin hefði líka mátt vera betri og sömuleiðis rýmisnýtingin en báðir þessir þættir voru frekar flatir og óspennandi. Síðastliðin misseri hefur Kriðpleir verið að gera fína hluti og a mikið inni. Það kemur að því að hópurinn býr til algjörlega frábæra sýningu þegar allt gengur upp. En þá þurfa þeir að taka tilraunastarfsemina ennþá lengra og gæta jafnvægis milli innihalds og framsetningar sem ekki heppnaðist nægilega vel að þessu sinni.Niðurstaða: Eftirtektarverð sýning sem þarf skýrari þráð og úrvinnslu en Kriðpleir er sviðslistahópur sem vert er að fylgjast með. Gagnrýni Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist: Síðbúin rannsókn: Endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar Kriðpleir Sýnt í bíói Paradís Sviðslistahópurinn Kriðpleir sýnir nýtt verk í Bíói Paradís um þessar mundir og fjallar það um tilraun hans til að endurskoða dómsmál Jóns Hreggviðssonar frá Litlu-Fellsöxl. Þann 9. maí 1684 var Jón dæmdur til dauða fyrir morð á böðli konungs en aldrei hefur verið fullsannað hvað gerðist í raun og veru þetta örlagaríka kvöld. Atburðurinn er auðvitað þjóðþekktur ekki síst vegna Íslandsklukkunnar eftir Halldór Laxness og er gerð heiðarleg, og örlítið kostnaðarsöm, tilraun í Síðbúinni rannsókn til að slíta þau sterku bönd og finna nýja nálgun. Markmið þeirra Friðgeirs Einarssonar og Ragnars Ísleifs Bragasonar, með misjafnri aðstoð frá Árna Vilhjálmssyni, er að búa til heimildarmynd um atburðinn sem verður engin smásmíði. Málið verður loksins og endanlega leyst, allt tekið upp og afraksturinn síðan sýndur úti um heim allan. En í þetta skipti sýna þeir einungis brot úr myndinni og fylla upp í söguna með kynningu á verkefninu. Allir hafa þeir makalausa sviðsframkomu og er samband þeirra, sérstaklega milli Friðgeirs og Ragnars, á sviðinu stundum alveg bráðfyndið. Þeir kýta, stela sviðsljósinu hver af öðrum, sættast, bögglast við að taka upp senur úti í náttúrunni og fara í fýlu þegar eitthvað gengur illa eða óvæntar uppákomur eiga sér stað. Einnig ríkir skemmtileg hagkvæmni í verkinu þar sem útsjónarsamar leikhúslausnir gæða sýninguna lífi. Hönnunin á sviðsetningunni er hugvitsamleg og tónlistin, sem er í höndum Árna, einkar skemmtileg á köflum. Vandamálið er að sterkari þráð vantar í verkið og úrvinnslan er ekki nægilega markviss. Stór hluti af sýningunni byggist á misheppnuðum tilraunum þeirra í leit að sannleikanum, ef hann er þá hægt að finna, en ef ekki er að gætt fer að bera á endurtekningum. Það er líka leitt að sjá ekki frekari þróun á persónunum milli verka, en allir þrír sáust síðast í sýningunni Tiny Guy. Samböndin hafa ekkert breyst og ennþá eru þeir allir á sama stað bara með annað verkefni í höndunum sem þeir reyna að leysa með svipuðum ráðum og áður. Ég er ekki sannfærð um að Bíó Paradís hafi verið heppilegasti staðurinn fyrir sýninguna. Þrátt fyrir að verkið fjalli um tilraunir hópsins til að gera heimildarmynd þá gerði salurinn ekki neitt fyrir framsetninguna. Lýsingin hefði líka mátt vera betri og sömuleiðis rýmisnýtingin en báðir þessir þættir voru frekar flatir og óspennandi. Síðastliðin misseri hefur Kriðpleir verið að gera fína hluti og a mikið inni. Það kemur að því að hópurinn býr til algjörlega frábæra sýningu þegar allt gengur upp. En þá þurfa þeir að taka tilraunastarfsemina ennþá lengra og gæta jafnvægis milli innihalds og framsetningar sem ekki heppnaðist nægilega vel að þessu sinni.Niðurstaða: Eftirtektarverð sýning sem þarf skýrari þráð og úrvinnslu en Kriðpleir er sviðslistahópur sem vert er að fylgjast með.
Gagnrýni Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira