Snýst ekki um almannarétt segir landeigandi um gjaldtöku í Námaskarði Sveinn Arnarsson skrifar 19. júní 2014 07:00 Frá og með gærdeginum rukka landeigendur 800 krónur fyrir að skoða hverina í Námaskarði og Leirhnúk við Kröflu. Nauðsyn segja landeigendur en oddviti Skútustaðahrepps og fulltrúar ferðaþjónustunnar eru ósáttir. Mynd/Völundur Jónsson Mynd/Völundur Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. hefur hafið gjaldtöku af ferðamönnum á tveimur svæðum í landi sínu austan Mývatns. Ferðamannastaðirnir sem um ræðir eru Leirhnjúkur við Kröflu og hverirnir austan Námaskarðs. Til stóð í upphafi að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss, en landeigendafélagið og Vatnajökulsþjóðgarður komust að samkomulagi um að fresta gjaldtöku þar um eitt ár. Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., segir gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldið verður 800 krónur á hvorn stað fyrir sig.Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður eigenda Reykjahlíðar.Mynd/VölundurSnýst ekki um frjálsa för segir landeigandi „Þetta snýst ekkert um frjálsa för fólks heldur flutning á fólki inn á okkar svæði þar sem einhverjir græða á meðan við þurfum að borga alla uppbyggingu. Þetta er löngu komið út fyrir einhvern almannarétt,“ segir Ólafur. Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) áttu í gær fund með Landeigendafélagi Reykjahlíðar. „Við teljum það ekki vera æskilega þróun að hver landeigandi fyrir sig hefji gjaldtöku á sínu svæði heldur á að reyna að finna heildstæða lausn á viðfangsefninu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Oddvitinn vill ekki „varðturnamenningu“ Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, er ósáttur við framgöngu landeigendafélagsins. „Við í sveitarstjórn erum alfarið á móti gjaldtöku af ferðamönnum í þessu formi. Ég vil ekki sjá einhverja varðturnamenningu hér á þessu svæði,“ segir Yngvi. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og eigandi fjórðungshlutar í landi Reykjahlíðar, vill ekki tjá sig um málið, hvorki fyrir hönd sveitarfélagsins né landeigendafélagsins, þar sem hún situr sem formaður.Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag. Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. hefur hafið gjaldtöku af ferðamönnum á tveimur svæðum í landi sínu austan Mývatns. Ferðamannastaðirnir sem um ræðir eru Leirhnjúkur við Kröflu og hverirnir austan Námaskarðs. Til stóð í upphafi að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss, en landeigendafélagið og Vatnajökulsþjóðgarður komust að samkomulagi um að fresta gjaldtöku þar um eitt ár. Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., segir gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldið verður 800 krónur á hvorn stað fyrir sig.Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður eigenda Reykjahlíðar.Mynd/VölundurSnýst ekki um frjálsa för segir landeigandi „Þetta snýst ekkert um frjálsa för fólks heldur flutning á fólki inn á okkar svæði þar sem einhverjir græða á meðan við þurfum að borga alla uppbyggingu. Þetta er löngu komið út fyrir einhvern almannarétt,“ segir Ólafur. Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) áttu í gær fund með Landeigendafélagi Reykjahlíðar. „Við teljum það ekki vera æskilega þróun að hver landeigandi fyrir sig hefji gjaldtöku á sínu svæði heldur á að reyna að finna heildstæða lausn á viðfangsefninu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Oddvitinn vill ekki „varðturnamenningu“ Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, er ósáttur við framgöngu landeigendafélagsins. „Við í sveitarstjórn erum alfarið á móti gjaldtöku af ferðamönnum í þessu formi. Ég vil ekki sjá einhverja varðturnamenningu hér á þessu svæði,“ segir Yngvi. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og eigandi fjórðungshlutar í landi Reykjahlíðar, vill ekki tjá sig um málið, hvorki fyrir hönd sveitarfélagsins né landeigendafélagsins, þar sem hún situr sem formaður.Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag.
Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira