Að gefnu tilefni Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 17. október 2014 06:45 Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Helgina 4.-5. október 2008 lá fyrir að evrópski seðlabankinn hugðist stöðva fyrirgreiðslu við Glitni og Landsbanka Íslands, en tæpri viku fyrr hafði verið tilkynnt um fyrirhugaða yfirtöku íslenska ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni þar sem bankinn stóð frammi fyrir greiðsluvandræðum. Ástæða þess að evrópski seðlabankinn ætlaði að skrúfa fyrir fyrirgreiðslu til Glitnis og Landsbankans var m.a. sú að bankarnir höfðu notað skuldabréf hvor annars til að sækja fjármagn til evrópska seðlabankans og ekki leyst þau aftur til sín eins og seðlabankinn hafði krafist mánuðina á undan. Málum var öðru vísi háttað með Kaupþing sem var í fullum skilum og átti í eðlilegu sambandi og viðskiptum við evrópska seðlabankann. Mánudaginn 6. október var ljóst orðið að ekki yrði hægt að bjarga Landsbanka Íslands og Glitni. Þann dag veitti Seðlabanki Íslands Kaupþingi lán að fjárhæð 500 milljónir evra. Til tryggingar þessu láni var rætt um að setja að veði allt hlutafé danska bankans FIH, sem var að fullu í eigu Kaupþings. Þegar þessi lánveiting átti sér stað var ekki talið að íslenska ríkið væri að taka mikla áhættu þar sem eigið fé FIH var ríflega einn milljarður evra og rekstur bankans hafði gengið vel. Það voru óvenjulegir tímar í byrjun október 2008. Frágangur lánsins til Kaupþings var einnig óvenjulegur þar sem Seðlabanki Íslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituð og Seðlabankinn gekk ekki frá veðsetningu FIH bankans til sín.Starfað af heiðarleika Það var svo ekki fyrr en á næstu dögum á eftir að Seðlabankinn fór fram á það við okkur að við gengum frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans vegna lánveitingarinnar. Það gerðum við stjórnendur Kaupþings að sjálfsögðu eins og um hafði verið rætt en þá var búið að millifæra lánsfjárhæðina í heild sinni til Kaupþings. Ekkert af fjármagninu sem Kaupþing fékk frá Seðlabanka Íslands var notað til kaupa á eigin skuldabréfum Kaupþings eins og haldið hefur verið fram. Allt fjármagnið var nýtt til að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu. Með öðrum orðum þá var allt féð notað til að tryggja sem frekast var kostur rekstur og hag Kaupþings og viðskiptavina bankans. Enginn eigandi, viðskiptavinur, stjórnandi eða starfsmaður bankans hagnaðist um svo mikið sem um eina evru vegna láns Seðlabanka Íslands. Engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað með andvirði lánsins og starfsmenn Kaupþings sem komu að ráðstöfun lánsins gengu til sinna starfa af heiðarleika. Þegar Seðlabankinn tilkynnti okkur um ákvörðun sína að lána okkur 500 milljónir evra og millifærði fjárhæðina til Kaupþings mánudaginn 6. október 2008 töldum við, stjórnendur Kaupþings, að það yrði nægilega stór fyrirgreiðsla til að gera okkur kleift að standa af okkur þann storm sem geisaði á fjármálamörkuðum á þeim tíma. Það sem við vissum ekki þá var að ríkisstjórn Íslands myndi síðar þann dag beita sér fyrir samþykkt neyðarlaga á Alþingi Íslendinga. Neyðarlögin, sem settu innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa, kipptu fótunum endanlega undan rekstri alþjóðlegra banka á Íslandi og eftir að þau voru samþykkt seint um kvöldið er óumdeilt að mínu viti að ekki var lengur raunhæft að reka alþjóðlegan banka, sem sótti fjármögnun sína til alþjóðlegra markaða, frá Íslandi. Ég held að við öll getum verið sammála um að slíkur banki á ekki raunhæfa möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Helgina 4.-5. október 2008 lá fyrir að evrópski seðlabankinn hugðist stöðva fyrirgreiðslu við Glitni og Landsbanka Íslands, en tæpri viku fyrr hafði verið tilkynnt um fyrirhugaða yfirtöku íslenska ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni þar sem bankinn stóð frammi fyrir greiðsluvandræðum. Ástæða þess að evrópski seðlabankinn ætlaði að skrúfa fyrir fyrirgreiðslu til Glitnis og Landsbankans var m.a. sú að bankarnir höfðu notað skuldabréf hvor annars til að sækja fjármagn til evrópska seðlabankans og ekki leyst þau aftur til sín eins og seðlabankinn hafði krafist mánuðina á undan. Málum var öðru vísi háttað með Kaupþing sem var í fullum skilum og átti í eðlilegu sambandi og viðskiptum við evrópska seðlabankann. Mánudaginn 6. október var ljóst orðið að ekki yrði hægt að bjarga Landsbanka Íslands og Glitni. Þann dag veitti Seðlabanki Íslands Kaupþingi lán að fjárhæð 500 milljónir evra. Til tryggingar þessu láni var rætt um að setja að veði allt hlutafé danska bankans FIH, sem var að fullu í eigu Kaupþings. Þegar þessi lánveiting átti sér stað var ekki talið að íslenska ríkið væri að taka mikla áhættu þar sem eigið fé FIH var ríflega einn milljarður evra og rekstur bankans hafði gengið vel. Það voru óvenjulegir tímar í byrjun október 2008. Frágangur lánsins til Kaupþings var einnig óvenjulegur þar sem Seðlabanki Íslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituð og Seðlabankinn gekk ekki frá veðsetningu FIH bankans til sín.Starfað af heiðarleika Það var svo ekki fyrr en á næstu dögum á eftir að Seðlabankinn fór fram á það við okkur að við gengum frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans vegna lánveitingarinnar. Það gerðum við stjórnendur Kaupþings að sjálfsögðu eins og um hafði verið rætt en þá var búið að millifæra lánsfjárhæðina í heild sinni til Kaupþings. Ekkert af fjármagninu sem Kaupþing fékk frá Seðlabanka Íslands var notað til kaupa á eigin skuldabréfum Kaupþings eins og haldið hefur verið fram. Allt fjármagnið var nýtt til að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu. Með öðrum orðum þá var allt féð notað til að tryggja sem frekast var kostur rekstur og hag Kaupþings og viðskiptavina bankans. Enginn eigandi, viðskiptavinur, stjórnandi eða starfsmaður bankans hagnaðist um svo mikið sem um eina evru vegna láns Seðlabanka Íslands. Engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað með andvirði lánsins og starfsmenn Kaupþings sem komu að ráðstöfun lánsins gengu til sinna starfa af heiðarleika. Þegar Seðlabankinn tilkynnti okkur um ákvörðun sína að lána okkur 500 milljónir evra og millifærði fjárhæðina til Kaupþings mánudaginn 6. október 2008 töldum við, stjórnendur Kaupþings, að það yrði nægilega stór fyrirgreiðsla til að gera okkur kleift að standa af okkur þann storm sem geisaði á fjármálamörkuðum á þeim tíma. Það sem við vissum ekki þá var að ríkisstjórn Íslands myndi síðar þann dag beita sér fyrir samþykkt neyðarlaga á Alþingi Íslendinga. Neyðarlögin, sem settu innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa, kipptu fótunum endanlega undan rekstri alþjóðlegra banka á Íslandi og eftir að þau voru samþykkt seint um kvöldið er óumdeilt að mínu viti að ekki var lengur raunhæft að reka alþjóðlegan banka, sem sótti fjármögnun sína til alþjóðlegra markaða, frá Íslandi. Ég held að við öll getum verið sammála um að slíkur banki á ekki raunhæfa möguleika.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun