Að starfrækja náttúrufræðibraut Stefán G. Jónsson skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Í upphafi júlímánaðar var birt skýrsla á vef menntamálaráðuneytisins um úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum en athugaðir voru níu framhaldsskólar. Ákveðið var að horfa á nám nemenda á fyrstu önn (STÆ102/103 eða sambærilegt nám), nám í tölfræði (STÆ313 eða sambærilegt nám) og nám sambærilegt við STÆ503 sem er síðasti stærðfræðiáfangi á náttúrufræðibraut í mörgum skólum. Skýrsla sem þessi verðskuldar athygli og umræður en hér er fjallað um mál sem tengist menntun í tæknisamfélagi. Helstu niðurstöður eru settar fram fremst í skýrslunni og þeim skipt í 16 liði og tillögum til úrbóta í 11 liði. Hægt væri að gera athugasemdir við einstök atriði skýrslunnar og sumar ályktanir í henni en ekki er unnt að taka nema lítið fyrir í stuttri blaðagrein. Hér eru því rædd vandamál sem tengjast náttúrufræðibrautum.Munur á milli skóla Í einni af niðurstöðunum skýrslunnar segir: „Mikill munur er á áföngum milli skóla bæði hvað snertir innihald og námskröfur.“ Í annarri þeirra segir: „Sumir framhaldsskólar útskrifa nemendur af náttúrufræðibraut með prófgráður sem standa ekki undir nafni. Hér er átt við að samkvæmt prófgráðunum ættu nemendurnir að hafa traustan grunn fyrir tiltekið háskólanám, en ráða í reynd illa við það sökum lélegs undirbúnings.“ Öllum ætti að vera ljóst að það er mjög alvarlegt ef prófgráður standa ekki undir nafni líkt og hér er sagt. Ekki kemur fram við hvaða skóla er átt en alls voru níu skólar til athugunar. Fjórir þessara skóla hafa yfir 1.000 nemendur en í aðeins einum þeirra eru færri en 500 nemendur, eða 257. Þetta eru því yfirleitt ekki smáskólar sem jafnan eiga erfiðara með að standa undir fjölbreyttu og vönduðu námi.Menntun kennara Í einni af tillögum til úrbóta segir: „Framhaldsskólar sem hafa ekki nægilega vel menntaða kennara í stærðfræði (og raungreinum) ættu ekki að bjóða upp á nám á náttúrufræðibraut nema í undantekningartilfellum og þá í nánu samstarfi við skóla sem hefur öfluga náttúrufræðibraut.“ Þegar skoðaðar eru upplýsingar í skýrslunni um menntun þeirra sem kenna stærðfræði vekur athygli sá fjöldi sem hefur lokið háskólanámi þar sem stærðfræði er óverulegur hluti af náminu. Einnig hve margir sem hafa menntað sig sem grunnskólakennarar með stærðfræðikjörsviði starfa í framhaldsskóla. Slíkt hlýtur að auka mjög á vandann í grunnskólum, þegar þeir best menntuðu í stærðfræði hverfa þaðan. Þegar minnst er á raungreinar, sem hér er gert innan sviga, þarf að hafa í huga að jafnan er átt við fleiri námsgreinar eins og til dæmis eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Má því spyrja sig hvort ekki sé lágmark að kennarar slíkra greina hafi háskólapróf í grein sinni líkt og gengið er út frá að stærðfræðikennarar hafi. Svo má bæta við að það þarf tæki og ýmsan búnað til að kennsla náttúrufræðigreina sé viðunandi. Þrír skólanna voru án kennara með háskólapróf í stærðfræði. Mjög líklegt er að ástandið til dæmis í eðlisfræði sé ekki mikið betra.Vandi nemenda í raungreinanámi í háskóla Í skýrslunni segir á bls. 51: „Hvort sem litið er til HÍ eða HR þá lendir a.m.k. helmingur þeirra sem byrja í verkfræðinámi í vandræðum með stærðfræði.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að rætt hafi verið við Hilmar Braga Janusson, sviðsforseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, og Guðrúnu A. Sævarsdóttur, deildarforseta Tækni- og verkfræðideildar HR. Í skýrslunni segir: „Bæði sögðu þau að ekki stæði til að minnka námskröfur í stærðfræði.“ Er sú afstaða mjög skiljanleg því þeir sem kenna á efsta skólastigi eiga þess ekki kost að velta vandamálunum áfram á aðra, en þurfa auk þess að standast alþjóðlegan samanburð.Hvað ætti að gera? Í viðtali við menntamálaráðherra þegar skýrslan var birt segir hann: „Þetta er mjög alvarlegt mál. Háskólinn á ekki að þurfa að eyða tíma í að kenna það sem á að lærast í framhaldsskólum.“ Þetta er auðvitað rökrétt en líklegt er að þeir sem nú undirbúa nemendur sem best muni lenda í verulegum vanda ef framhaldsskólinn verður styttur. Eðlilegt er að gera án tafar athugun á því hvaða skólar geta boðið upp á náttúrufræðibraut með sómasamlegum hætti. Gerðar verði ráðstafanir til að styðja sérstaklega við þá sem ekki uppfylla þau skilyrði en gætu það án meiriháttar lagfæringa. Viðurkenna þarf svo að lokum að sumir skólar eiga alls ekki heima í þessum hópi. Ef haldið er áfram sem horfir þá er það svik við þá nemendur sem stunda nám í fleiri ár í þeirri trú að það dugi til framhalds en hrökklast svo frá háskólanámi sem hugur þeirra stóð til eins og mörg dæmi munu vera um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í upphafi júlímánaðar var birt skýrsla á vef menntamálaráðuneytisins um úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum en athugaðir voru níu framhaldsskólar. Ákveðið var að horfa á nám nemenda á fyrstu önn (STÆ102/103 eða sambærilegt nám), nám í tölfræði (STÆ313 eða sambærilegt nám) og nám sambærilegt við STÆ503 sem er síðasti stærðfræðiáfangi á náttúrufræðibraut í mörgum skólum. Skýrsla sem þessi verðskuldar athygli og umræður en hér er fjallað um mál sem tengist menntun í tæknisamfélagi. Helstu niðurstöður eru settar fram fremst í skýrslunni og þeim skipt í 16 liði og tillögum til úrbóta í 11 liði. Hægt væri að gera athugasemdir við einstök atriði skýrslunnar og sumar ályktanir í henni en ekki er unnt að taka nema lítið fyrir í stuttri blaðagrein. Hér eru því rædd vandamál sem tengjast náttúrufræðibrautum.Munur á milli skóla Í einni af niðurstöðunum skýrslunnar segir: „Mikill munur er á áföngum milli skóla bæði hvað snertir innihald og námskröfur.“ Í annarri þeirra segir: „Sumir framhaldsskólar útskrifa nemendur af náttúrufræðibraut með prófgráður sem standa ekki undir nafni. Hér er átt við að samkvæmt prófgráðunum ættu nemendurnir að hafa traustan grunn fyrir tiltekið háskólanám, en ráða í reynd illa við það sökum lélegs undirbúnings.“ Öllum ætti að vera ljóst að það er mjög alvarlegt ef prófgráður standa ekki undir nafni líkt og hér er sagt. Ekki kemur fram við hvaða skóla er átt en alls voru níu skólar til athugunar. Fjórir þessara skóla hafa yfir 1.000 nemendur en í aðeins einum þeirra eru færri en 500 nemendur, eða 257. Þetta eru því yfirleitt ekki smáskólar sem jafnan eiga erfiðara með að standa undir fjölbreyttu og vönduðu námi.Menntun kennara Í einni af tillögum til úrbóta segir: „Framhaldsskólar sem hafa ekki nægilega vel menntaða kennara í stærðfræði (og raungreinum) ættu ekki að bjóða upp á nám á náttúrufræðibraut nema í undantekningartilfellum og þá í nánu samstarfi við skóla sem hefur öfluga náttúrufræðibraut.“ Þegar skoðaðar eru upplýsingar í skýrslunni um menntun þeirra sem kenna stærðfræði vekur athygli sá fjöldi sem hefur lokið háskólanámi þar sem stærðfræði er óverulegur hluti af náminu. Einnig hve margir sem hafa menntað sig sem grunnskólakennarar með stærðfræðikjörsviði starfa í framhaldsskóla. Slíkt hlýtur að auka mjög á vandann í grunnskólum, þegar þeir best menntuðu í stærðfræði hverfa þaðan. Þegar minnst er á raungreinar, sem hér er gert innan sviga, þarf að hafa í huga að jafnan er átt við fleiri námsgreinar eins og til dæmis eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Má því spyrja sig hvort ekki sé lágmark að kennarar slíkra greina hafi háskólapróf í grein sinni líkt og gengið er út frá að stærðfræðikennarar hafi. Svo má bæta við að það þarf tæki og ýmsan búnað til að kennsla náttúrufræðigreina sé viðunandi. Þrír skólanna voru án kennara með háskólapróf í stærðfræði. Mjög líklegt er að ástandið til dæmis í eðlisfræði sé ekki mikið betra.Vandi nemenda í raungreinanámi í háskóla Í skýrslunni segir á bls. 51: „Hvort sem litið er til HÍ eða HR þá lendir a.m.k. helmingur þeirra sem byrja í verkfræðinámi í vandræðum með stærðfræði.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að rætt hafi verið við Hilmar Braga Janusson, sviðsforseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, og Guðrúnu A. Sævarsdóttur, deildarforseta Tækni- og verkfræðideildar HR. Í skýrslunni segir: „Bæði sögðu þau að ekki stæði til að minnka námskröfur í stærðfræði.“ Er sú afstaða mjög skiljanleg því þeir sem kenna á efsta skólastigi eiga þess ekki kost að velta vandamálunum áfram á aðra, en þurfa auk þess að standast alþjóðlegan samanburð.Hvað ætti að gera? Í viðtali við menntamálaráðherra þegar skýrslan var birt segir hann: „Þetta er mjög alvarlegt mál. Háskólinn á ekki að þurfa að eyða tíma í að kenna það sem á að lærast í framhaldsskólum.“ Þetta er auðvitað rökrétt en líklegt er að þeir sem nú undirbúa nemendur sem best muni lenda í verulegum vanda ef framhaldsskólinn verður styttur. Eðlilegt er að gera án tafar athugun á því hvaða skólar geta boðið upp á náttúrufræðibraut með sómasamlegum hætti. Gerðar verði ráðstafanir til að styðja sérstaklega við þá sem ekki uppfylla þau skilyrði en gætu það án meiriháttar lagfæringa. Viðurkenna þarf svo að lokum að sumir skólar eiga alls ekki heima í þessum hópi. Ef haldið er áfram sem horfir þá er það svik við þá nemendur sem stunda nám í fleiri ár í þeirri trú að það dugi til framhalds en hrökklast svo frá háskólanámi sem hugur þeirra stóð til eins og mörg dæmi munu vera um.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun