Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifar 1. október 2014 00:01 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að það eigi að flytja opinber störf út á land. Fréttablaðið/GVA Allar líkur eru á að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk verkefna sem félagsmálaráðuneytið sinnir, verði höfð á landsbyggðinni. „Það er talað um mikilvægi þess í stjórnarsáttmálanum að flytja opinber störf út á land,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Eygló hefur skipað nefnd til að endurskoða stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Í erindisbréfi nefndarinnar segir að hún eigi að vinna að nauðsynlegum lagabreytingum, leggja fram tillögur að nýrri stjórnsýslustofnun, staðsetningu höfuðstöðva hennar og annarra starfsstöðva.Þóroddur Bjarnason.Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Þóroddur segir að samkvæmt byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar eigi að stefna að því að draga úr ójafnri dreifingu ríkisstarfa um landið. „Þetta hefur náttúrulega verið töluvert í umræðunni. Menn hafa talað um að það sé auðveldara að gera það með nýjar stofnanir en gamlar. Hér er auðvitað ný stofnun á ferðinni og augljóst mál að það þarf að skoða það hvort þetta sé dæmi um nýja stofnun sem gæti verið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það er alls ekki víst og það þarf að tala við alla aðila og kanna málið vandlega,“ segir Þóroddur. Eygló Harðardóttir segir að með þessu vonist hún til að það verði hægt að bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. Hún segir að það hafi komið fram fjölmargar ábendingar um að það séu ýmsar brotalamir þegar kemur að þessum málaflokkum. Eygló Harðardóttir„Það eru ekki til nein viðmið um hvað sé góð félagsþjónusta eða barnavernd. Það þarf að skilgreina það. Það verður að koma upp sérstökum gæðastöðlum á þessum sviðum, líkt og menn hafa gert í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Eygló. Hún segir að það sé þar af leiðandi mjög mikilvægt að koma á laggirnar sérstakri stjórnsýslustofnun sem hefði það verkefni með höndum að styðja við sveitarfélögin og tryggja að þjónusta þeirra á sviði barnaverndar og félagsþjónustu verði með sem bestum hætti. Þóroddur segir að vinna nefndarinnar snúist fyrst og fremst um skjólstæðingana. „Þetta er spurning um það hvernig við getum tryggt sem best þá þjónustu fyrir þá sem hennar njóta um allt land. Þá er þetta spurning um það hvernig við stillum af þessi samskipti milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þóroddur. Tengdar fréttir Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Allar líkur eru á að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk verkefna sem félagsmálaráðuneytið sinnir, verði höfð á landsbyggðinni. „Það er talað um mikilvægi þess í stjórnarsáttmálanum að flytja opinber störf út á land,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Eygló hefur skipað nefnd til að endurskoða stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Í erindisbréfi nefndarinnar segir að hún eigi að vinna að nauðsynlegum lagabreytingum, leggja fram tillögur að nýrri stjórnsýslustofnun, staðsetningu höfuðstöðva hennar og annarra starfsstöðva.Þóroddur Bjarnason.Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Þóroddur segir að samkvæmt byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar eigi að stefna að því að draga úr ójafnri dreifingu ríkisstarfa um landið. „Þetta hefur náttúrulega verið töluvert í umræðunni. Menn hafa talað um að það sé auðveldara að gera það með nýjar stofnanir en gamlar. Hér er auðvitað ný stofnun á ferðinni og augljóst mál að það þarf að skoða það hvort þetta sé dæmi um nýja stofnun sem gæti verið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það er alls ekki víst og það þarf að tala við alla aðila og kanna málið vandlega,“ segir Þóroddur. Eygló Harðardóttir segir að með þessu vonist hún til að það verði hægt að bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. Hún segir að það hafi komið fram fjölmargar ábendingar um að það séu ýmsar brotalamir þegar kemur að þessum málaflokkum. Eygló Harðardóttir„Það eru ekki til nein viðmið um hvað sé góð félagsþjónusta eða barnavernd. Það þarf að skilgreina það. Það verður að koma upp sérstökum gæðastöðlum á þessum sviðum, líkt og menn hafa gert í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Eygló. Hún segir að það sé þar af leiðandi mjög mikilvægt að koma á laggirnar sérstakri stjórnsýslustofnun sem hefði það verkefni með höndum að styðja við sveitarfélögin og tryggja að þjónusta þeirra á sviði barnaverndar og félagsþjónustu verði með sem bestum hætti. Þóroddur segir að vinna nefndarinnar snúist fyrst og fremst um skjólstæðingana. „Þetta er spurning um það hvernig við getum tryggt sem best þá þjónustu fyrir þá sem hennar njóta um allt land. Þá er þetta spurning um það hvernig við stillum af þessi samskipti milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þóroddur.
Tengdar fréttir Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59
Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29