Verður ekki mikið vör við jólahátíðina 9. desember 2014 14:00 Þótt afar fáir Indverjar séu kristnir sést jólaskraut víða í höfuðborg landsins, Nýju-Delhi. MYND/ÚR EINKASAFNI Indland er næstfjölmennasta ríki heims en íbúar landsins eru rúmlega 1,2 milljarðar. Einungis 2-3% landsmanna eru kristnir og því er hefðbundið jólahald af skornum skammti þótt ýmsir vestrænir jólasiðir hafi rutt sér til rúms undanfarin ár. Fjölskylda Soffíu Óskar Magnúsdóttur Dayal hefur búið vítt og breitt um Indlandi í tíu ár, þar á meðal í stórborgunum Mumbai og Bangalore en í dag eru þau búsett í höfuðborg landsins, Nýju-Delhi. Hún segir Indverja almennt ekki taka sér frí yfir jólin þótt börn í norðurhluta landsins fái vetrarfrí á þessum árstíma. „Það þekkist örugglega að foreldrarnir taki sér frí á sama tíma. Þeir sem eiga ekki börn á skólaaldri taka sér þó ekki frí enda eru fyrirtæki og önnur þjónusta starfrækt eins og venjulega á þessum tíma. Hér er því ekkert lokað í kringum jól og áramót eins og gerist á Vesturlöndum, þó með þeim undantekningum að jóladagur og nýjársdagur eru löggiltir frídagar.“ Aðfangadag í ár ber upp á miðvikudag og því verður Soffía og fjölskylda hennar í vinnunni. „Að því leytinu til verður þessi dagur ekkert frábrugðinn öðrum dögum. Við höfum reyndar tekið upp á því að hafa jólatré hin síðari ár og skreytum það gjarnan á aðfangadagskvöld og setjum pakkana undir tréð. Jóladagurinn er svo frídagur og þá er drollað fram eftir og haft notalegt. Þá fáum við okkur gjarnan heitt súkkulaði og pönnukökur í morgunmat áður en við opnum pakkana. Stundum förum við út að borða í hádeginu því margir matsölustaðir auglýsa sérstakan matseðil á Jóladag.“ Hitastigið í Nýju-Delhi er notalegt í desember að sögn Soffíu, að meðaltali 16-20 gráður á daginn og 2-8 gráður á nóttunni. „Jólin eru því fínn tími til að vera utandyra og fara til dæmis í lautarferð í hinum risastóra og fallega Lodhi-garði sem er í miðborginni.“ Hjónin eignuðust fyrir átta mánuðum tvíburadætur sem heita Annika Isabelle og Ásta Amíra. Þær munu halda sín fyrstu jól í ár og segir Soffía að gaman verði að ala þær upp við hátíðir bæði hindúa og kristinna. „Hindúar halda almennt ekki upp á jólin en ég þekki þó dæmi þess að þeir Indverjar sem hafa dvalið erlendis með börn taki jólasiði með sér heim. Sumir kaupa sér sígræna plöntu sem lítur út eins og jólatré, skreyta hana og opna pakka á jóladag. Þeir sem ég hef talað við segja að þeir geri þetta að mestu leyti fyrir börnin enda eru jólin fyrst og fremst hátíð barnanna.“ Að öðru leyti segist Soffía verða lítið vör við jólahátíðina. „Það er eitt af því sem ég sakna mest, þessi stemning fyrir og um jól þar sem allir halda jólin hátíðleg á sama hátt. Hér er það alls ekki þannig enda fjöldi kristinna svo lítið brot af heildarfjölda landsmanna. Það er einna helst að maður komist í jólaskap við að skreppa í stórar verslunarmiðstöðvar. Þar má yfirleitt finna stór og mikil gervijólatré og fallegar gluggaskreytingar. Og þar er auðvitað líka jólasveinninn!“ Jól Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Álfadrottning í álögum Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Gyðingakökur Jól Sálmur 90 - Það aldin út er sprungið Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún neglir Vetrarsól Gunna Þórðar Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 22. desember Jól Uppsett en óreglulegt Jól
Indland er næstfjölmennasta ríki heims en íbúar landsins eru rúmlega 1,2 milljarðar. Einungis 2-3% landsmanna eru kristnir og því er hefðbundið jólahald af skornum skammti þótt ýmsir vestrænir jólasiðir hafi rutt sér til rúms undanfarin ár. Fjölskylda Soffíu Óskar Magnúsdóttur Dayal hefur búið vítt og breitt um Indlandi í tíu ár, þar á meðal í stórborgunum Mumbai og Bangalore en í dag eru þau búsett í höfuðborg landsins, Nýju-Delhi. Hún segir Indverja almennt ekki taka sér frí yfir jólin þótt börn í norðurhluta landsins fái vetrarfrí á þessum árstíma. „Það þekkist örugglega að foreldrarnir taki sér frí á sama tíma. Þeir sem eiga ekki börn á skólaaldri taka sér þó ekki frí enda eru fyrirtæki og önnur þjónusta starfrækt eins og venjulega á þessum tíma. Hér er því ekkert lokað í kringum jól og áramót eins og gerist á Vesturlöndum, þó með þeim undantekningum að jóladagur og nýjársdagur eru löggiltir frídagar.“ Aðfangadag í ár ber upp á miðvikudag og því verður Soffía og fjölskylda hennar í vinnunni. „Að því leytinu til verður þessi dagur ekkert frábrugðinn öðrum dögum. Við höfum reyndar tekið upp á því að hafa jólatré hin síðari ár og skreytum það gjarnan á aðfangadagskvöld og setjum pakkana undir tréð. Jóladagurinn er svo frídagur og þá er drollað fram eftir og haft notalegt. Þá fáum við okkur gjarnan heitt súkkulaði og pönnukökur í morgunmat áður en við opnum pakkana. Stundum förum við út að borða í hádeginu því margir matsölustaðir auglýsa sérstakan matseðil á Jóladag.“ Hitastigið í Nýju-Delhi er notalegt í desember að sögn Soffíu, að meðaltali 16-20 gráður á daginn og 2-8 gráður á nóttunni. „Jólin eru því fínn tími til að vera utandyra og fara til dæmis í lautarferð í hinum risastóra og fallega Lodhi-garði sem er í miðborginni.“ Hjónin eignuðust fyrir átta mánuðum tvíburadætur sem heita Annika Isabelle og Ásta Amíra. Þær munu halda sín fyrstu jól í ár og segir Soffía að gaman verði að ala þær upp við hátíðir bæði hindúa og kristinna. „Hindúar halda almennt ekki upp á jólin en ég þekki þó dæmi þess að þeir Indverjar sem hafa dvalið erlendis með börn taki jólasiði með sér heim. Sumir kaupa sér sígræna plöntu sem lítur út eins og jólatré, skreyta hana og opna pakka á jóladag. Þeir sem ég hef talað við segja að þeir geri þetta að mestu leyti fyrir börnin enda eru jólin fyrst og fremst hátíð barnanna.“ Að öðru leyti segist Soffía verða lítið vör við jólahátíðina. „Það er eitt af því sem ég sakna mest, þessi stemning fyrir og um jól þar sem allir halda jólin hátíðleg á sama hátt. Hér er það alls ekki þannig enda fjöldi kristinna svo lítið brot af heildarfjölda landsmanna. Það er einna helst að maður komist í jólaskap við að skreppa í stórar verslunarmiðstöðvar. Þar má yfirleitt finna stór og mikil gervijólatré og fallegar gluggaskreytingar. Og þar er auðvitað líka jólasveinninn!“
Jól Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Álfadrottning í álögum Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Gyðingakökur Jól Sálmur 90 - Það aldin út er sprungið Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún neglir Vetrarsól Gunna Þórðar Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 22. desember Jól Uppsett en óreglulegt Jól