Negri ferðast um Langanes 27. maí 2014 10:00 Frændi minn sem nú er að nálgast miðjan aldur var barn að aldri þegar Louis Armstrong heimsótti land og þjóð fyrir tæplega hálfri öld. Hann var í fylgd með foreldrum sínum og þau voru svo heppin að komast í návígi við stórstjörnuna í mannþrönginni fyrir tónleikana. Louis veitti stráknum athygli og kjáði vinsamlega framan í hann og ávarpaði hann með hrjúfu og ljúfu röddinni sem heimsbyggðin hafði fallið fyrir. Barnið fór auðvitað að hágráta – enda hafði hann aldrei séð svartan mann, hvað þá orðið vitni að svona rödd. Áratug eða tveimur síðar var fyrirsögn í dagblaði sem hljómaði eitthvað á þessa leið: „Negri ferðast um Langanes.“ Það var stórfrétt. Ég held að hvorugt, viðbrögð barnsins við kjassi stórstjörnunnar né fréttin í blaðinu, hafi haft nokkurn skapaðan hlut með rasisma að gera. Þetta voru bara eðlileg viðbrögð við því óvenjulega í einsleitu samfélagi, sem var afar einangrað. Alveg eins og börn í afrískum þorpum fara gjarnan að gráta þegar hvítt fólk kjáir vinsamlega framan í þau. Kornabörn eru ekki rasistar. Nú er öldin önnur. Langflestir Íslendingar hafa hitt fólk af öllu mögulegu þjóðerni, enda býr hér fólk af öllu mögulegu þjóðerni. Flestir hafa ferðast um lönd og álfur og margir búið í útlöndum, ekki bara oddvitar stjórnmálaflokka. Svo er Ísland í alfaraleið og meira að segja lifir á því að fá til sín gesti. Þess vegna verður að gera þá kröfu að upplýst fólk hætti að draga fólk í dilka á grundvelli uppruna, trúarbragða, nú eða kynhneigðar. Það á að vera grundvallarregla í siðuðu samfélagi. Vitaskuld er misjafn sauður í mörgu fé. Það á við alls staðar – meðal kristinna, múslima, búddista, hindúa og trúlausra – hvítra, svartra, gulra og brúnna. Þrátt fyrir að Múhameð sé eitt algengasta skírnarnafn ungra drengja í nálægum löndum hefur glæpum fækkað – öfugt við það, sem örfáir háværir kreddukarlar – og -kerlingar – halda fram. Við kjósum ekki slíka þverhausa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft Skoðun
Frændi minn sem nú er að nálgast miðjan aldur var barn að aldri þegar Louis Armstrong heimsótti land og þjóð fyrir tæplega hálfri öld. Hann var í fylgd með foreldrum sínum og þau voru svo heppin að komast í návígi við stórstjörnuna í mannþrönginni fyrir tónleikana. Louis veitti stráknum athygli og kjáði vinsamlega framan í hann og ávarpaði hann með hrjúfu og ljúfu röddinni sem heimsbyggðin hafði fallið fyrir. Barnið fór auðvitað að hágráta – enda hafði hann aldrei séð svartan mann, hvað þá orðið vitni að svona rödd. Áratug eða tveimur síðar var fyrirsögn í dagblaði sem hljómaði eitthvað á þessa leið: „Negri ferðast um Langanes.“ Það var stórfrétt. Ég held að hvorugt, viðbrögð barnsins við kjassi stórstjörnunnar né fréttin í blaðinu, hafi haft nokkurn skapaðan hlut með rasisma að gera. Þetta voru bara eðlileg viðbrögð við því óvenjulega í einsleitu samfélagi, sem var afar einangrað. Alveg eins og börn í afrískum þorpum fara gjarnan að gráta þegar hvítt fólk kjáir vinsamlega framan í þau. Kornabörn eru ekki rasistar. Nú er öldin önnur. Langflestir Íslendingar hafa hitt fólk af öllu mögulegu þjóðerni, enda býr hér fólk af öllu mögulegu þjóðerni. Flestir hafa ferðast um lönd og álfur og margir búið í útlöndum, ekki bara oddvitar stjórnmálaflokka. Svo er Ísland í alfaraleið og meira að segja lifir á því að fá til sín gesti. Þess vegna verður að gera þá kröfu að upplýst fólk hætti að draga fólk í dilka á grundvelli uppruna, trúarbragða, nú eða kynhneigðar. Það á að vera grundvallarregla í siðuðu samfélagi. Vitaskuld er misjafn sauður í mörgu fé. Það á við alls staðar – meðal kristinna, múslima, búddista, hindúa og trúlausra – hvítra, svartra, gulra og brúnna. Þrátt fyrir að Múhameð sé eitt algengasta skírnarnafn ungra drengja í nálægum löndum hefur glæpum fækkað – öfugt við það, sem örfáir háværir kreddukarlar – og -kerlingar – halda fram. Við kjósum ekki slíka þverhausa.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun