Örlagaríkasta sjóorrustan? Illugi Jökulsson skrifar 16. ágúst 2014 16:00 Portúgölsk herskip á 16. öld. Einhvern tíma snemma á unglingsárunum fékk ég óguðlegan áhuga á herskipum og sjóorrustum. Hafi verið einhver ein sérstök ástæða fyrir því voru það líklega þorskastríðin. Fyrst ætlaði ég bara að henda reiður á hvað þær hétu, bresku freigáturnar sem íslensku varðskipin áttu sífellt í höggi við, en það endaði með ósköpum. Allt í einu var ég orðinn eini táningurinn á Íslandi sem hafði pantað sér nýjustu útgáfu af doðrantinum Jane's Fighting Ships og líka fjögurra binda opinbera sögu breska flotans í seinni heimsstyrjöld, The War at Sea, gefið út af Her Majesty's Stationary Office á árunum 1954-61, alls eitthvað um 2.000 blaðsíður. Og svo las ég af áfergju um mestu sjóorrusturnar sem allar virtust hafa ráðið úrslitum í veraldarsögunni, hver á sinn hátt: Salamis árið 480 fyrir Krist, Lepanto 1571 eftir Krist, Trafalgar 1805, Jótland 1916, Midway 1942. „Eins gott að þessar orrustur enduðu allar eins og þær enduðu,“ hugsaði hinn kornungi herskipafræðingur, „annars hefði heimurinn orðið allt öðruvísi, og náttúrlega miklu verri.“ Seinna rann upp fyrir mér að það var nokkuð ofmælt að þessar sjóorrustur hefðu skipt svo miklu máli. Það er að vísu engin leið að neita því að líklega var sigur Aþeninga á Persum við Salamis býsna mikilvægur, en þótt Tyrkir hefðu unnið flota kristindómsins við Lepanto hefði flotastyrkur þeirra samt ekki nægt til varanlegra yfirráða yfir Miðjarðarhafinu. Og þótt floti Napóleons hefði unnið orrustuna við Trafalgar hefði Korsíkubúinn knái verið litlu nær innrás á Bretland. Orrustan við Jótland skipti nákvæmlega engu máli þegar upp var staðið í fyrri heimsstyrjöld, og japanskur sigur við Midway hefði bara frestað óhjákvæmilegri sigursiglingu ameríska flotans á Kyrrahafi um svona hálft ár í mesta lagi. Francisco de Almeida Lítil en kná úthafsskip Það eru reyndar furðu vandfundnar sjóorrustur sem skipta verulegu máli í sögunni, svo miklu að úrslit þeirra hafi beinlínis ráðið örlögum þjóða lengi á eftir. En þó hef ég núna, seint og um síðir, löngu eftir að ég er búinn að týna The War At Sea og öðrum herskipabókum, fundið sjóorrustu sem kannski skipti raunverulega verulegu máli. Og breytti beinlínis gangi heimssögunnar. Og þá vill svo undarlega að ekki er um að ræða stórorrustu þar sem tókust á hundruð herskipa af fullkomnustu gerð síns tíma, hvorki línuskip Napóleonstímans með sín 120 fallstykki né meira en 30.000 tonna bryntröll flotadeildanna við Jótland, nei, ónei. Til leiks sigldu annars vegar 18 skip portúgölsk, lítil en kná úthafsskip, búin léttum en meðfærilegum fallbyssum sem þrautþjálfaðar áhafnir önnuðust, en hins vegar ekki nema 12 egifskar galeiður sem studdar voru 80 litlum og lágum seglbátum. Og orrustan fór fram við smáeyjuna Díú við Kaþíavar-skaga á Indlandi í febrúar 1509. Það sem gerðist var þetta: Árið áður hafði sameinaður floti Egifta og Tyrkja, alls 12 skip, sigrað átta skipa flota Portúgala þar sem hét Chaul á Indlandsströnd. Foringi Portúgala féll, Lourenço de Almeida, og margir Portúgalar voru teknir til fanga. Þeir voru hafðir í haldi á Díu-eyju þar sem Egiftar og Tyrkir höfðu bækistöðvar ásamt indverskum bandamönnum sínum, og var þeirra helstur kóngurinn í Kalíkút. Faðir Lourenço var Francisco de Almeida, æðstur Portúgala á Indlandshafi, og hann var ráðinn í að hefna sonar síns og ófaranna við Chaul. Í febrúar 1509 stefndi hann skipum sínum til Díú og fór svo mikinn að Egiftar töldu ráðlegast að halda sig í höfninni á galeiðum sínum og freista þess að láta fallbyssur í hafnarvirki Díú hjálpa sér að yfirbuga portúgalska flotann. Það tókst ekki, Francisco sigldi skipum sínum inn í höfnina á fullri ferð og fallbyssur hans reyndust skæðari vopn en fallstykki tyrkneska flotans og hafnarvirkisins, auk þess sem hermenn af portúgölsku skipunum voru harðari í horn að taka en hinir tyrknesku þegar í návígi var komið. Að lokum gafst foringi Egifta upp, Malik Ayyaz hét hann, reyndar ættaður frá Rússlandi, og hafði þá orðið mikið mannfall í liði hans. Malik lét lausa þá portúgölsku fanga sem hann hafði tekið árið áður og reyndust þeir vel á sig komnir og höfðu haft nóg að bíta og brenna í prísundinni, en Francisco farnaðist öðruvísi við þá stríðsfanga sem hann tók við Díú, þeir voru ýmist brenndir lifandi eða hengdir og sumir voru bundnir fastir fyrir framan fallbyssuhlaup og svo hleypt af. Þannig hefndi Francisco sonar síns. Og þannig lauk orrustunni með algjörum sigri Portúgala. Svo illa höfðu egifsku galeiðurnar verið leiknar í viðureigninni við hina portúgölsku karkara og karavellur að þeim foringjum Egifta, Tyrkja og Indverja sem þarna höfðu beðið lægri hlut þótti þaðan í frá hollast að vera ekkert að atast mikið í portúgalska flotanum á Indlandshafi. Og galeiðurnar drógu sig pent í hlé meðan karkarar Portúgals smeygðu sér um sjó og víkur. En hvað var þá svona merkilegt við þessa orrustu, að hún hafi verið afdrifaríkari en flestallir þeir stórslagir á hafinu sem ég taldi upp í byrjun greinar? Jú, nú kemur loksins að því. Skipti sköpum Íslam kom fram á sjónarsviðið á sjöundu öld eftir Krist. Múslímar náðu undir sig Miðausturlöndum á innan við öld og teygðu sig svo inn í Evrópu, en þótt þeir næðu Spáni, þá stöðvaðist framrás þeirra þar. Og við Evrópumenn hneigjumst til að álíta að síðan hafi annars vegar kristindómurinn og hins vegar íslam verið í nokkuð föstum skorðum næstu þúsund árin eins og andstæðingar í niðurgröfnum skotgröfum sem hvorugur fær hróflað við. Múslímar misstu að vísu Spán en fengu Balkanskagann í staðinn þegar Tyrkir komu til sögunnar. Að öðru leyti hafi kyrrstaða einkennt heimsmyndina fram til þess tíma þegar kristnu Evrópulöndin hófu siglingar af kappi um aldamótin 1500 og endaði með því að þau náðu yfirburðastöðu í veröldinni, en íslam sat eftir í skotgröfinni. Þessi mynd er kannski rétt út frá sjónarhóli Evrópumanna framan af, en frá sjónarhóli íslams er hún alröng. Útþensla íslams stöðvaðist að vísu í Evrópu en allt fram að flekaskilum miðalda og nútíma um 1500 hélt hún áfram af fullum krafti í Afríku og Asíu. Um það leyti sem Portúgalir komu siglandi inn á Indlandshaf voru múslímar til dæmis nýorðnir ráðandi á indónesísku eyjunum. Og þá voru Tyrkir ásamt bandamönnum sínum í Egiftalandi líka til þess að gera nýbúnir að leggja undir sig siglingaleiðirnar um Indlandshaf, yfirleitt í góðri sátt við indverska kónga og fursta, hvort heldur þeir voru hindúar eða múslímar. Mergurinn málsins er þessi: Á síðustu áratugum 15. aldar og í blábyrjun 16. aldar urðu miklar framfarir í siglingum í Vestur-Evrópu, einkum á Spáni og í Portúgal. Karkararnir voru orðnir frábær úthafsskip og gerðu Portúgölum kleift að komast inn á Indlandshaf. Þar stóð þá útþensla múslíma enn yfir fyrir fullum galeiðuseglum. Orrustan við Díú skipti sköpum. Eftir hana drógu flotar múslíma sig að mestu í hlé á hafinu. En ef þeir hefðu nú unnið og Portúgalar þurft að hörfa af Indlandshafi, þá hefði kannski sókn þeirra og síðar annarra Evrópumanna inn á Indlandshaf og um Asíulönd og indónesísku eyjarnar alls ekki átt sér stað. Indlandshaf hefði orðið yfirráðasvæði múslíma og þeir lokað leið Evrópu til Austur-Afríku, Suðaustur-Asíu og Indlands. Og þá hefði nú sagan heldur betur orðið öðruvísi en hún varð, þegar Evrópuríkin færðu sig sífellt upp á skaftið og gerðu á endanum nær allt þetta svæði að nýlendum sínum. Þess vegna hlýt ég að líta svo nú svo á að orrustan við Díú sé miklu mikilvægari en hver sá annar rammislagur á hafinu sem ég hreifst þó svo af áður fyrr. Flækjusaga Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Einhvern tíma snemma á unglingsárunum fékk ég óguðlegan áhuga á herskipum og sjóorrustum. Hafi verið einhver ein sérstök ástæða fyrir því voru það líklega þorskastríðin. Fyrst ætlaði ég bara að henda reiður á hvað þær hétu, bresku freigáturnar sem íslensku varðskipin áttu sífellt í höggi við, en það endaði með ósköpum. Allt í einu var ég orðinn eini táningurinn á Íslandi sem hafði pantað sér nýjustu útgáfu af doðrantinum Jane's Fighting Ships og líka fjögurra binda opinbera sögu breska flotans í seinni heimsstyrjöld, The War at Sea, gefið út af Her Majesty's Stationary Office á árunum 1954-61, alls eitthvað um 2.000 blaðsíður. Og svo las ég af áfergju um mestu sjóorrusturnar sem allar virtust hafa ráðið úrslitum í veraldarsögunni, hver á sinn hátt: Salamis árið 480 fyrir Krist, Lepanto 1571 eftir Krist, Trafalgar 1805, Jótland 1916, Midway 1942. „Eins gott að þessar orrustur enduðu allar eins og þær enduðu,“ hugsaði hinn kornungi herskipafræðingur, „annars hefði heimurinn orðið allt öðruvísi, og náttúrlega miklu verri.“ Seinna rann upp fyrir mér að það var nokkuð ofmælt að þessar sjóorrustur hefðu skipt svo miklu máli. Það er að vísu engin leið að neita því að líklega var sigur Aþeninga á Persum við Salamis býsna mikilvægur, en þótt Tyrkir hefðu unnið flota kristindómsins við Lepanto hefði flotastyrkur þeirra samt ekki nægt til varanlegra yfirráða yfir Miðjarðarhafinu. Og þótt floti Napóleons hefði unnið orrustuna við Trafalgar hefði Korsíkubúinn knái verið litlu nær innrás á Bretland. Orrustan við Jótland skipti nákvæmlega engu máli þegar upp var staðið í fyrri heimsstyrjöld, og japanskur sigur við Midway hefði bara frestað óhjákvæmilegri sigursiglingu ameríska flotans á Kyrrahafi um svona hálft ár í mesta lagi. Francisco de Almeida Lítil en kná úthafsskip Það eru reyndar furðu vandfundnar sjóorrustur sem skipta verulegu máli í sögunni, svo miklu að úrslit þeirra hafi beinlínis ráðið örlögum þjóða lengi á eftir. En þó hef ég núna, seint og um síðir, löngu eftir að ég er búinn að týna The War At Sea og öðrum herskipabókum, fundið sjóorrustu sem kannski skipti raunverulega verulegu máli. Og breytti beinlínis gangi heimssögunnar. Og þá vill svo undarlega að ekki er um að ræða stórorrustu þar sem tókust á hundruð herskipa af fullkomnustu gerð síns tíma, hvorki línuskip Napóleonstímans með sín 120 fallstykki né meira en 30.000 tonna bryntröll flotadeildanna við Jótland, nei, ónei. Til leiks sigldu annars vegar 18 skip portúgölsk, lítil en kná úthafsskip, búin léttum en meðfærilegum fallbyssum sem þrautþjálfaðar áhafnir önnuðust, en hins vegar ekki nema 12 egifskar galeiður sem studdar voru 80 litlum og lágum seglbátum. Og orrustan fór fram við smáeyjuna Díú við Kaþíavar-skaga á Indlandi í febrúar 1509. Það sem gerðist var þetta: Árið áður hafði sameinaður floti Egifta og Tyrkja, alls 12 skip, sigrað átta skipa flota Portúgala þar sem hét Chaul á Indlandsströnd. Foringi Portúgala féll, Lourenço de Almeida, og margir Portúgalar voru teknir til fanga. Þeir voru hafðir í haldi á Díu-eyju þar sem Egiftar og Tyrkir höfðu bækistöðvar ásamt indverskum bandamönnum sínum, og var þeirra helstur kóngurinn í Kalíkút. Faðir Lourenço var Francisco de Almeida, æðstur Portúgala á Indlandshafi, og hann var ráðinn í að hefna sonar síns og ófaranna við Chaul. Í febrúar 1509 stefndi hann skipum sínum til Díú og fór svo mikinn að Egiftar töldu ráðlegast að halda sig í höfninni á galeiðum sínum og freista þess að láta fallbyssur í hafnarvirki Díú hjálpa sér að yfirbuga portúgalska flotann. Það tókst ekki, Francisco sigldi skipum sínum inn í höfnina á fullri ferð og fallbyssur hans reyndust skæðari vopn en fallstykki tyrkneska flotans og hafnarvirkisins, auk þess sem hermenn af portúgölsku skipunum voru harðari í horn að taka en hinir tyrknesku þegar í návígi var komið. Að lokum gafst foringi Egifta upp, Malik Ayyaz hét hann, reyndar ættaður frá Rússlandi, og hafði þá orðið mikið mannfall í liði hans. Malik lét lausa þá portúgölsku fanga sem hann hafði tekið árið áður og reyndust þeir vel á sig komnir og höfðu haft nóg að bíta og brenna í prísundinni, en Francisco farnaðist öðruvísi við þá stríðsfanga sem hann tók við Díú, þeir voru ýmist brenndir lifandi eða hengdir og sumir voru bundnir fastir fyrir framan fallbyssuhlaup og svo hleypt af. Þannig hefndi Francisco sonar síns. Og þannig lauk orrustunni með algjörum sigri Portúgala. Svo illa höfðu egifsku galeiðurnar verið leiknar í viðureigninni við hina portúgölsku karkara og karavellur að þeim foringjum Egifta, Tyrkja og Indverja sem þarna höfðu beðið lægri hlut þótti þaðan í frá hollast að vera ekkert að atast mikið í portúgalska flotanum á Indlandshafi. Og galeiðurnar drógu sig pent í hlé meðan karkarar Portúgals smeygðu sér um sjó og víkur. En hvað var þá svona merkilegt við þessa orrustu, að hún hafi verið afdrifaríkari en flestallir þeir stórslagir á hafinu sem ég taldi upp í byrjun greinar? Jú, nú kemur loksins að því. Skipti sköpum Íslam kom fram á sjónarsviðið á sjöundu öld eftir Krist. Múslímar náðu undir sig Miðausturlöndum á innan við öld og teygðu sig svo inn í Evrópu, en þótt þeir næðu Spáni, þá stöðvaðist framrás þeirra þar. Og við Evrópumenn hneigjumst til að álíta að síðan hafi annars vegar kristindómurinn og hins vegar íslam verið í nokkuð föstum skorðum næstu þúsund árin eins og andstæðingar í niðurgröfnum skotgröfum sem hvorugur fær hróflað við. Múslímar misstu að vísu Spán en fengu Balkanskagann í staðinn þegar Tyrkir komu til sögunnar. Að öðru leyti hafi kyrrstaða einkennt heimsmyndina fram til þess tíma þegar kristnu Evrópulöndin hófu siglingar af kappi um aldamótin 1500 og endaði með því að þau náðu yfirburðastöðu í veröldinni, en íslam sat eftir í skotgröfinni. Þessi mynd er kannski rétt út frá sjónarhóli Evrópumanna framan af, en frá sjónarhóli íslams er hún alröng. Útþensla íslams stöðvaðist að vísu í Evrópu en allt fram að flekaskilum miðalda og nútíma um 1500 hélt hún áfram af fullum krafti í Afríku og Asíu. Um það leyti sem Portúgalir komu siglandi inn á Indlandshaf voru múslímar til dæmis nýorðnir ráðandi á indónesísku eyjunum. Og þá voru Tyrkir ásamt bandamönnum sínum í Egiftalandi líka til þess að gera nýbúnir að leggja undir sig siglingaleiðirnar um Indlandshaf, yfirleitt í góðri sátt við indverska kónga og fursta, hvort heldur þeir voru hindúar eða múslímar. Mergurinn málsins er þessi: Á síðustu áratugum 15. aldar og í blábyrjun 16. aldar urðu miklar framfarir í siglingum í Vestur-Evrópu, einkum á Spáni og í Portúgal. Karkararnir voru orðnir frábær úthafsskip og gerðu Portúgölum kleift að komast inn á Indlandshaf. Þar stóð þá útþensla múslíma enn yfir fyrir fullum galeiðuseglum. Orrustan við Díú skipti sköpum. Eftir hana drógu flotar múslíma sig að mestu í hlé á hafinu. En ef þeir hefðu nú unnið og Portúgalar þurft að hörfa af Indlandshafi, þá hefði kannski sókn þeirra og síðar annarra Evrópumanna inn á Indlandshaf og um Asíulönd og indónesísku eyjarnar alls ekki átt sér stað. Indlandshaf hefði orðið yfirráðasvæði múslíma og þeir lokað leið Evrópu til Austur-Afríku, Suðaustur-Asíu og Indlands. Og þá hefði nú sagan heldur betur orðið öðruvísi en hún varð, þegar Evrópuríkin færðu sig sífellt upp á skaftið og gerðu á endanum nær allt þetta svæði að nýlendum sínum. Þess vegna hlýt ég að líta svo nú svo á að orrustan við Díú sé miklu mikilvægari en hver sá annar rammislagur á hafinu sem ég hreifst þó svo af áður fyrr.
Flækjusaga Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira