Tryggingarstofnun viðurkennir mistök en leiðréttir ekki að eigin frumkvæði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. október 2014 07:00 Tryggingastofnun segir synjun á örorkubótum aftur í tímann ekki hafa byggst á ástæðu sem Tryggingastofnun beitti en viðurkennir að rétt sé hjá umboðsmanni Alþingis að hafi verið ólögleg. Fréttablaðið/Vilhelm „Telji einhver að réttur hafi verið á sér brotinn vegna synjunar á afturvirkum greiðslum er bent á að hægt er að óska endurupptöku á málinu hjá stofnuninni,“ segir í tilkynningu frá Tryggingastofnun vegna nýs álits umboðsmanns Alþingis. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær segir umboðsmaður Alþingis að Tryggingastofnun hafi án lagastoðar sett tiltekin skilyrði fyrir örorkubótum aftur í tímann. Úrskurðarnefnd almannatrygginga hafi síðan tekið undir með Tryggingastofnun og brotið á þroskaskertri konu með því að draga í efa að fötlun hennar væri meðfædd án þess að gefa henni færi á að leggja fram frekari gögn máli sínu til stuðnings. Hún vildi fá örorkubætur tvö ár aftur í tímann eins og heimilt er samkvæmt lögum.Sigríður Lillý Magnúsdóttir, forstjóri TR.Réttmæt athugasemd en breytir ekki málinu „Ábending umboðsmanns Alþingis að orðalagið „sérstakar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögunum er réttmæt. Munum við þegar bregðast við þeirri ábendingu og lagfæra texta bréfanna. Synjunin á afturvirkum greiðslum örorkulífeyris byggist enda ekki á því hvort um „sérstakar aðstæður“ sé að ræða heldur því hvort skilyrði mats á örorku séu uppfyllt,“ segir Tryggingastofnun. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Daníel Isebarn Ágústssyni, lögmanni Öryrkjabandalags Íslands, sem fór með mál konunnar til umboðsmanns, að Tryggingastofnun hefði árum saman þverskallast við endurteknum ábendingum um að verklag stofnunarinnar væri andstætt lögum. Sagðist Daníel telja hundruð öryrkja hafa verið snuðuð um bætur.Segja úrskurðarnefnd tvístígandi Tryggingastofnun segir í tilkynningu sinni að greiddar séu bætur í allt að tvö ár aftur í tímann ef réttur viðkomandi sé ótvíræður, enda hafi verið sótt um afturvirkar greiðslur. Úrskurðarnefnd almannatrygginga hafi ýmist staðfest þá framkvæmd Tryggingastofnunar að um undanþáguákvæði væri að ræða eða ekki. Fréttablaðið óskaði eftir því við Tryggingastofnun að því yrði svarað hvort stofnunin myndi nú endurupptaka önnur mál en mál fyrrgreindrar konu og þá hversu mörg mál og hversu langt aftur í tímann. Þessu hefur TR ekki svarað að öðru leyti en því sem hér kemur fram að þeir sem telji á sér brotið vegna synjunar á afturvirkum greiðslum geti óskað eftir því að mál þeirra verði tekin upp aftur. Þannig virðist TR ekki ætla að hafa frumkvæði að því að leiðrétta fyrri ákvarðanir sínar.Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands.Öryrkjar segja Tryggingastofnun gera lítið úr áliti umboðsmanns Öryrkjabandalagið lýsir yfir „miklum vonbrigðum“ með viðbrögð Tryggingastofnunar vegna álits umboðsmanns Alþingis í máli þroskaskertu konunnar sem fjallað er um hér að ofan. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir viðbrögð Tryggingastofnunar ekki verða skilin með öðrum hætti en að stofnunin muni halda áfram verklagi sínu og setja viðbótarskilyrði fyrir greiðslum aftur í tímann jafnvel þótt umboðsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að slíkt sé ólögmætt. Einnig segir Daníel TR gera lítið úr niðurstöðu umboðsmanns um að viðbótarskilyrði stofnunar um „sérstakar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögum. Stofnunin segi nú að ekki hafi verið byggt á skilyrði um „sérstakar aðstæður“ við synjun á afturvirkum greiðslum.Rangfærslur hjá Tryggingastofnun „Það er beinlínis rangt enda kemur meðal annars fram að byggt var á því í máli konunnar sem leitaði til umboðsmanns í framangreindu máli,“ segir Daníel sem kveður ÖBÍ auk þess hafa fjölmörg dæmi um að Tryggingastofnun hafi synjað greiðslum aftur í tímann þar sem stofnunin telji ekki uppfyllt skilyrðið um „sérstakar aðstæður“. Þá segir Daníel að Öryrkjabandalagið telji að Tryggingastofnun beri sjálfri að hafa frumkvæði að því að endurupptaka mál en birta ekki aðeins tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar um að þeir geti óskað endurupptöku sem telji á sér brotið.Ber að leiðrétta eigin mistök „Ekki er hægt að ætlast til þess að öryrkjar gæti að þessum atriðum enda er um að ræða flókið lagalegt atriði sem margir átta sig ekki á,“ segir lögmaðurinn sem kveður ljóst að Tryggingastofnun hafi gert mistök við afgreiðslu fjölda mála sem lúti að greiðslum aftur í tímann. „Stofnuninni ber að leiðrétta þau mistök sjálf með því að fara yfir synjanir á slíkum beiðnum á síðustu árum.“ Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Telji einhver að réttur hafi verið á sér brotinn vegna synjunar á afturvirkum greiðslum er bent á að hægt er að óska endurupptöku á málinu hjá stofnuninni,“ segir í tilkynningu frá Tryggingastofnun vegna nýs álits umboðsmanns Alþingis. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær segir umboðsmaður Alþingis að Tryggingastofnun hafi án lagastoðar sett tiltekin skilyrði fyrir örorkubótum aftur í tímann. Úrskurðarnefnd almannatrygginga hafi síðan tekið undir með Tryggingastofnun og brotið á þroskaskertri konu með því að draga í efa að fötlun hennar væri meðfædd án þess að gefa henni færi á að leggja fram frekari gögn máli sínu til stuðnings. Hún vildi fá örorkubætur tvö ár aftur í tímann eins og heimilt er samkvæmt lögum.Sigríður Lillý Magnúsdóttir, forstjóri TR.Réttmæt athugasemd en breytir ekki málinu „Ábending umboðsmanns Alþingis að orðalagið „sérstakar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögunum er réttmæt. Munum við þegar bregðast við þeirri ábendingu og lagfæra texta bréfanna. Synjunin á afturvirkum greiðslum örorkulífeyris byggist enda ekki á því hvort um „sérstakar aðstæður“ sé að ræða heldur því hvort skilyrði mats á örorku séu uppfyllt,“ segir Tryggingastofnun. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Daníel Isebarn Ágústssyni, lögmanni Öryrkjabandalags Íslands, sem fór með mál konunnar til umboðsmanns, að Tryggingastofnun hefði árum saman þverskallast við endurteknum ábendingum um að verklag stofnunarinnar væri andstætt lögum. Sagðist Daníel telja hundruð öryrkja hafa verið snuðuð um bætur.Segja úrskurðarnefnd tvístígandi Tryggingastofnun segir í tilkynningu sinni að greiddar séu bætur í allt að tvö ár aftur í tímann ef réttur viðkomandi sé ótvíræður, enda hafi verið sótt um afturvirkar greiðslur. Úrskurðarnefnd almannatrygginga hafi ýmist staðfest þá framkvæmd Tryggingastofnunar að um undanþáguákvæði væri að ræða eða ekki. Fréttablaðið óskaði eftir því við Tryggingastofnun að því yrði svarað hvort stofnunin myndi nú endurupptaka önnur mál en mál fyrrgreindrar konu og þá hversu mörg mál og hversu langt aftur í tímann. Þessu hefur TR ekki svarað að öðru leyti en því sem hér kemur fram að þeir sem telji á sér brotið vegna synjunar á afturvirkum greiðslum geti óskað eftir því að mál þeirra verði tekin upp aftur. Þannig virðist TR ekki ætla að hafa frumkvæði að því að leiðrétta fyrri ákvarðanir sínar.Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands.Öryrkjar segja Tryggingastofnun gera lítið úr áliti umboðsmanns Öryrkjabandalagið lýsir yfir „miklum vonbrigðum“ með viðbrögð Tryggingastofnunar vegna álits umboðsmanns Alþingis í máli þroskaskertu konunnar sem fjallað er um hér að ofan. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir viðbrögð Tryggingastofnunar ekki verða skilin með öðrum hætti en að stofnunin muni halda áfram verklagi sínu og setja viðbótarskilyrði fyrir greiðslum aftur í tímann jafnvel þótt umboðsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að slíkt sé ólögmætt. Einnig segir Daníel TR gera lítið úr niðurstöðu umboðsmanns um að viðbótarskilyrði stofnunar um „sérstakar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögum. Stofnunin segi nú að ekki hafi verið byggt á skilyrði um „sérstakar aðstæður“ við synjun á afturvirkum greiðslum.Rangfærslur hjá Tryggingastofnun „Það er beinlínis rangt enda kemur meðal annars fram að byggt var á því í máli konunnar sem leitaði til umboðsmanns í framangreindu máli,“ segir Daníel sem kveður ÖBÍ auk þess hafa fjölmörg dæmi um að Tryggingastofnun hafi synjað greiðslum aftur í tímann þar sem stofnunin telji ekki uppfyllt skilyrðið um „sérstakar aðstæður“. Þá segir Daníel að Öryrkjabandalagið telji að Tryggingastofnun beri sjálfri að hafa frumkvæði að því að endurupptaka mál en birta ekki aðeins tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar um að þeir geti óskað endurupptöku sem telji á sér brotið.Ber að leiðrétta eigin mistök „Ekki er hægt að ætlast til þess að öryrkjar gæti að þessum atriðum enda er um að ræða flókið lagalegt atriði sem margir átta sig ekki á,“ segir lögmaðurinn sem kveður ljóst að Tryggingastofnun hafi gert mistök við afgreiðslu fjölda mála sem lúti að greiðslum aftur í tímann. „Stofnuninni ber að leiðrétta þau mistök sjálf með því að fara yfir synjanir á slíkum beiðnum á síðustu árum.“
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira