Talan sem enginn trúði Pawel Bartoszek skrifar 18. október 2014 07:00 Aðstoðarmaður!“ „Bjarni! Manstu enn þá ekki hvað ég heiti?“ „Nei, ég man bara hvað Svanhildur heitir. En nóg um það. Hvað heldurðu að ein máltíð kosti?“ „Úff, ég veit það ekki. Ég elda aldrei.“ „Einmitt, ekki ég heldur, ég er með þjónustufólk sem eldar fyrir mig.“ „Eigum við að skálda eitthvað sem er líklegt?“ „Eitthvað eins og 248 kr.?“ „Já, einmitt, hljómar líklega. Reiknum með að hver máltíð kosti 248 kr. og reiknum allar forsendur ríkisfjármálanna út frá því.“ „Skal gert! Djöfull erum við með'etta.“ Þekkt þema: Ráðamaðurinn sem er úr öllum tengslum við raunveruleikann. Sé maður pólitískur andstæðingur Bjarna Benediktssonar þá er gott að sannfæra fólk um að hann hafi átt sitt „Af hverju borðar fólkið ekki köku“-móment. En fjármálaráðherra sagði ekkert um að máltíð kostaði 248 krónur. Ekki fremur en Marie Antoinette sagði um nokkra köku. Skoðum aðeins forsendurnar fyrir tillögunum að breyttum virðisaukaskatti. Í frumvarpinu gefa menn sér að það sé til fjögurra manna fjölskylda, með tveimur fullorðnum sem samanlagt þéna og eyða 570 þúsund krónum á mánuði. (Það eru til fleiri dæmi í frumvarpinu en þetta var það sem oftast var nefnt.) Reyndar er meðaltal eyðslu barnafjölskyldna hærra, 625 þúsund á mánuði, en ég vona að ég afhjúpi ekki tengslaleysi mitt við veruleikann ef ég held því fram að það séu til barnafjölskyldur sem lifi af 570 þúsundum eftir skatta á mánuði. Og þær eru ekki einu sinni þær allra fátækustu í landinu.Reiðir raunveruleikanum Tökum slíka fjölskyldu. Hvað eyðir hún miklu í mat? Við vitum að meðalbarnafjölskylda eyðir 16,2% í flokkinn „matvæli“. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að hlutfallið sé það sama fyrir fátækari fjölskyldur. Andstæðingar breytinganna vilja meina að það hljóti að vera að hlutfallið hækki eftir því sem menn verða fátækari. Það hljómar rökrétt. En það er bara ekkert sem styður þessa „augljósu“ tilgátu. Tekjuháir eyða hlutfallslega jafnmiklu í mat og tekjulágir skv. Hagstofunni. Það er því síður en svo galið að gera ráð fyrir að þessi fjölskylda muni eyða 16,2% af peningum sínum í flokkinn „matvæli“. Það eru um 92 þúsund kr. á mánuði. Það er vissulega kannski slump en samt ansi gott slump. Fólk er með þessar tekjur. Fólk eyðir þessu hlutfalli í matvæli. Þeir sem gagnrýna þetta slump eru í raun að gagnrýna raunveruleikann fyrir að vera úr tengslum við þeirra upplifun af honum. Áður en menn fara að hamast á deilingartakkanum og draga ályktanir um verð á hverja máltíð verður þó að hafa í huga að þessar tölur segja ekki allt um fyrirhugaðan kostnað vegna næringar. Ef fólk borðar heima hjá ömmu, ef fólk borðar á veitingastöðum, ef fólk borðar í vinnunni, þá stendur það fyrir utan þessa tölu. Jafnvel tilbúnar samlokur teljast ekki með.Alþjóðleg flokkun En bíddu… eru mötuneyti og veitingastaðir ekki með í þessari tölu? Vill Bjarni Ben þá bara að fólk smyrji nesti? Hvaða rugl er það? spyrja sumir. Til að byrja með verður að taka það fram að flokkunin sem Hagstofan notar og ráðuneytið endurnýtir er ekki eitthvað sem Íslendingar búa til. Þetta er flokkun sem Sameinuðu þjóðirnar notast við og flestar hagstofur heimsins. Í þessari flokkun fellur matur sem fólk kaupir í búð til að elda heima hjá sér í einn flokk, „matvæli“, en tilbúinn, aðkeyptur matur í flokkinn „veitingar“. Það væri sannarlega forkastanlegt að sleppa veitingunum úr útreikningum á áhrifum breytinganna. Þar með væri verið að fela hluta þess sem hækkar. En í útreikningunum er liður sem heitir „Hækkun virðisaukaskatts á öðru [en matvælum]“. Þær upphæðir sem þar standa virðast passa við þau áhrif sem hærra verð á veitingum, hita, bókum o.fl. munu koma til með að hafa. Lágur virðisaukaskattur á mat er verulega óhagkvæm leið til að gera vel við fátækt fólk. Hafi menn áhyggjur af hag tekjuminnstu heimilanna er meira en hægt að auka ráðstöfunartekjur þeirra með öðrum og skilvirkari hætti. Ég skil þó hvað vakir fyrir vinstri flokkunum. Fyrsta markmið stjórnarandstöðu er að komast í stjórn. Það er fínt plan að ætla sér að ávaxta fylgið með því að treysta á óánægju með verðhækkanir á þekktum vörum. Það er fínt plan. En það er ekki góð stefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Aðstoðarmaður!“ „Bjarni! Manstu enn þá ekki hvað ég heiti?“ „Nei, ég man bara hvað Svanhildur heitir. En nóg um það. Hvað heldurðu að ein máltíð kosti?“ „Úff, ég veit það ekki. Ég elda aldrei.“ „Einmitt, ekki ég heldur, ég er með þjónustufólk sem eldar fyrir mig.“ „Eigum við að skálda eitthvað sem er líklegt?“ „Eitthvað eins og 248 kr.?“ „Já, einmitt, hljómar líklega. Reiknum með að hver máltíð kosti 248 kr. og reiknum allar forsendur ríkisfjármálanna út frá því.“ „Skal gert! Djöfull erum við með'etta.“ Þekkt þema: Ráðamaðurinn sem er úr öllum tengslum við raunveruleikann. Sé maður pólitískur andstæðingur Bjarna Benediktssonar þá er gott að sannfæra fólk um að hann hafi átt sitt „Af hverju borðar fólkið ekki köku“-móment. En fjármálaráðherra sagði ekkert um að máltíð kostaði 248 krónur. Ekki fremur en Marie Antoinette sagði um nokkra köku. Skoðum aðeins forsendurnar fyrir tillögunum að breyttum virðisaukaskatti. Í frumvarpinu gefa menn sér að það sé til fjögurra manna fjölskylda, með tveimur fullorðnum sem samanlagt þéna og eyða 570 þúsund krónum á mánuði. (Það eru til fleiri dæmi í frumvarpinu en þetta var það sem oftast var nefnt.) Reyndar er meðaltal eyðslu barnafjölskyldna hærra, 625 þúsund á mánuði, en ég vona að ég afhjúpi ekki tengslaleysi mitt við veruleikann ef ég held því fram að það séu til barnafjölskyldur sem lifi af 570 þúsundum eftir skatta á mánuði. Og þær eru ekki einu sinni þær allra fátækustu í landinu.Reiðir raunveruleikanum Tökum slíka fjölskyldu. Hvað eyðir hún miklu í mat? Við vitum að meðalbarnafjölskylda eyðir 16,2% í flokkinn „matvæli“. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að hlutfallið sé það sama fyrir fátækari fjölskyldur. Andstæðingar breytinganna vilja meina að það hljóti að vera að hlutfallið hækki eftir því sem menn verða fátækari. Það hljómar rökrétt. En það er bara ekkert sem styður þessa „augljósu“ tilgátu. Tekjuháir eyða hlutfallslega jafnmiklu í mat og tekjulágir skv. Hagstofunni. Það er því síður en svo galið að gera ráð fyrir að þessi fjölskylda muni eyða 16,2% af peningum sínum í flokkinn „matvæli“. Það eru um 92 þúsund kr. á mánuði. Það er vissulega kannski slump en samt ansi gott slump. Fólk er með þessar tekjur. Fólk eyðir þessu hlutfalli í matvæli. Þeir sem gagnrýna þetta slump eru í raun að gagnrýna raunveruleikann fyrir að vera úr tengslum við þeirra upplifun af honum. Áður en menn fara að hamast á deilingartakkanum og draga ályktanir um verð á hverja máltíð verður þó að hafa í huga að þessar tölur segja ekki allt um fyrirhugaðan kostnað vegna næringar. Ef fólk borðar heima hjá ömmu, ef fólk borðar á veitingastöðum, ef fólk borðar í vinnunni, þá stendur það fyrir utan þessa tölu. Jafnvel tilbúnar samlokur teljast ekki með.Alþjóðleg flokkun En bíddu… eru mötuneyti og veitingastaðir ekki með í þessari tölu? Vill Bjarni Ben þá bara að fólk smyrji nesti? Hvaða rugl er það? spyrja sumir. Til að byrja með verður að taka það fram að flokkunin sem Hagstofan notar og ráðuneytið endurnýtir er ekki eitthvað sem Íslendingar búa til. Þetta er flokkun sem Sameinuðu þjóðirnar notast við og flestar hagstofur heimsins. Í þessari flokkun fellur matur sem fólk kaupir í búð til að elda heima hjá sér í einn flokk, „matvæli“, en tilbúinn, aðkeyptur matur í flokkinn „veitingar“. Það væri sannarlega forkastanlegt að sleppa veitingunum úr útreikningum á áhrifum breytinganna. Þar með væri verið að fela hluta þess sem hækkar. En í útreikningunum er liður sem heitir „Hækkun virðisaukaskatts á öðru [en matvælum]“. Þær upphæðir sem þar standa virðast passa við þau áhrif sem hærra verð á veitingum, hita, bókum o.fl. munu koma til með að hafa. Lágur virðisaukaskattur á mat er verulega óhagkvæm leið til að gera vel við fátækt fólk. Hafi menn áhyggjur af hag tekjuminnstu heimilanna er meira en hægt að auka ráðstöfunartekjur þeirra með öðrum og skilvirkari hætti. Ég skil þó hvað vakir fyrir vinstri flokkunum. Fyrsta markmið stjórnarandstöðu er að komast í stjórn. Það er fínt plan að ætla sér að ávaxta fylgið með því að treysta á óánægju með verðhækkanir á þekktum vörum. Það er fínt plan. En það er ekki góð stefna.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun