Upplifun notandans þarf að vera góð 27. ágúst 2014 15:00 Stemningin er afslöppuð og heimilisleg á Hugsmiðjunni en ekki á kostnað metnaðar og fagmennsku. Starfsfólkið er hreykið af því að vera leiðandi afl í íslenskum vefiðnaði. Vísir/GVA Við búum yfir gríðarlegri þekkingu á vefmálum hér innan fyrirtækisins og erum hreykin af því að vera leiðandi afl í íslenskum vefiðnaði,“ segir Ragnheiður H. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar. „Við hjá Hugsmiðjunni höfum unnið til fjölda verðlauna á Íslensku vefverðlaununum og erum gríðarlega metnaðarfull. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 og frá þeim tíma hefur markaðurinn breyst töluvert. Vefir eru að verða einfaldari og einfaldari, í dag er ekki verið að klístra öllu á forsíðu vefsins eins og var kannski áður. Við höfum einnig verið að gera viðmót fyrir hugbúnað þar sem notendaupplifunin er í forgrunni. Það er mikið spáð í það hvernig notandinn kemur að þessu, það þarf að hafa hlutina skýra. Hreinleiki er lykilatriði.“ Sérhæfing Hugsmiðjunnar felst í þessu, það er, að taka flókinn hugbúnað og setja hann á skýrt notendaviðmót. „Þeir sem eru að vinna með hugbúnaðinn eiga að geta áttað sig strax á hvað er að gerast og hvernig flett er í gegnum hlutina í viðmótinu. Til þess að það takist notum við fallega hönnun og að sjálfsögðu mjög klára forritara,“ útskýrir Ragnheiður.Ragnheiður H. Magnúsdóttir segir vefi fyrirtækja þurfa að hafa skýrt notendaviðmót. Vísir/GVAÁhersla á snjalla vefi Viðskiptavinir Hugsmiðjunnar eru aðallega millistór og stór fyrirtæki og stofnanir og rekur Hugsmiðjan yfir fimm hundruð vefi. „Við gerum allt í samstarfi við fyrirtækin. Hjá sumum fyrirtækjum þróum við bara vefina í upphafi og svo verða þau sjálfbjarga eftir það. Önnur fyrirtæki vilja að við sjáum um allt sem varðar vefinn. Við höfum mjög skýran fókus, við erum bara í því að búa til fallega vefi og veitum þá þjónustu frá a til ö, segir Ragnheiður. „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á það undanfarin ár að gera vefina snjalla, það er að þeir séu þannig gerðir að þeir komi vel út í farsímum og spjaldtölvum. Góður vefur er aðgengilegur á öllum nettengdum skjám, til dæmis á þeim sem eru í vösunum hjá fólki. Snjallir vefir rúmast jafn vel í rassvasa og á risaskjá.“ Tæknin er alltaf að breytast og nú má segja að það séu að koma vefviðmót á alla mögulega hluti, úr, ísskápa, bíla og svo má lengi telja. Hugsmiðjan hefur undanfarið unnið að fjölmörgum nýjum vefjum en einnig verið að þróa góð og notendavæn viðmót á mismunandi hugbúnað fyrir nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins. „Þetta á vel við okkur þar sem við erum vön að hanna og þróa vefi fyrir allar skjástærðir og vön því að hugsa um þarfir notendanna. Notandinn á ekki að þurfa að hugsa neitt heldur vera leiddur í gegnum þær aðgerðir sem ætlast er til af honum, það er mikilvægt að notendaupplifunin sé góð.“Ragnheiðir segir það metnað Hugsmiðjunnar að dreifa þeirri þekkingu sem er þar innandyra.Vísir/GVAKennum allt sem við kunnum Hugsmiðjan býður upp á námskeið fyrir alla sem vinna í hugbúnaði í Vefakademíunni. „Við erum með töluverða þekkingu hér innanhúss sem við viljum ekki að tapist,“ segir Ragnheiður. „Í Vefakademíunni kennum við allt sem við kunnum. Námskeiðin eru fyrir vefstjóra, markaðsstjóra og aðra sem vinna við vefmál í fyrirtækjum og stofnunum, en þau eru einnig fyrir alla þá sem hafa áhuga á að starfa innan þessa geira. Það skiptir okkur máli að sitja ekki inni með þekkinguna, við viljum dreifa henni og að fleiri hafi metnað fyrir því að gera hlutina einfalda og þægilega. Vefstjórar í dag eru yfirleitt í hlutastarfi og komast ekki svo langt með starf sitt af því þeir eru að gera svo margt annað. Við viljum að vefstjórar fái tækifæri til að starfa við vefstjórn í fullu starfi. Vefir eru orðnir aðalmarkaðstæki fyrirtækja, þeir sýna ímynd fyrirtækisins og eru gæðastimpill þeirra.“ Reynsluboltar í vefgeiranum munu sjá um kennslu í Vefakademíunni. Sigurjón Ólafsson, sem hefur meðal annars kennt vefstjórn í MA-námi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands, Snorri Páll Haraldsson, sérfræðingur í vefmælingum og vefforritari hjá Hugsmiðjunni, og Margeir Ingólfsson, ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni.Nánari upplýsingar má finna á vefakademian.is og hugsmidjan.is. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Við búum yfir gríðarlegri þekkingu á vefmálum hér innan fyrirtækisins og erum hreykin af því að vera leiðandi afl í íslenskum vefiðnaði,“ segir Ragnheiður H. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar. „Við hjá Hugsmiðjunni höfum unnið til fjölda verðlauna á Íslensku vefverðlaununum og erum gríðarlega metnaðarfull. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 og frá þeim tíma hefur markaðurinn breyst töluvert. Vefir eru að verða einfaldari og einfaldari, í dag er ekki verið að klístra öllu á forsíðu vefsins eins og var kannski áður. Við höfum einnig verið að gera viðmót fyrir hugbúnað þar sem notendaupplifunin er í forgrunni. Það er mikið spáð í það hvernig notandinn kemur að þessu, það þarf að hafa hlutina skýra. Hreinleiki er lykilatriði.“ Sérhæfing Hugsmiðjunnar felst í þessu, það er, að taka flókinn hugbúnað og setja hann á skýrt notendaviðmót. „Þeir sem eru að vinna með hugbúnaðinn eiga að geta áttað sig strax á hvað er að gerast og hvernig flett er í gegnum hlutina í viðmótinu. Til þess að það takist notum við fallega hönnun og að sjálfsögðu mjög klára forritara,“ útskýrir Ragnheiður.Ragnheiður H. Magnúsdóttir segir vefi fyrirtækja þurfa að hafa skýrt notendaviðmót. Vísir/GVAÁhersla á snjalla vefi Viðskiptavinir Hugsmiðjunnar eru aðallega millistór og stór fyrirtæki og stofnanir og rekur Hugsmiðjan yfir fimm hundruð vefi. „Við gerum allt í samstarfi við fyrirtækin. Hjá sumum fyrirtækjum þróum við bara vefina í upphafi og svo verða þau sjálfbjarga eftir það. Önnur fyrirtæki vilja að við sjáum um allt sem varðar vefinn. Við höfum mjög skýran fókus, við erum bara í því að búa til fallega vefi og veitum þá þjónustu frá a til ö, segir Ragnheiður. „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á það undanfarin ár að gera vefina snjalla, það er að þeir séu þannig gerðir að þeir komi vel út í farsímum og spjaldtölvum. Góður vefur er aðgengilegur á öllum nettengdum skjám, til dæmis á þeim sem eru í vösunum hjá fólki. Snjallir vefir rúmast jafn vel í rassvasa og á risaskjá.“ Tæknin er alltaf að breytast og nú má segja að það séu að koma vefviðmót á alla mögulega hluti, úr, ísskápa, bíla og svo má lengi telja. Hugsmiðjan hefur undanfarið unnið að fjölmörgum nýjum vefjum en einnig verið að þróa góð og notendavæn viðmót á mismunandi hugbúnað fyrir nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins. „Þetta á vel við okkur þar sem við erum vön að hanna og þróa vefi fyrir allar skjástærðir og vön því að hugsa um þarfir notendanna. Notandinn á ekki að þurfa að hugsa neitt heldur vera leiddur í gegnum þær aðgerðir sem ætlast er til af honum, það er mikilvægt að notendaupplifunin sé góð.“Ragnheiðir segir það metnað Hugsmiðjunnar að dreifa þeirri þekkingu sem er þar innandyra.Vísir/GVAKennum allt sem við kunnum Hugsmiðjan býður upp á námskeið fyrir alla sem vinna í hugbúnaði í Vefakademíunni. „Við erum með töluverða þekkingu hér innanhúss sem við viljum ekki að tapist,“ segir Ragnheiður. „Í Vefakademíunni kennum við allt sem við kunnum. Námskeiðin eru fyrir vefstjóra, markaðsstjóra og aðra sem vinna við vefmál í fyrirtækjum og stofnunum, en þau eru einnig fyrir alla þá sem hafa áhuga á að starfa innan þessa geira. Það skiptir okkur máli að sitja ekki inni með þekkinguna, við viljum dreifa henni og að fleiri hafi metnað fyrir því að gera hlutina einfalda og þægilega. Vefstjórar í dag eru yfirleitt í hlutastarfi og komast ekki svo langt með starf sitt af því þeir eru að gera svo margt annað. Við viljum að vefstjórar fái tækifæri til að starfa við vefstjórn í fullu starfi. Vefir eru orðnir aðalmarkaðstæki fyrirtækja, þeir sýna ímynd fyrirtækisins og eru gæðastimpill þeirra.“ Reynsluboltar í vefgeiranum munu sjá um kennslu í Vefakademíunni. Sigurjón Ólafsson, sem hefur meðal annars kennt vefstjórn í MA-námi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands, Snorri Páll Haraldsson, sérfræðingur í vefmælingum og vefforritari hjá Hugsmiðjunni, og Margeir Ingólfsson, ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni.Nánari upplýsingar má finna á vefakademian.is og hugsmidjan.is.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira