Orka = vinna? Pawel Bartoszek skrifar 22. nóvember 2014 07:00 Hugsum okkur litla vatnssamseind, Hóu. Hóa svamlar um í Atlantshafinu og hefur það fínt. Skyndilega kemur lítill sólargeisli og lendir á Hóu. Hóa verður öll hin örasta við þessa athygli. Hún fer á flug, slítur sig frá hinum vatnssameindunum og þeytist í átt að skýjunum. Þegar kólnar hægist á Hóu, hún tengist öðrum vatnssameindum að nýju og saman hrynja þær niður. Stundum lenda Hóa og vinkonur hennar aftur í sjónum, en stundum lenda þær á landi, einhverjum metrum yfir sjávarmáli. Fyrirsögn þessa pistils vísar til lögmáls sem stundum er sett fram í eðlisfræðikennslubókum, gjarnan í skært lituðum ramma. Þó svo að eðlisfræðibækur skilgreini “vinnu” með dálítið sérstökum hætti er sú skilgreining samt oft í takt við okkar daglega skilning á hugtakinu. Það er vinna að bera vatn upp á fjall. Þessa vinnu er sólin alltaf að vinna fyrir okkur. Vinnan krefst orku en þá orku er hægt að fá til baka, að einhverju leyti. Raforkuframleiðsla á Íslandi gengur út á þetta. Vatn uppi í 600 metra hæð er “orkumeira”, og þar með verðamætara, en vatn við sjávarmál. Fallvatnsvirkjanir ná í þessa orku fyrir okkur. Og við þurfum víst að nota hana í eitthvað.Eftir 10 árKæri lesandi. Ertu yngri en tuttugu og fimm ára? Ef svo er ætla ég að biðja þig um að halla þér aftur og ímynda sjálfan þig eftir áratug. Þú ert kannski búinn með allt nám, kominn með fjölskyldu, og ert farinn að vinna við eitthvað skemmtilegt, eitthvað sem þig dreymir um. Má ég giska: Dreymdi þig um að vinna í stóriðju? Álveri eða járnblendiverksmiðju? Ef það er tilfellið, þá er það gott mál. Þú hefur þegar úr nokkrum slíkum vinnustöðum að velja þótt fleiri bætist ekki við á næstu árum. En líkur eru samt á því að hugur margra ungra lesenda liggi annars staðar. Líkur eru á því að ef markmiðið er að tryggja að alls konar konar fólk geti fengið að blómstra í alls konar störfum um allt land þá séu til ódýrari leiðir til þess en sú að selja stóriðju ódýra orku. Nú má ekki skilja mig með þeim hætti að ég vilji að ríkið geri reglulega kannanir á því hvað “unga fólkið vill” og dæli fjármunum í atvinnuuppbyggingu á þeim sviðum. Þvert á móti. Markaðurinn á að fá að ráða þessu sem mest, án aðkomu stjórnmálamanna. En það hefur auðvitað ekki endilega verið þannig. Ákvörðun um að reisa risavirkjun er alltaf tengd stóriðju. Hugmyndir um stóriðju tengjast gjarnan hugmyndum um atvinnuuppbyggingu. Stjórnmálamenn vilja gjarnan breyta orku í vinnu, atvinnu.Heimsmarkaður með orkuLengsti neðansjávar-rafmagnsæstrengur heims er hinn tæplega 600 km langi NorNed strengur sem tengir saman Noreg og Holland. Ef leggja ætti sæstreng frá Íslandi til Bretlands þyrfti sá að vera yfir 1000 km og yrði því sá lengsti í heimi. Tæknilegu hindranirnar eru því eflaust nokkrar. En einhvern tímann ætti þetta að vera gerlegt. Og það er til mikils er að græða. Raforkuverð í Bretlandi er tvöfalt hærra en á Íslandi. Einungis af þeirri ástæðu ætti lagning sæstrengs að vera á borðinu. Önnur jákvæð hliðaráhrif þeirrar framkvæmdar yrðu þau að með því að tengjast evrópska raforkunetinu væri hægt að taka ákvörðun um ráðstöfun orkunnar úr höndum stjórnmálanna. Menn myndu þá einfaldlega þurfa að selja raforkuna á markaðsverði meginlandsins. Það er líklega óumflúið að raforkuverð til almennings myndi hækka við lagningu sæstrengs. En það er samt rangt að vera á móti sæstrengnum af þeirri ástæðu. Að taka meðvitaða ákvörðun um að flytja ekki raforku til útlanda til að halda atvinnustigi uppi og raforkuverði niðri er álíka skynsamlegt og ef Norðmenn hefðu ákveðið að flytja enga olíu til útlanda en reisa þess í stað plastverksmiðju í hverjum firði og hafa lægsta eldsneytisverð í heimi. Hvorugt hafa þeir gert en hafa jafnframt auðgast stórkostlega á sínum orkuútflutningi. Íslenskir stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina gjarnan reynt að breyta orku í atvinnu. Skynsamlegra er að breyta orku í peninga. Peningar geta búið til nánast hvað sem er, þar með talið atvinnu. Það þarf leita leiða til að selja íslenska raforku á heimsmarkaðsverði. Hvað sem ekki verður sagt um hinn frjálsa markað þá er honum betur treystandi að hámarka verð fyrir raforku heldur en stjórnmálamönnum, sama hve vandaðir þeir kunna að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Hugsum okkur litla vatnssamseind, Hóu. Hóa svamlar um í Atlantshafinu og hefur það fínt. Skyndilega kemur lítill sólargeisli og lendir á Hóu. Hóa verður öll hin örasta við þessa athygli. Hún fer á flug, slítur sig frá hinum vatnssameindunum og þeytist í átt að skýjunum. Þegar kólnar hægist á Hóu, hún tengist öðrum vatnssameindum að nýju og saman hrynja þær niður. Stundum lenda Hóa og vinkonur hennar aftur í sjónum, en stundum lenda þær á landi, einhverjum metrum yfir sjávarmáli. Fyrirsögn þessa pistils vísar til lögmáls sem stundum er sett fram í eðlisfræðikennslubókum, gjarnan í skært lituðum ramma. Þó svo að eðlisfræðibækur skilgreini “vinnu” með dálítið sérstökum hætti er sú skilgreining samt oft í takt við okkar daglega skilning á hugtakinu. Það er vinna að bera vatn upp á fjall. Þessa vinnu er sólin alltaf að vinna fyrir okkur. Vinnan krefst orku en þá orku er hægt að fá til baka, að einhverju leyti. Raforkuframleiðsla á Íslandi gengur út á þetta. Vatn uppi í 600 metra hæð er “orkumeira”, og þar með verðamætara, en vatn við sjávarmál. Fallvatnsvirkjanir ná í þessa orku fyrir okkur. Og við þurfum víst að nota hana í eitthvað.Eftir 10 árKæri lesandi. Ertu yngri en tuttugu og fimm ára? Ef svo er ætla ég að biðja þig um að halla þér aftur og ímynda sjálfan þig eftir áratug. Þú ert kannski búinn með allt nám, kominn með fjölskyldu, og ert farinn að vinna við eitthvað skemmtilegt, eitthvað sem þig dreymir um. Má ég giska: Dreymdi þig um að vinna í stóriðju? Álveri eða járnblendiverksmiðju? Ef það er tilfellið, þá er það gott mál. Þú hefur þegar úr nokkrum slíkum vinnustöðum að velja þótt fleiri bætist ekki við á næstu árum. En líkur eru samt á því að hugur margra ungra lesenda liggi annars staðar. Líkur eru á því að ef markmiðið er að tryggja að alls konar konar fólk geti fengið að blómstra í alls konar störfum um allt land þá séu til ódýrari leiðir til þess en sú að selja stóriðju ódýra orku. Nú má ekki skilja mig með þeim hætti að ég vilji að ríkið geri reglulega kannanir á því hvað “unga fólkið vill” og dæli fjármunum í atvinnuuppbyggingu á þeim sviðum. Þvert á móti. Markaðurinn á að fá að ráða þessu sem mest, án aðkomu stjórnmálamanna. En það hefur auðvitað ekki endilega verið þannig. Ákvörðun um að reisa risavirkjun er alltaf tengd stóriðju. Hugmyndir um stóriðju tengjast gjarnan hugmyndum um atvinnuuppbyggingu. Stjórnmálamenn vilja gjarnan breyta orku í vinnu, atvinnu.Heimsmarkaður með orkuLengsti neðansjávar-rafmagnsæstrengur heims er hinn tæplega 600 km langi NorNed strengur sem tengir saman Noreg og Holland. Ef leggja ætti sæstreng frá Íslandi til Bretlands þyrfti sá að vera yfir 1000 km og yrði því sá lengsti í heimi. Tæknilegu hindranirnar eru því eflaust nokkrar. En einhvern tímann ætti þetta að vera gerlegt. Og það er til mikils er að græða. Raforkuverð í Bretlandi er tvöfalt hærra en á Íslandi. Einungis af þeirri ástæðu ætti lagning sæstrengs að vera á borðinu. Önnur jákvæð hliðaráhrif þeirrar framkvæmdar yrðu þau að með því að tengjast evrópska raforkunetinu væri hægt að taka ákvörðun um ráðstöfun orkunnar úr höndum stjórnmálanna. Menn myndu þá einfaldlega þurfa að selja raforkuna á markaðsverði meginlandsins. Það er líklega óumflúið að raforkuverð til almennings myndi hækka við lagningu sæstrengs. En það er samt rangt að vera á móti sæstrengnum af þeirri ástæðu. Að taka meðvitaða ákvörðun um að flytja ekki raforku til útlanda til að halda atvinnustigi uppi og raforkuverði niðri er álíka skynsamlegt og ef Norðmenn hefðu ákveðið að flytja enga olíu til útlanda en reisa þess í stað plastverksmiðju í hverjum firði og hafa lægsta eldsneytisverð í heimi. Hvorugt hafa þeir gert en hafa jafnframt auðgast stórkostlega á sínum orkuútflutningi. Íslenskir stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina gjarnan reynt að breyta orku í atvinnu. Skynsamlegra er að breyta orku í peninga. Peningar geta búið til nánast hvað sem er, þar með talið atvinnu. Það þarf leita leiða til að selja íslenska raforku á heimsmarkaðsverði. Hvað sem ekki verður sagt um hinn frjálsa markað þá er honum betur treystandi að hámarka verð fyrir raforku heldur en stjórnmálamönnum, sama hve vandaðir þeir kunna að vera.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun