Benjamín dúfa flýgur út fyrir landsteinana Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. nóvember 2014 08:00 Erlingi líst vel á handritið að kvikmyndinni Benjamín Dúfu. Vísir/Valgarður „Í stórum dráttum þá hringdi ég í Friðrik Erlingsson, rithöfund og dundaði mér í smá tíma við að færa þetta yfir á ensku,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Jack Guðmundsson, sem hefur orðið sér úti um réttinn á Benjamín dúfu í Bandaríkjunum. Hann framleiddi einmitt hrollvekjuna Grafir og bein. „Mig langaði að gera mynd úti á einhverjum tímapunkti og fannst það kjörið verkefni þar sem flestir leikararnir eru krakkar og þú þarft ekki einhverja stóra stjörnu.“ Að sögn Erlings tók Friðrik vel í hugmyndina þannig að Erlingur sendi bókina út til framleiðandans Susan Kirr, sem kom meðal annars að myndunum A Scanner Darkly og The Tree of Life. „Hún las bókina yfir eina helgi og var strax til í þetta. Hún fékk Brandon Dickerson til að vinna í handritinu, sem hann mun skila af sér á allra næstu dögum. Hann hefur skrifað mikið fyrir Disney og gerði líka myndina Sironia.“ Erlingur segist vonast til að geta farið í tökur á næsta ári og að það væri ekki verra að fá íslenskan leikstjóra í þokkabót. „Það er allavega komið 30 prósetn fjármagn frá Texas og ég leita nú að fjárfestum á Íslandi sem eru til í eitthvað ævintýri,“ segir Erlingur og bætir við að handritið líti afar vel út. „Þetta er Ameríkuvætt aðeins en ekkert alltof mikið, þetta er enn þá sama sagan, sem er jákvætt. Nema hvað hún gerist í Texas og á ensku,“ segir Erlingur hlæjandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Í stórum dráttum þá hringdi ég í Friðrik Erlingsson, rithöfund og dundaði mér í smá tíma við að færa þetta yfir á ensku,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Jack Guðmundsson, sem hefur orðið sér úti um réttinn á Benjamín dúfu í Bandaríkjunum. Hann framleiddi einmitt hrollvekjuna Grafir og bein. „Mig langaði að gera mynd úti á einhverjum tímapunkti og fannst það kjörið verkefni þar sem flestir leikararnir eru krakkar og þú þarft ekki einhverja stóra stjörnu.“ Að sögn Erlings tók Friðrik vel í hugmyndina þannig að Erlingur sendi bókina út til framleiðandans Susan Kirr, sem kom meðal annars að myndunum A Scanner Darkly og The Tree of Life. „Hún las bókina yfir eina helgi og var strax til í þetta. Hún fékk Brandon Dickerson til að vinna í handritinu, sem hann mun skila af sér á allra næstu dögum. Hann hefur skrifað mikið fyrir Disney og gerði líka myndina Sironia.“ Erlingur segist vonast til að geta farið í tökur á næsta ári og að það væri ekki verra að fá íslenskan leikstjóra í þokkabót. „Það er allavega komið 30 prósetn fjármagn frá Texas og ég leita nú að fjárfestum á Íslandi sem eru til í eitthvað ævintýri,“ segir Erlingur og bætir við að handritið líti afar vel út. „Þetta er Ameríkuvætt aðeins en ekkert alltof mikið, þetta er enn þá sama sagan, sem er jákvætt. Nema hvað hún gerist í Texas og á ensku,“ segir Erlingur hlæjandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira