Óheimilt að rukka fyrir lánshæfismat Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Það kostar tæpar sex þúsund krónur að fá flýtiafgreiðslu á lánshæfismati. Fréttablaðið/Vilhelm Smálánafyrirtækjunum Kredia og Smálánum var óheimilt að taka sérstaka greiðslu fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála. Með ákvörðuninni var niðurstaða Neytendastofu sama efnis staðfest. Fyrirtækin bjóða neytendum svokölluð smálán að fjárhæð 20 þúsund krónur og er lánstími þeirra 30 dagar. Lánið ber enga vexti en lántökukostnaður er 678 krónur. Lögum samkvæmt er lánshæfismat gert áður en samningur er gerður og tekur framkvæmd slíks mats átta daga. Á hinn bóginn býðst lántökum einnig flýtiafgreiðsla á framkvæmd lánshæfismatsins og tekur afgreiðsla þess þá aðeins um eina klukkustund. Fyrir þessa þjónustu greiða lántakendur aukalega 5.990 krónur. Það er þessi aukakostnaður sem áfrýjunarnefnd Neytendamála telur að fyrirtækjunum sé óheimilt að innheimta. Með þessa niðurstöðu til hliðsjónar vaknar sú spurning hvort lántakendur geti nú krafið fyrirtækin Kredia og Smálán um endurgreiðslu ef þeir hafa greitt gjald fyrir flýtimeðferð á lánshæfismati.Tryggvi AxelssonTryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að reglan sé sú að ef einkaaðilar eða opinberir fái greitt gjald sem ekki er lögmætt þá eigi samkvæmt almennum reglum kröfuréttar að endurgreiða hið oftekna gjald. Hvert tilfelli verði að skoða fyrir sig með hliðsjón af fyrningarreglum, en fyrningarfrestur sé almennt fjögur ár. „Í þessu tilviki er þetta allt frekar nýlegt og varla fyrnt en verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig,“ segir hann. Tryggvi tekur þó skýrt fram að það sé ekki hlutverk Neytendastofu að skera úr um það sem nefnt er „einkaréttarlegur ágreiningur“. „Það er að finna út fyrir hvern og einn neytanda hvaða króna og aura hann geti átt rétt til. Með slík mál verða neytendur að leita fyrst beint til fyrirtækis. Og ef ekki næst samkomulag þá er næsta skref að fara með mál til úrskurðarnefndar utan dómstóla,“ segir Tryggvi. Sé ekki hægt að fá leyst úr ágreiningi í nefnd utan dómstóla þá verði aðeins leyst úr máli fyrir dómstóli. Slík málshöfðun yrði kostnaðarsöm, en hugsanlega gætu lántakendur farið í hópmálsókn. Fréttablaðið náði ekki tali af forsvarsmönnum lánafyrirtækja til að fá úr því skorið hve margir lánasamningar hefðu verið gerðir á grundvelli lánshæfismats með flýtiafgreiðslu. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Smálánafyrirtækjunum Kredia og Smálánum var óheimilt að taka sérstaka greiðslu fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála. Með ákvörðuninni var niðurstaða Neytendastofu sama efnis staðfest. Fyrirtækin bjóða neytendum svokölluð smálán að fjárhæð 20 þúsund krónur og er lánstími þeirra 30 dagar. Lánið ber enga vexti en lántökukostnaður er 678 krónur. Lögum samkvæmt er lánshæfismat gert áður en samningur er gerður og tekur framkvæmd slíks mats átta daga. Á hinn bóginn býðst lántökum einnig flýtiafgreiðsla á framkvæmd lánshæfismatsins og tekur afgreiðsla þess þá aðeins um eina klukkustund. Fyrir þessa þjónustu greiða lántakendur aukalega 5.990 krónur. Það er þessi aukakostnaður sem áfrýjunarnefnd Neytendamála telur að fyrirtækjunum sé óheimilt að innheimta. Með þessa niðurstöðu til hliðsjónar vaknar sú spurning hvort lántakendur geti nú krafið fyrirtækin Kredia og Smálán um endurgreiðslu ef þeir hafa greitt gjald fyrir flýtimeðferð á lánshæfismati.Tryggvi AxelssonTryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að reglan sé sú að ef einkaaðilar eða opinberir fái greitt gjald sem ekki er lögmætt þá eigi samkvæmt almennum reglum kröfuréttar að endurgreiða hið oftekna gjald. Hvert tilfelli verði að skoða fyrir sig með hliðsjón af fyrningarreglum, en fyrningarfrestur sé almennt fjögur ár. „Í þessu tilviki er þetta allt frekar nýlegt og varla fyrnt en verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig,“ segir hann. Tryggvi tekur þó skýrt fram að það sé ekki hlutverk Neytendastofu að skera úr um það sem nefnt er „einkaréttarlegur ágreiningur“. „Það er að finna út fyrir hvern og einn neytanda hvaða króna og aura hann geti átt rétt til. Með slík mál verða neytendur að leita fyrst beint til fyrirtækis. Og ef ekki næst samkomulag þá er næsta skref að fara með mál til úrskurðarnefndar utan dómstóla,“ segir Tryggvi. Sé ekki hægt að fá leyst úr ágreiningi í nefnd utan dómstóla þá verði aðeins leyst úr máli fyrir dómstóli. Slík málshöfðun yrði kostnaðarsöm, en hugsanlega gætu lántakendur farið í hópmálsókn. Fréttablaðið náði ekki tali af forsvarsmönnum lánafyrirtækja til að fá úr því skorið hve margir lánasamningar hefðu verið gerðir á grundvelli lánshæfismats með flýtiafgreiðslu.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira