Lögreglumenn segja full laun ákærðs aðstoðarmanns mismunun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. september 2014 07:00 Gísli Freyr Valdórsson lýsti sig saklausan af ákæru ríkissaksóknara er málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Fréttablaðið/GVA Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er fyrir trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu, er á fullum launum í leyfi þar til dómsmálinu lýkur. Lögreglumenn í slíkri stöðu eru settir á hálf laun. Mismunun, segir formaður Landssambands lögreglumanna. „Já, þetta skýtur svolítið skökku við, verður að segjast. Þegar kemur að lögreglumönnum þá er um að ræða hálf grunnlaun, það er að segja dagvinnulaunin, en umræddur aðstoðarmaður ráðherra nýtur fullra launa,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Embættismenn fá hálf laun undir málarekstri Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á embættismaður sem leystur er frá störfum um stundarsakir að njóta helmings af föstum launum sem embætti hans fylgja. Þessu ákvæði hefur meðal annars verið beitt í máli lögreglumanns sem ákærður var fyrir harkalega handtöku og lögreglumanns sem ákærður var fyrir misnotkun trúnaðargagna. Ef starfsmaðurinn er sýknaður í dómsmálinu fær hann hinn helming launanna greiddan. Í svari frá innanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þar sem Gísli Freyr sé ekki embættismaður heldur ráðinn sem starfsmaður eigi ofangreint ákvæði ekki við. Af því leiði að Gísli Freyr haldi fullum launum, sem eru 893 þúsund krónur á mánuði. Snorri segir vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Áralöng gagnrýni árangurslaus „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ segir Snorri, sem kveður lögreglumenn hafa gagnrýnt þetta í áraraðir án árangurs: „Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, fór, að áeggjan okkar og eftir samtal við mig, af stað með vinnu sem laut að því að girða fyrir það misræmi sem er að birtast varðandi launaþáttinn og hraðari málsmeðferð. Vinnuhópurinn, sem Landssamband lögreglumanna átti fulltrúa í, skilaði fullbúnum reglum til ráðherra en honum auðnaðist því miður ekki tími til að klára verkið og liggur það nú ofan í einhverri skúffu í dómsmálaráðuneytinu.“ Lekamálið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er fyrir trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu, er á fullum launum í leyfi þar til dómsmálinu lýkur. Lögreglumenn í slíkri stöðu eru settir á hálf laun. Mismunun, segir formaður Landssambands lögreglumanna. „Já, þetta skýtur svolítið skökku við, verður að segjast. Þegar kemur að lögreglumönnum þá er um að ræða hálf grunnlaun, það er að segja dagvinnulaunin, en umræddur aðstoðarmaður ráðherra nýtur fullra launa,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Embættismenn fá hálf laun undir málarekstri Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á embættismaður sem leystur er frá störfum um stundarsakir að njóta helmings af föstum launum sem embætti hans fylgja. Þessu ákvæði hefur meðal annars verið beitt í máli lögreglumanns sem ákærður var fyrir harkalega handtöku og lögreglumanns sem ákærður var fyrir misnotkun trúnaðargagna. Ef starfsmaðurinn er sýknaður í dómsmálinu fær hann hinn helming launanna greiddan. Í svari frá innanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þar sem Gísli Freyr sé ekki embættismaður heldur ráðinn sem starfsmaður eigi ofangreint ákvæði ekki við. Af því leiði að Gísli Freyr haldi fullum launum, sem eru 893 þúsund krónur á mánuði. Snorri segir vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Áralöng gagnrýni árangurslaus „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ segir Snorri, sem kveður lögreglumenn hafa gagnrýnt þetta í áraraðir án árangurs: „Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, fór, að áeggjan okkar og eftir samtal við mig, af stað með vinnu sem laut að því að girða fyrir það misræmi sem er að birtast varðandi launaþáttinn og hraðari málsmeðferð. Vinnuhópurinn, sem Landssamband lögreglumanna átti fulltrúa í, skilaði fullbúnum reglum til ráðherra en honum auðnaðist því miður ekki tími til að klára verkið og liggur það nú ofan í einhverri skúffu í dómsmálaráðuneytinu.“
Lekamálið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira