Reynslan er ólygnust Jón Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2014 07:00 Margt hefur tekist vel á fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar. Atvinnuástand er þokkalegt og ýmsar framkvæmdir á döfinni. Ríkisfjármálin virðast nálgast jafnvægi. Að mörgu leyti má segja að hrunið sé að baki, en eftir er enn að vinna úr fjöldamörgu sem tengist hruninu. Til dæmis er velferðarkerfið greinilega enn í miklum vanda. En ýmislegt bendir til að los sé á stjórnsýslunni. Vandræðin sem dregist hafa yfir innanríkisráðherra eru dæmi um þetta. Dráttur á ákvörðunum um þrotabú bankanna er annað dæmi, og líka tafir á samþykki við áætlun um greiðslur Icesave. Þriðja dæmið gæti verið ummæli fjármálaráðherra þegar hann var rétt í þann mund að skipa seðlabankastjóra, að hann gæti „í augnablikinu“ hugsað sér að fjölga seðlabankastjórum. Síðan má nefna ummæli endurskipaðs seðlabankastjóra um störf sín aðeins „næstu misserin“. Þá er ákafi fjárlaganefndarmanna að tryggja jafnvægi vissulega lofsverður, en ekki fullyrðingar þeirra sem svo eru hraktar jafnóðum. Framundan eru margvíslegar streitur í íslensku efnahagslífi. Og þá getur verið varasamt að forsætisráðherra fari að segja óvæntar spaugsögur. Ekki síst vekur það efasemdir þegar honum mistekst þannig með alþjóðlega kjötbrandara sína að menn halda að hann sé að tala í alvöru. Helstu hættumerkin nú eru að hagvöxtur er algerlega drifinn áfram af einkaneyslu. Að sama skapi er innflutningur að aukast, jafnt í vörum sem þjónustu. Framundan eru aðgerðir til skuldalækkunar sem bætast við þessa neysluspennu, og má þakka að aðeins verður staðið við lítinn hluta loforðanna. Fasteignaverð hefur hækkað og nokkur merki eru um verðbólu. Margt bendir til þess að veruleg harka verði á vinnumarkaði á komandi vetri. Mikil vonbrigði eru innan launþegafélaganna með framvinduna upp á síðkastið, og má reikna með hörðum aðgerðum þeirra. Þetta er gamalkunn atburðarás. En þenslu- og verðbólguvandræði birtast yfirleitt ekki greinilega fyrr en of seint. Þau hlaðast upp í smáskömmtum mánuð eftir mánuð, og loks verður ekki komist lengur undan því að bregðast við þeim, venjulega með gengisfellingu. Jafnvel þótt makríll og ferðamenn skili vel af sér, má nú þegar sjá merki um slíka framvindu. Ein hættan birtist í ummælum stjórnmálamanna um þrotabú föllnu bankanna og uppgjör þeirra. Best væri auðvitað að stjórnmálamenn gættu sín á öllum ummælum um slík málefni sem eru viðfangsefni samningamanna eða dómara. Öll þessi ummæli eru þýdd og geymd í vopnabúrum erlendra lögmanna. Það getur verið varhugavert að fullyrða nokkuð um það hvort er „betra eða heppilegara“ samningur eða gjaldþrotameðferð. Það er áhættusamt ef hagsmunaaðilar fá átyllu til að saka stjórnvöld um pólitískan þrýsting meðan mál eru í vinnslu. Þetta er ekki sagt hér til að „tala niður íslenskan málstað“, heldur er vinur sá er til vamms segir. Gjaldeyrishöftum verður ekki lyft á næstunni, enda flókið ferli áður við þrotabú bankanna. Fyrir utan verðtryggða krónu höfum við nú þegar margfalt gengi: opinbert haftagengi, lækkað útboðsgengi Seðlabankans, og ýmis frávik í öðrum skiptum. Margir hrökkva við þegar talað er um að „einangra“ þrotabúin og áhrif uppgjöra „frá hagkerfinu“ að öðru leyti. Menn fara að velta því fyrir sér hvort nú eigi virkilega að hverfa aftur fyrir árið 1959 og byrja á ný með millifærslur, uppbætur og margfalt gengi. Í sömu átt hníga sum gagnrýnisorð ráðamanna um peningamálastefnu Seðlabankans. Vonandi hafa ráðamenn reynslu þjóðarinnar í huga og varast gömul víti þegar ákvarðanir verða teknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Margt hefur tekist vel á fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar. Atvinnuástand er þokkalegt og ýmsar framkvæmdir á döfinni. Ríkisfjármálin virðast nálgast jafnvægi. Að mörgu leyti má segja að hrunið sé að baki, en eftir er enn að vinna úr fjöldamörgu sem tengist hruninu. Til dæmis er velferðarkerfið greinilega enn í miklum vanda. En ýmislegt bendir til að los sé á stjórnsýslunni. Vandræðin sem dregist hafa yfir innanríkisráðherra eru dæmi um þetta. Dráttur á ákvörðunum um þrotabú bankanna er annað dæmi, og líka tafir á samþykki við áætlun um greiðslur Icesave. Þriðja dæmið gæti verið ummæli fjármálaráðherra þegar hann var rétt í þann mund að skipa seðlabankastjóra, að hann gæti „í augnablikinu“ hugsað sér að fjölga seðlabankastjórum. Síðan má nefna ummæli endurskipaðs seðlabankastjóra um störf sín aðeins „næstu misserin“. Þá er ákafi fjárlaganefndarmanna að tryggja jafnvægi vissulega lofsverður, en ekki fullyrðingar þeirra sem svo eru hraktar jafnóðum. Framundan eru margvíslegar streitur í íslensku efnahagslífi. Og þá getur verið varasamt að forsætisráðherra fari að segja óvæntar spaugsögur. Ekki síst vekur það efasemdir þegar honum mistekst þannig með alþjóðlega kjötbrandara sína að menn halda að hann sé að tala í alvöru. Helstu hættumerkin nú eru að hagvöxtur er algerlega drifinn áfram af einkaneyslu. Að sama skapi er innflutningur að aukast, jafnt í vörum sem þjónustu. Framundan eru aðgerðir til skuldalækkunar sem bætast við þessa neysluspennu, og má þakka að aðeins verður staðið við lítinn hluta loforðanna. Fasteignaverð hefur hækkað og nokkur merki eru um verðbólu. Margt bendir til þess að veruleg harka verði á vinnumarkaði á komandi vetri. Mikil vonbrigði eru innan launþegafélaganna með framvinduna upp á síðkastið, og má reikna með hörðum aðgerðum þeirra. Þetta er gamalkunn atburðarás. En þenslu- og verðbólguvandræði birtast yfirleitt ekki greinilega fyrr en of seint. Þau hlaðast upp í smáskömmtum mánuð eftir mánuð, og loks verður ekki komist lengur undan því að bregðast við þeim, venjulega með gengisfellingu. Jafnvel þótt makríll og ferðamenn skili vel af sér, má nú þegar sjá merki um slíka framvindu. Ein hættan birtist í ummælum stjórnmálamanna um þrotabú föllnu bankanna og uppgjör þeirra. Best væri auðvitað að stjórnmálamenn gættu sín á öllum ummælum um slík málefni sem eru viðfangsefni samningamanna eða dómara. Öll þessi ummæli eru þýdd og geymd í vopnabúrum erlendra lögmanna. Það getur verið varhugavert að fullyrða nokkuð um það hvort er „betra eða heppilegara“ samningur eða gjaldþrotameðferð. Það er áhættusamt ef hagsmunaaðilar fá átyllu til að saka stjórnvöld um pólitískan þrýsting meðan mál eru í vinnslu. Þetta er ekki sagt hér til að „tala niður íslenskan málstað“, heldur er vinur sá er til vamms segir. Gjaldeyrishöftum verður ekki lyft á næstunni, enda flókið ferli áður við þrotabú bankanna. Fyrir utan verðtryggða krónu höfum við nú þegar margfalt gengi: opinbert haftagengi, lækkað útboðsgengi Seðlabankans, og ýmis frávik í öðrum skiptum. Margir hrökkva við þegar talað er um að „einangra“ þrotabúin og áhrif uppgjöra „frá hagkerfinu“ að öðru leyti. Menn fara að velta því fyrir sér hvort nú eigi virkilega að hverfa aftur fyrir árið 1959 og byrja á ný með millifærslur, uppbætur og margfalt gengi. Í sömu átt hníga sum gagnrýnisorð ráðamanna um peningamálastefnu Seðlabankans. Vonandi hafa ráðamenn reynslu þjóðarinnar í huga og varast gömul víti þegar ákvarðanir verða teknar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun