Ráðherra biðst undan dómsmálum ingvar haraldsson skrifar 16. ágúst 2014 11:00 Aðstoðarmaðurinn ákærður Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið. vísir/stefán Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leyst frá skyldum sínum sem ráðherra dómsmála á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni hennar, stendur yfir. Gísla Frey barst ákæra frá ríkissaksóknara síðdegis í gær vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitandann Tony Omos. Hanna Birna segist hafa leyst Gísla Frey frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum. Hanna Birna sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi ekki vilja tjá sig frekar um málið að sinni. Sjálf hefur Hanna Birna ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið sem birtist í fjölmiðlum. Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu, segist ekki hafa verið ákærð vegna málsins. Þann 20. nóvember á síðasta ári birtust fréttir í fjölmiðlum um að hælisleitandinn Tony Omos væri grunaður um aðild að mansali. Fréttirnar voru byggðar á minnisblaði sem fullyrt var að væru úr innanríkisráðuneytinu. Daginn áður hafði verið boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið vegna þess að vísa ætti Tony Omos úr landi. Lögreglurannsókn hófst á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins vegna lekamálsins í febrúar eftir að ríkissaksóknari fór fram á það. Við rannsókn málsins fór lögregla fram á það við blaðamann mbl.is að hann upplýsti um samskipti sín við heimildarmann sinn í innanríkisráðuneytinu. Blaðamaðurinn neitaði að veita slíkar upplýsingar og því fór málið fyrir bæði Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt sem dæmdi að blaðamaðurinn þyrfti ekki að upplýsa um heimildarmann sinn. Í úrskurði dómstólanna kom fram að „starfsmaður B“ hjá innanríkisráðuneytinu hefði réttarstöðu grunaðs manns. Fyrr í gær birtust á vef innanríkisráðuneytisins svör við spurningum umboðsmanns Alþingis er varða samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Birna sagði engin gögn vera til frá tveimur af þeim fjórum fundum sem hún átti með Stefáni eftir að rannsókn lekamálsins hófst. Ráðherra ítrekar að enginn af þessum fjórum fundum hennar með Stefáni hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. Í svari ráðherra segir að á tveimur fyrri fundunum hafi lögreglustjóri upplýst hana um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns. Reglur um skráningu formlegra samskipta í Stjórnarráði Íslands greina að skrá skuli í málaskrá ráðuneytis formleg samskipti og formlega fundi. Í svari sínu segir ráðherra að reglurnar nái ekki til tveggja fyrrnefndra funda, né heldur símtöl þeirra á milli, enda hafi ekki verið fjallað um mál sem voru til umfjöllunar í ráðuneytinu. Lekamálið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leyst frá skyldum sínum sem ráðherra dómsmála á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni hennar, stendur yfir. Gísla Frey barst ákæra frá ríkissaksóknara síðdegis í gær vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitandann Tony Omos. Hanna Birna segist hafa leyst Gísla Frey frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum. Hanna Birna sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi ekki vilja tjá sig frekar um málið að sinni. Sjálf hefur Hanna Birna ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið sem birtist í fjölmiðlum. Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu, segist ekki hafa verið ákærð vegna málsins. Þann 20. nóvember á síðasta ári birtust fréttir í fjölmiðlum um að hælisleitandinn Tony Omos væri grunaður um aðild að mansali. Fréttirnar voru byggðar á minnisblaði sem fullyrt var að væru úr innanríkisráðuneytinu. Daginn áður hafði verið boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið vegna þess að vísa ætti Tony Omos úr landi. Lögreglurannsókn hófst á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins vegna lekamálsins í febrúar eftir að ríkissaksóknari fór fram á það. Við rannsókn málsins fór lögregla fram á það við blaðamann mbl.is að hann upplýsti um samskipti sín við heimildarmann sinn í innanríkisráðuneytinu. Blaðamaðurinn neitaði að veita slíkar upplýsingar og því fór málið fyrir bæði Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt sem dæmdi að blaðamaðurinn þyrfti ekki að upplýsa um heimildarmann sinn. Í úrskurði dómstólanna kom fram að „starfsmaður B“ hjá innanríkisráðuneytinu hefði réttarstöðu grunaðs manns. Fyrr í gær birtust á vef innanríkisráðuneytisins svör við spurningum umboðsmanns Alþingis er varða samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Birna sagði engin gögn vera til frá tveimur af þeim fjórum fundum sem hún átti með Stefáni eftir að rannsókn lekamálsins hófst. Ráðherra ítrekar að enginn af þessum fjórum fundum hennar með Stefáni hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. Í svari ráðherra segir að á tveimur fyrri fundunum hafi lögreglustjóri upplýst hana um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns. Reglur um skráningu formlegra samskipta í Stjórnarráði Íslands greina að skrá skuli í málaskrá ráðuneytis formleg samskipti og formlega fundi. Í svari sínu segir ráðherra að reglurnar nái ekki til tveggja fyrrnefndra funda, né heldur símtöl þeirra á milli, enda hafi ekki verið fjallað um mál sem voru til umfjöllunar í ráðuneytinu.
Lekamálið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira