Af jólasveinum allra heima 1. nóvember 2014 00:01 Grein úr Lesbókinni frá desember árið 1999 eftir Magnús Þorkelsson aðstoðarskólameistara í Flensborgarskóla. Ég minnist þess með mikilli hlýju þegar ég var smápatti og notaði systur mínar sem afsökun til að komast nærri jólasveininum Gáttaþef á jólaböllum Landsbankans á Hótel Borg. Ég vissi sosum að hann hét í raun Ómar Ragnarsson, en það var samt eitthvað spennandi við hann. Þegar ég svo þroskaðist upp í ungling vísaði ég hugleiðingum um málið frá mér og varð jafnvel hálf ólundarlegur yfir þessu jólakallastandi. Núna er ég sjálfsagt gengin í barndóm því ég hef fyrir löngu látið af allri andstöðu í málinu en spyr mig sífellt meir hver sé raunverulegur uppruni og tilgangur þessa fyrirbæris sem kallaður er jólasveinnin í bíómyndum en jólasveinar hér á landi. Í dag eru jólasveinar, sem börnin mín sjá, sambland af tveimur menningarfyrirbærum. Annars vegar þeim íslensku sem birtast á Þjóðminjasafninu sem góðlegir, gamaldags karlar. Hins vegar þeim útlenda, rauðklædda, sem þeysir um háloftin í sleða sem dregin er af hreindýrum,- svolítið mismörgum! Jólin eru hátíð kristninnar. Jólasveinninn er aðeins að hluta kristinn enda kemur hann sjaldan fram í tengslum við trúna beint. Kristna innleggið er komið frá hollenska dýrlíngnum Sinter Klaas, sem mætir með litlar gjafir til barna 6. desember og hefur gert það frá velmegunartímum á miðöldum. Hann fluttist til Ameríku með innflytjendum og varð Santa Klaus. Þeim kalli var lýst af ljóðskáldinu Clement C. Moore og síðar tók Coca Cola hann upp á sína arma og setti í rauð föt. Sinter Klaas er upphaflega Tyrki, Heilagur Nikulás frá Myra.. Hann á að hafa dáið um 350 e. Kr. Nikulás var píslarvottur fyrir trú sína en var leystur undan ofsóknum af Konstantínusi mikla, Rómarkeisara. Hann mun hafa sótt kirkjuþingið í Níkeu árið 325. Hann dugði vel sem dýrlingur og varð afar frægur á miðöldum. Hann var verndari Rússlands, Moskvu, Grikklands, barna, sjómanna, fanga, bakara, veðmangara, kaupmanna og úlfa. Það að Nikulás gefi gjafir er að hluta frá barnavernd hans en einnig vegna þess að um hann eru til sögur sem segja frá því að hann hafi farið um og gefið þurfandi fólki gullpeninga. 6. desember var bænadagur hans. Á Norðurlöndum er uppruninn annar þó svo hann hafi runnið saman við fjölmiðlakarlinn. Í Danmörku eru nissarnir algengir, smáálfar, stundum kallaðir búálfar. Svipuð fyrirbæri finnast víðar. Í Finnlandi var til fyrirbæri sem hét Joulupukki eða jólabokki og var barnafæla. Í nútíma markaðssetningu jólasveinsins leggja Finnar aftur á móti áherslu á tengsl hans við tröllin sem eru góðleg kvikindi og hjálpa til við leikfangasmíðina. Á Íslandi eru jólasveinar tröll að uppruna. Þeir voru ránsgjarnir, hrekkjóttir og eins og ungmenni nútímans áttu þeir við alvarlegt foreldravandamál að stríða. Grýla og Leppalúði átu börnin og áttu auk þess kött sem var ekki hótinu betri. Í seinni tíð hafa þessar verur tekið framförum - hafa líklega gengið í skóla. Það er sem sé skondin kúvending að í stað þess að Grýla vaktaði börnin og hélt skrá um óþægu börnin sem éta átti þá halda jólasveinar skrá um góðu börnin og verðlauna þau. Það eru margar þversagnir við jólaverurnar. Í raun má ætla að góðlegi karlinn sem kemur með jólum sé upprunninn frá tröllum, fjandanum, vetri kóngi og mörgum öðrum. Það er afar skemmtilegt að velta fyrir sér einstökum þáttum jólahaldsins því sumt er afar ókristið í raun. Annað stendur föstum fótum í jólaguðspjallinu. Þannig er með gjafirnar. Þegar hefur verið nefnt að Heilagur Nikulás var verndari barna og hann gaf fátækum gjafir. Þetta tvennt er mikilvægt. En að auki verðum við að muna að fyrstu gestir að jötu Krists í Betlehem voru vitringarnir þrír og þeir gáfu honum gjafir. Þá var til rómversk hátíð sem hét Satúrnalía og á henni voru gefnar gjafir. Hún hitti einmitt vel á jólahaldið svo þessar hátíðir runnu saman. Sama gerðist reyndar með heiðnu jólin sem runnu inn í kristnihaldið á Norðurlöndum. Skegg sveinka er annað. Vitaskuld er eðlilegt að góðlegur eldri kall sé með hvítt skegg. Tröllkarlar voru nú tæpast að raka sig í sífellu, en mikilvægara er þó að gamlar myndir sem sýna Nikulás sýna skeggjaðan mann. Að auki hafa vitringarnir þrír alltaf verið sýndir skeggjaðir enda voru þeir af persneskum uppruna. Hreindýrin fóru að fljúga á seinni tíma, enda erfitt að ná um allan heim með öðrum hætti. Í Ameríku og Englandi taka menn upp gjafir sínar á Jóladagsmorgun. Því hentaði vel að nota nóttina. Þá var ekki hægt að reiða sig á opna glugga í köldum og illa hituðum húsum. Þess vegna skutlaðist hann niður skorsteininn. Það eru því mestu töfrarnir að kallinn skuli ekki sóðast meira út. Jólasokkar eru tiltölulega nýlegir og lokapunktur á ævintýrið. Einhversstaðar þurfti að setja gjafirnar og ef menn áttu ekki sokka þá voru þeir lágt sokknir. Enn skrýtnara var að koma jólasveininum - þessum útlenda - fyrir á Norðurpólnum. Það ber frekar af sér þokka markaðssetningar en landafræðikunnáttu. Á hinn bóginn þurfti hann einhversstaðar að vera þar sem hann gat verið í friði. Klæðnaðurinn er svo annar handleggur. Íslenskir sveinar voru afar rauðklæddir á sjötta og sjöunda áratugnum. Það var ekki fyrr en Þjóðminjasafnið fór að mynda samband við þá sem klæðnaðinum hrakaði sérkennilega mikið. Og vitaskuld er eðlilegra að íslenskir tröllkarlar séu í vaðmáli en rauðri bómull. Í fyrra var haldin hönnunarsamkeppni um fatnað fyrir jólasveina. Ekki fylgdist ég með til enda en tillögurnar voru fjörlegar en mis frumlegar, enda jólahald íhaldssamt í eðli sínu. Þega þeir fara að birtast nú í desember er bara að sjá hvort fatnaðurinn hafi batnað. Stígvélin eru nú ekki skynsamleg í desember þegar menn geta eignast alls kyns kuldaskó. Rauðu fötin eru hins vegar komin frá títtnefndum Nikulási. Hann hefur án efa verið í purpuralitri kápu með mítur eða biskupshúfu. Fátækir feður seinni tíma sem vildu gleðja börnin sín gátu tæplega orðið sér úti um slíkan lit og því roðnaði búningurinn. Karlinn var oft sýndur í síðri hettukápu, sem er komin frá Nikulási en síðar styttist hún enda fremur efnismikil. Loðbryddingarnar eru norræn viðbót og henta vel á Norðurpólnum. Tæpast hafa þær verið nauðsyn í Tyrklandi. Finnski sveinninn mun hafa sést um tíma í loðfeldi en það er ekki nógu vistvænt svo það er orðið sjaldgæfara. Skotthúfan er komin frá mítri Nikulásar, sem má svo aftur rekja til vitringanna þriggja og Persa. Það er þó til hliðarkennning sem bendir á að búálfar voru með skotthúfur. Auk þess voru slíkar húfur vinsælar á öldum fyrr, ekki síst í kringum frönsku byltinguna. Þá voru ýmsir armar byltingarmanna með skotthúfur, oft mjög litríkar. Dúskurinn er ný tíska, en óneitanlega smekkleg viðbót. Jólasveinar eða jólasveinninn er afar rótgróið fyrirbæri. Erfitt er að hugsa sér jólaball án slíkrar heimsóknar eða Laugaveginn á aðventu án þeirra. Fjölmiðlar hafa einnig tekið fyrirbærið mjög upp á arma sér og fylla myndir af svoddan körlum blöðin, sjónvarpið og geisladiska alla aðventuna,- þó þeir eigi ekki að birtast fyrr er 12. desember. Sumir láta það fara í taugarnar á sér en flestum finnast þeir ákaflega ríkur hluti jólahaldsins, svo mjög að í huga margra eru tröllajólaveinar enn rótgrónari þáttur jólahaldsins en eini sanni jólasveinninn sem fæddist fyrir um tvö þúsund árum. Það er kannski tímanna tákn. Mér finnst þeir afar heillandi sem áhugamaður um samfélagið og vonandi á ég eftir að taka þetta enn betur saman síðar,- með skikkanlegum heimildatilvísunum. Þangað til vona ég að öll jól verði ykkur til samveru og gleði. Jól Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Álfadrottning í álögum Jól Gyðingakökur Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sálmur 90 - Það aldin út er sprungið Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Baksýnisspegillinn Jól Siggakökur - Gömul og góð uppskrift frá 1947 Jólin Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún neglir Vetrarsól Gunna Þórðar Jól
Grein úr Lesbókinni frá desember árið 1999 eftir Magnús Þorkelsson aðstoðarskólameistara í Flensborgarskóla. Ég minnist þess með mikilli hlýju þegar ég var smápatti og notaði systur mínar sem afsökun til að komast nærri jólasveininum Gáttaþef á jólaböllum Landsbankans á Hótel Borg. Ég vissi sosum að hann hét í raun Ómar Ragnarsson, en það var samt eitthvað spennandi við hann. Þegar ég svo þroskaðist upp í ungling vísaði ég hugleiðingum um málið frá mér og varð jafnvel hálf ólundarlegur yfir þessu jólakallastandi. Núna er ég sjálfsagt gengin í barndóm því ég hef fyrir löngu látið af allri andstöðu í málinu en spyr mig sífellt meir hver sé raunverulegur uppruni og tilgangur þessa fyrirbæris sem kallaður er jólasveinnin í bíómyndum en jólasveinar hér á landi. Í dag eru jólasveinar, sem börnin mín sjá, sambland af tveimur menningarfyrirbærum. Annars vegar þeim íslensku sem birtast á Þjóðminjasafninu sem góðlegir, gamaldags karlar. Hins vegar þeim útlenda, rauðklædda, sem þeysir um háloftin í sleða sem dregin er af hreindýrum,- svolítið mismörgum! Jólin eru hátíð kristninnar. Jólasveinninn er aðeins að hluta kristinn enda kemur hann sjaldan fram í tengslum við trúna beint. Kristna innleggið er komið frá hollenska dýrlíngnum Sinter Klaas, sem mætir með litlar gjafir til barna 6. desember og hefur gert það frá velmegunartímum á miðöldum. Hann fluttist til Ameríku með innflytjendum og varð Santa Klaus. Þeim kalli var lýst af ljóðskáldinu Clement C. Moore og síðar tók Coca Cola hann upp á sína arma og setti í rauð föt. Sinter Klaas er upphaflega Tyrki, Heilagur Nikulás frá Myra.. Hann á að hafa dáið um 350 e. Kr. Nikulás var píslarvottur fyrir trú sína en var leystur undan ofsóknum af Konstantínusi mikla, Rómarkeisara. Hann mun hafa sótt kirkjuþingið í Níkeu árið 325. Hann dugði vel sem dýrlingur og varð afar frægur á miðöldum. Hann var verndari Rússlands, Moskvu, Grikklands, barna, sjómanna, fanga, bakara, veðmangara, kaupmanna og úlfa. Það að Nikulás gefi gjafir er að hluta frá barnavernd hans en einnig vegna þess að um hann eru til sögur sem segja frá því að hann hafi farið um og gefið þurfandi fólki gullpeninga. 6. desember var bænadagur hans. Á Norðurlöndum er uppruninn annar þó svo hann hafi runnið saman við fjölmiðlakarlinn. Í Danmörku eru nissarnir algengir, smáálfar, stundum kallaðir búálfar. Svipuð fyrirbæri finnast víðar. Í Finnlandi var til fyrirbæri sem hét Joulupukki eða jólabokki og var barnafæla. Í nútíma markaðssetningu jólasveinsins leggja Finnar aftur á móti áherslu á tengsl hans við tröllin sem eru góðleg kvikindi og hjálpa til við leikfangasmíðina. Á Íslandi eru jólasveinar tröll að uppruna. Þeir voru ránsgjarnir, hrekkjóttir og eins og ungmenni nútímans áttu þeir við alvarlegt foreldravandamál að stríða. Grýla og Leppalúði átu börnin og áttu auk þess kött sem var ekki hótinu betri. Í seinni tíð hafa þessar verur tekið framförum - hafa líklega gengið í skóla. Það er sem sé skondin kúvending að í stað þess að Grýla vaktaði börnin og hélt skrá um óþægu börnin sem éta átti þá halda jólasveinar skrá um góðu börnin og verðlauna þau. Það eru margar þversagnir við jólaverurnar. Í raun má ætla að góðlegi karlinn sem kemur með jólum sé upprunninn frá tröllum, fjandanum, vetri kóngi og mörgum öðrum. Það er afar skemmtilegt að velta fyrir sér einstökum þáttum jólahaldsins því sumt er afar ókristið í raun. Annað stendur föstum fótum í jólaguðspjallinu. Þannig er með gjafirnar. Þegar hefur verið nefnt að Heilagur Nikulás var verndari barna og hann gaf fátækum gjafir. Þetta tvennt er mikilvægt. En að auki verðum við að muna að fyrstu gestir að jötu Krists í Betlehem voru vitringarnir þrír og þeir gáfu honum gjafir. Þá var til rómversk hátíð sem hét Satúrnalía og á henni voru gefnar gjafir. Hún hitti einmitt vel á jólahaldið svo þessar hátíðir runnu saman. Sama gerðist reyndar með heiðnu jólin sem runnu inn í kristnihaldið á Norðurlöndum. Skegg sveinka er annað. Vitaskuld er eðlilegt að góðlegur eldri kall sé með hvítt skegg. Tröllkarlar voru nú tæpast að raka sig í sífellu, en mikilvægara er þó að gamlar myndir sem sýna Nikulás sýna skeggjaðan mann. Að auki hafa vitringarnir þrír alltaf verið sýndir skeggjaðir enda voru þeir af persneskum uppruna. Hreindýrin fóru að fljúga á seinni tíma, enda erfitt að ná um allan heim með öðrum hætti. Í Ameríku og Englandi taka menn upp gjafir sínar á Jóladagsmorgun. Því hentaði vel að nota nóttina. Þá var ekki hægt að reiða sig á opna glugga í köldum og illa hituðum húsum. Þess vegna skutlaðist hann niður skorsteininn. Það eru því mestu töfrarnir að kallinn skuli ekki sóðast meira út. Jólasokkar eru tiltölulega nýlegir og lokapunktur á ævintýrið. Einhversstaðar þurfti að setja gjafirnar og ef menn áttu ekki sokka þá voru þeir lágt sokknir. Enn skrýtnara var að koma jólasveininum - þessum útlenda - fyrir á Norðurpólnum. Það ber frekar af sér þokka markaðssetningar en landafræðikunnáttu. Á hinn bóginn þurfti hann einhversstaðar að vera þar sem hann gat verið í friði. Klæðnaðurinn er svo annar handleggur. Íslenskir sveinar voru afar rauðklæddir á sjötta og sjöunda áratugnum. Það var ekki fyrr en Þjóðminjasafnið fór að mynda samband við þá sem klæðnaðinum hrakaði sérkennilega mikið. Og vitaskuld er eðlilegra að íslenskir tröllkarlar séu í vaðmáli en rauðri bómull. Í fyrra var haldin hönnunarsamkeppni um fatnað fyrir jólasveina. Ekki fylgdist ég með til enda en tillögurnar voru fjörlegar en mis frumlegar, enda jólahald íhaldssamt í eðli sínu. Þega þeir fara að birtast nú í desember er bara að sjá hvort fatnaðurinn hafi batnað. Stígvélin eru nú ekki skynsamleg í desember þegar menn geta eignast alls kyns kuldaskó. Rauðu fötin eru hins vegar komin frá títtnefndum Nikulási. Hann hefur án efa verið í purpuralitri kápu með mítur eða biskupshúfu. Fátækir feður seinni tíma sem vildu gleðja börnin sín gátu tæplega orðið sér úti um slíkan lit og því roðnaði búningurinn. Karlinn var oft sýndur í síðri hettukápu, sem er komin frá Nikulási en síðar styttist hún enda fremur efnismikil. Loðbryddingarnar eru norræn viðbót og henta vel á Norðurpólnum. Tæpast hafa þær verið nauðsyn í Tyrklandi. Finnski sveinninn mun hafa sést um tíma í loðfeldi en það er ekki nógu vistvænt svo það er orðið sjaldgæfara. Skotthúfan er komin frá mítri Nikulásar, sem má svo aftur rekja til vitringanna þriggja og Persa. Það er þó til hliðarkennning sem bendir á að búálfar voru með skotthúfur. Auk þess voru slíkar húfur vinsælar á öldum fyrr, ekki síst í kringum frönsku byltinguna. Þá voru ýmsir armar byltingarmanna með skotthúfur, oft mjög litríkar. Dúskurinn er ný tíska, en óneitanlega smekkleg viðbót. Jólasveinar eða jólasveinninn er afar rótgróið fyrirbæri. Erfitt er að hugsa sér jólaball án slíkrar heimsóknar eða Laugaveginn á aðventu án þeirra. Fjölmiðlar hafa einnig tekið fyrirbærið mjög upp á arma sér og fylla myndir af svoddan körlum blöðin, sjónvarpið og geisladiska alla aðventuna,- þó þeir eigi ekki að birtast fyrr er 12. desember. Sumir láta það fara í taugarnar á sér en flestum finnast þeir ákaflega ríkur hluti jólahaldsins, svo mjög að í huga margra eru tröllajólaveinar enn rótgrónari þáttur jólahaldsins en eini sanni jólasveinninn sem fæddist fyrir um tvö þúsund árum. Það er kannski tímanna tákn. Mér finnst þeir afar heillandi sem áhugamaður um samfélagið og vonandi á ég eftir að taka þetta enn betur saman síðar,- með skikkanlegum heimildatilvísunum. Þangað til vona ég að öll jól verði ykkur til samveru og gleði.
Jól Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Álfadrottning í álögum Jól Gyðingakökur Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sálmur 90 - Það aldin út er sprungið Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Baksýnisspegillinn Jól Siggakökur - Gömul og góð uppskrift frá 1947 Jólin Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún neglir Vetrarsól Gunna Þórðar Jól