Mest áhersla á fjármál og atvinnu Brjánn Jónasson skrifar 10. maí 2014 15:15 Friðjón Einarsson og Árni Sigfússon. visir/gunnar Atvinnu- og velferðarmál eru þau mál sem tekist er á um í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið um stjórnartaumana í þrjú kjörtímabil, en nú eru blikur á lofti með þremur nýjum framboðum í bænum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn frá kosningunum 2002. Flokkurinn átti sjö af ellefu bæjarfulltrúum þar til Gunnar Þórarinsson ákvað að segja skilið við félaga sína og stofna nýtt framboð, Frjálst afl. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem gerð var fyrir Morgunblaðið og birt á fimmtudag, myndi meirihlutinn falla yrði gengið til kosninga nú. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjóra bæjarfulltrúa, Samfylkingin tvo, og Framsóknarflokkurinn einn samkvæmt könnuninni. Ný framboð fengju samtals fjóra bæjarfulltrúa: Píratar tvo og Frjálst afl og Bein leið einn hvort framboð. Atvinnuleysi hefur verið mikið í Reykjanesbæ og atvinnumálin í forgrunni í kosningabaráttunni. Sjálfstæðismenn hafa bundið miklar væntingar við stóriðju í Helguvík, og bærinn hefur lagt í gríðarlegar fjárfestingar vegna þeirra verkefna.Hörð glíma við fjármálin Árni Sigfússon, bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins og oddviti hans í Reykjanesbæ, berst nú fyrir því að halda embættinu. Eins og hjá öðrum oddvitum eru fjármál bæjarins og atvinnumálin honum ofarlega í huga. „Glíman við fjármálin hefur verið hörð, Reykjanesbær hefur horft upp á stærsta atvinnuveitandann hverfa burtu og glímt við mikið atvinnuleysi í kjölfarið,“ segir Árni. „Það hafa orðið veruleg umskipti í rekstri bæjarins síðustu fjögur ár,“ segir Árni. Hann nefnir sem dæmi að veltufé sé jákvætt og niðurstaðan á síðasta ári hafi verið jákvæð fyrir fjármagnsliði og afskriftir. Árni segir umræðu um eignasölu hafa verið villandi. „Við erum í hópi þeirra sveitarfélaga á landinu sem eiga mestar eignir, en um leið í hópi þeirra sveitarfélaga sem skulda mest. Við eigum höfn og hitaveitu, stórar eignir sem aðrir hafa losað sig frá. Við eigum meirihluta í HS Veitum og við ætlum að halda honum. Þetta gengur ekki út á að selja eignir, heldur styrkja stöðuna á rekstri sveitarfélagsins.“ Árni segir að þessar tölur verði að styrkjast enn frekar. Leið Sjálfstæðisflokksins til að ná því markmiði sé að vinna að því að fá fjölbreytt og vel launuð störf í bænum. „Við erum á láglaunasvæði og það er mikil áhersla á það hjá okkur að breyta því,“ segir Árni. Hann segir mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá áframhaldandi umboð til að klára verkin. Árni segir að tekist hafi að styrkja skólana í Reykjanesbæ verulega á þessu kjörtímabili, bæði leikskóla og grunnskóla. „Þeir eru að verða meðal þeirra bestu, en voru í slæmri stöðu,“ segir Árni. Hann segir ekki sjálfgefið að sá árangur haldist, það þurfi að halda honum við. „Við höfum unnið að umbyltingu í umhverfismálum, unnið í innviðunum og breytt samfélaginu á undanförnum árum,“ segir Árni. Hann segir það markmið flokksins að vinna að heilsueflandi samfélagi með lagningu göngustíga. Það sé liður í því að skapa aðstæður til að fólk geti stundað útivist óháð efnahag. Það verði tekið lengra í framtíðinni, og fyrirtæki og stofnanir fengin til að taka þátt í að byggja upp heilsueflandi samfélag.Vilja heildarendurskipulagningu Við viljum nýja sýn fyrir Reykjanesbæ. Samfélagið hefur verið uppfullt af erfiðleikum og óróa, við þurfum að skapa samstöðu meðal íbúa,“ segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Hann segir að fjármál sveitarfélagsins hafi verið í ólestri árum saman, og á því verði að taka til þess að hægt sé að gera eitthvað fyrir íbúana. „Reykjanesbær hefur verið að fjárfesta gríðarlega mikið í húsnæði, til dæmis söfnum og Hljómahöllinni, sem hefur kostað skattgreiðendur gríðarlega peninga. Við viljum hætta þessu til að ná tökum á fjármálunum. Við höfum lagt fram tíu ára áætlun til að ná fjármálunum á rétt ról. Það mun taka næstu átta til níu ár að gera það, og á meðan verða fjárfestingar að vera í lágmarki,“ segir Friðjón. Eins og oddvitar annarra framboða segir Friðjón atvinnumálin mikilvæg. „Við viljum efla minni og meðalstór fyrirtæki sem þegar eru í bænum. Það er oft horft á stóru fyrirtækin sem eiga að vera að koma með starfsemi í bæinn. Við höfum beðið eftir þeim í tólf ár. Við viljum frekar einbeita okkur að skapandi greinum, ferðaþjónustu og þeirri þjónustu sem fyrir er.“ Hann segir ljóst að sveitarstjórnarmenn muni aldrei skapa atvinnu, það geri litlu fyrirtækin. „Við viljum aðstoða þau við markaðssetningu og skapa aðstæður hjá okkur til að þeim líði vel og þau vaxi og dafni.“ Áherslur Samfylkingarinnar snúa einnig að því að fjölskyldur geti búið við mannsæmandi aðstæður í Reykjanesbæ. Friðjón segir Samfylkinguna vilja auka greiðslur til foreldra vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna úr 10 þúsund krónum á ári í 30 þúsund á næsta kjörtímabili. „Við viljum einnig auka umönnunargreiðslur til dagmæðra til að skapa meiri fjölbreytileika í dagvistun.“ Þá vill Samfylkingin beita sér fyrir endurskipulagningu á stjórnsýslu og rekstri Reykjanesbæjar. „Nú hafa allir flokkar samþykkt okkar tillögu um að taka rekstur Reykjanesbæjar út til að byrja upp á nýtt næsta haust.“Stórátak í að bæta þjónustuna „Það þurfa að verða stórar breytingar í Reykjanesbæ, hvernig sem að verður farið, það er algerlega á hreinu,“ segir Trausti Björgvinsson, oddviti Pírata, eins þriggja nýrra framboða í Reykjanesbæ. „Ég held að þetta sé þannig að þeir sem stýra séu búnir að sitja of lengi á stólunum og séu staðnaðir,“ segir Trausti. Hann vill gera stórátak í að bæta þjónustu við bæjarbúa. Til dæmis taki þrjár vikur að fá tíma til að sækja um fjárhagsaðstoð, en í heildina líði yfirleitt átta til tíu vikur þar til fólk fái þá aðstoð sem það þarf. Mikið af því fólki sem þurfi þessa aðstoð eigi við vandamál að stríða og hafi ekki orku til að takast á við kerfið til að fá aðstoð. Velferðarmálin eru helsta baráttumál Pírata. „Það þarf að stokka velferðarmálin algerlega upp,“ segir Trausti. Hann bendir á að um 900 einstaklingar leiti sér hjálpar hjá Fjölskylduhjálp Íslands í hverjum mánuði. Fjárhagsstaða bæjarins er mjög alvarleg, og bærinn gæti neyðst til þess að selja meira af hlut sínum í HS Orku, segir Trausti. Hann tekur fram að það sé alls ekki stefna Pírata að selja stærri hlut í fyrirtækinu, en varla sé hægt að sjá að hægt sé að sleppa við það, bærinn verði að borga skuldirnar.Vilja ópólitískan bæjarstjóra Eitt þriggja nýrra framboða í Reykjanesbæ í komandi kosningum er Frjálst afl, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég átti ekki samleið með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Þórarinsson, oddviti Frjáls afls. Hann bauð sig fram gegn Árna Sigfússyni bæjarstjóra í prófkjöri flokksins en tapaði. Honum var boðið sjöunda sætið á listanum en ákvað að þiggja það ekki. „Mér var því nauðugur einn kostur að fara í sérframboð ásamt mörgu góðu og áhugasömu fólki víðs vegar að úr atvinnulífinu ef ég ætlaði að halda áfram að berjast fyrir þeim málefnum sem eru mér hugleikin,“ segir Gunnar. Hann segir að nýtt framboð Frjáls afls muni beita sér fyrir því að ráðinn verði ópólitískur bæjarstjóri með reynslu af rekstri til að endurskipuleggja fjármál bæjarins. „Við teljum að það muni leiða til þess að við getum hagrætt verulega.“ Gunnar segir stöðuna í fjármálum bæjarins mjög alvarlega. „Við viljum hagræða í rekstrinum og það er hægt að gera með ýmsu móti, við erum með ýmsar hugmyndir sem munu safnast saman.“ Hann segir að efla þurfi atvinnustigið í bænum, tækifæri liggi bæði í ferðaþjónustu og Helguvík. „Við bindum enn vonir við að álverið komi, þótt við séum reyndar búin að bíða lengi eftir því. Við sjáum líka fyrir okkur að ferðaþjónustan muni eflast verulega, þar vantar ákveðnar grunnstoðir sem þarf að byggja upp.“ Frjálst afl mun einnig beita sér fyrir velferð íbúanna og styðja við bakið á barnafjölskyldum. „Við viljum efla íþrótta- og tómstundastarf og gera fjölskyldunum kleift að nýta sér það,“ segir Gunnar. Þá þurfi að bæta grunnþjónustu á borð við menntun, sérstaklega með það fyrir augum að öllum líði vel í skólanum. „Það virðist vera ákveðin spenna í samfélaginu, það er kvíði í krökkunum sem getur fylgt því ástandi sem hefur verið í atvinnumálunum hér á síðustu árum.“Forgangsraða fyrir íbúana Bein leið er eitt þriggja nýrra framboða sem bjóða fram í Reykjanesbæ í kosningunum. „Framboðið varð til upp úr spjalli, einhverri undiröldu sem við fundum fyrir í samfélaginu,“ segir Guðbrandur Einarsson, oddviti framboðsins. Hann segir bæjarbúa vilja breytingar og nú standi þeim til boða óflokksbundið framboð. „Við viljum standa fyrir opnari stjórnsýslu og auknu samráði við fólkið í bænum,“ segir Guðbrandur. Hann segir að gera þurfi úttekt á fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar í ljósi mikilla skulda bæjarfélagsins og eignasölu undanfarinna ára. Þá vill framboðið að ráðinn verði faglegur bæjarstjóri eftir kosningar. „Við viljum forgangsraða í þágu íbúa í sveitarfélaginu. Við búum við það að félagsleg útgjöld, allt sem tengist fjölskyldum, leikskólum og fjárhagslegri aðstoð, er minna hér en í öðrum sveitarfélögum. Reykjanesbær er að dragast aftur úr í þjónustu við íbúana,“ segir Guðbrandur. Hann segir sveitarfélagið hafa offjárfest í verkefnum sem ekki hafi farið af stað, í þágu stórfyrirtækja sem ekki hafi látið sjá sig. Það sé áþján fyrir bæjarfélagið. Hann segir hægt að draga verulega úr framkvæmdum og eyða frekar fé í þágu íbúa. „Við verðum að einbeita okkur að grunnhlutverki sveitarfélaga. Við getum ekki eytt þeim peningum sem við eigum að nýta í þjónustu við íbúa eins og okkur dettur í hug,“ segir Guðbrandur.Þarf að efla atvinnuna „Við þurfum að fá meiri atvinnu í bæjarfélagið, og til þess þarf meira fólk. Við þurfum að nýta þau atvinnutækifæri sem við erum komin með í Helguvík og leggja áherslu á nýsköpun, ferðaþjónustu, fiskiþorp og listamannaþorp hefur komið til tals,“ segir Kristinn Jakobsson, oddviti Framsóknarflokksins. Hann segir flokkinn ætla að berjast fyrir auknum lífsgæðum, til dæmis með auknum gæðastundum fyrir fjölskylduna. „Við þurfum að samhæfa skóla- og frístundastarf og samhæfa það almenningssamgöngum þannig að við getum minnkað skutlið.“ Kristinn segir flokkinn vilja betri skóla, með aðstöðu til að ljúka heimanámi í skólanum. „Við viljum að leikskólar verði með sveigjanlegri opnunartíma,“ segir Kristinn. Hann segir fólk ljúka vinnu á mismunandi tímum og að finna verði lausnir svo hægt sé að rýmka til í opnunartíma leikskóla. „Það kostar peninga, en það verður þá bara að hagræða til að það takist.“ Taka verður á fjárhagsstöðu bæjarins, en með aukinni atvinnu aukast tekjur bæjarins, segir Kristinn. „Ef eitthvað af þeim verkefnum sem koma til greina í Helguvík fer í gang aukast tekjur bæjarins. Ég held að það sé eina lausnin, að auka atvinnustigið og fá þessi verkefni sem hafa verið í undirbúningi í tólf til fjórtán ár.“ Framsóknarflokkurinn vill leggja meiri áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki. „Þau hafa verið í svolítilli biðstöðu. Þegar menn bíða alltaf eftir einhverju stóru vilja litlu lausnirnar gleymast. Áherslan hefur öll verið á stóru verkefnin.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Atvinnu- og velferðarmál eru þau mál sem tekist er á um í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið um stjórnartaumana í þrjú kjörtímabil, en nú eru blikur á lofti með þremur nýjum framboðum í bænum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn frá kosningunum 2002. Flokkurinn átti sjö af ellefu bæjarfulltrúum þar til Gunnar Þórarinsson ákvað að segja skilið við félaga sína og stofna nýtt framboð, Frjálst afl. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem gerð var fyrir Morgunblaðið og birt á fimmtudag, myndi meirihlutinn falla yrði gengið til kosninga nú. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjóra bæjarfulltrúa, Samfylkingin tvo, og Framsóknarflokkurinn einn samkvæmt könnuninni. Ný framboð fengju samtals fjóra bæjarfulltrúa: Píratar tvo og Frjálst afl og Bein leið einn hvort framboð. Atvinnuleysi hefur verið mikið í Reykjanesbæ og atvinnumálin í forgrunni í kosningabaráttunni. Sjálfstæðismenn hafa bundið miklar væntingar við stóriðju í Helguvík, og bærinn hefur lagt í gríðarlegar fjárfestingar vegna þeirra verkefna.Hörð glíma við fjármálin Árni Sigfússon, bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins og oddviti hans í Reykjanesbæ, berst nú fyrir því að halda embættinu. Eins og hjá öðrum oddvitum eru fjármál bæjarins og atvinnumálin honum ofarlega í huga. „Glíman við fjármálin hefur verið hörð, Reykjanesbær hefur horft upp á stærsta atvinnuveitandann hverfa burtu og glímt við mikið atvinnuleysi í kjölfarið,“ segir Árni. „Það hafa orðið veruleg umskipti í rekstri bæjarins síðustu fjögur ár,“ segir Árni. Hann nefnir sem dæmi að veltufé sé jákvætt og niðurstaðan á síðasta ári hafi verið jákvæð fyrir fjármagnsliði og afskriftir. Árni segir umræðu um eignasölu hafa verið villandi. „Við erum í hópi þeirra sveitarfélaga á landinu sem eiga mestar eignir, en um leið í hópi þeirra sveitarfélaga sem skulda mest. Við eigum höfn og hitaveitu, stórar eignir sem aðrir hafa losað sig frá. Við eigum meirihluta í HS Veitum og við ætlum að halda honum. Þetta gengur ekki út á að selja eignir, heldur styrkja stöðuna á rekstri sveitarfélagsins.“ Árni segir að þessar tölur verði að styrkjast enn frekar. Leið Sjálfstæðisflokksins til að ná því markmiði sé að vinna að því að fá fjölbreytt og vel launuð störf í bænum. „Við erum á láglaunasvæði og það er mikil áhersla á það hjá okkur að breyta því,“ segir Árni. Hann segir mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá áframhaldandi umboð til að klára verkin. Árni segir að tekist hafi að styrkja skólana í Reykjanesbæ verulega á þessu kjörtímabili, bæði leikskóla og grunnskóla. „Þeir eru að verða meðal þeirra bestu, en voru í slæmri stöðu,“ segir Árni. Hann segir ekki sjálfgefið að sá árangur haldist, það þurfi að halda honum við. „Við höfum unnið að umbyltingu í umhverfismálum, unnið í innviðunum og breytt samfélaginu á undanförnum árum,“ segir Árni. Hann segir það markmið flokksins að vinna að heilsueflandi samfélagi með lagningu göngustíga. Það sé liður í því að skapa aðstæður til að fólk geti stundað útivist óháð efnahag. Það verði tekið lengra í framtíðinni, og fyrirtæki og stofnanir fengin til að taka þátt í að byggja upp heilsueflandi samfélag.Vilja heildarendurskipulagningu Við viljum nýja sýn fyrir Reykjanesbæ. Samfélagið hefur verið uppfullt af erfiðleikum og óróa, við þurfum að skapa samstöðu meðal íbúa,“ segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Hann segir að fjármál sveitarfélagsins hafi verið í ólestri árum saman, og á því verði að taka til þess að hægt sé að gera eitthvað fyrir íbúana. „Reykjanesbær hefur verið að fjárfesta gríðarlega mikið í húsnæði, til dæmis söfnum og Hljómahöllinni, sem hefur kostað skattgreiðendur gríðarlega peninga. Við viljum hætta þessu til að ná tökum á fjármálunum. Við höfum lagt fram tíu ára áætlun til að ná fjármálunum á rétt ról. Það mun taka næstu átta til níu ár að gera það, og á meðan verða fjárfestingar að vera í lágmarki,“ segir Friðjón. Eins og oddvitar annarra framboða segir Friðjón atvinnumálin mikilvæg. „Við viljum efla minni og meðalstór fyrirtæki sem þegar eru í bænum. Það er oft horft á stóru fyrirtækin sem eiga að vera að koma með starfsemi í bæinn. Við höfum beðið eftir þeim í tólf ár. Við viljum frekar einbeita okkur að skapandi greinum, ferðaþjónustu og þeirri þjónustu sem fyrir er.“ Hann segir ljóst að sveitarstjórnarmenn muni aldrei skapa atvinnu, það geri litlu fyrirtækin. „Við viljum aðstoða þau við markaðssetningu og skapa aðstæður hjá okkur til að þeim líði vel og þau vaxi og dafni.“ Áherslur Samfylkingarinnar snúa einnig að því að fjölskyldur geti búið við mannsæmandi aðstæður í Reykjanesbæ. Friðjón segir Samfylkinguna vilja auka greiðslur til foreldra vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna úr 10 þúsund krónum á ári í 30 þúsund á næsta kjörtímabili. „Við viljum einnig auka umönnunargreiðslur til dagmæðra til að skapa meiri fjölbreytileika í dagvistun.“ Þá vill Samfylkingin beita sér fyrir endurskipulagningu á stjórnsýslu og rekstri Reykjanesbæjar. „Nú hafa allir flokkar samþykkt okkar tillögu um að taka rekstur Reykjanesbæjar út til að byrja upp á nýtt næsta haust.“Stórátak í að bæta þjónustuna „Það þurfa að verða stórar breytingar í Reykjanesbæ, hvernig sem að verður farið, það er algerlega á hreinu,“ segir Trausti Björgvinsson, oddviti Pírata, eins þriggja nýrra framboða í Reykjanesbæ. „Ég held að þetta sé þannig að þeir sem stýra séu búnir að sitja of lengi á stólunum og séu staðnaðir,“ segir Trausti. Hann vill gera stórátak í að bæta þjónustu við bæjarbúa. Til dæmis taki þrjár vikur að fá tíma til að sækja um fjárhagsaðstoð, en í heildina líði yfirleitt átta til tíu vikur þar til fólk fái þá aðstoð sem það þarf. Mikið af því fólki sem þurfi þessa aðstoð eigi við vandamál að stríða og hafi ekki orku til að takast á við kerfið til að fá aðstoð. Velferðarmálin eru helsta baráttumál Pírata. „Það þarf að stokka velferðarmálin algerlega upp,“ segir Trausti. Hann bendir á að um 900 einstaklingar leiti sér hjálpar hjá Fjölskylduhjálp Íslands í hverjum mánuði. Fjárhagsstaða bæjarins er mjög alvarleg, og bærinn gæti neyðst til þess að selja meira af hlut sínum í HS Orku, segir Trausti. Hann tekur fram að það sé alls ekki stefna Pírata að selja stærri hlut í fyrirtækinu, en varla sé hægt að sjá að hægt sé að sleppa við það, bærinn verði að borga skuldirnar.Vilja ópólitískan bæjarstjóra Eitt þriggja nýrra framboða í Reykjanesbæ í komandi kosningum er Frjálst afl, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég átti ekki samleið með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Þórarinsson, oddviti Frjáls afls. Hann bauð sig fram gegn Árna Sigfússyni bæjarstjóra í prófkjöri flokksins en tapaði. Honum var boðið sjöunda sætið á listanum en ákvað að þiggja það ekki. „Mér var því nauðugur einn kostur að fara í sérframboð ásamt mörgu góðu og áhugasömu fólki víðs vegar að úr atvinnulífinu ef ég ætlaði að halda áfram að berjast fyrir þeim málefnum sem eru mér hugleikin,“ segir Gunnar. Hann segir að nýtt framboð Frjáls afls muni beita sér fyrir því að ráðinn verði ópólitískur bæjarstjóri með reynslu af rekstri til að endurskipuleggja fjármál bæjarins. „Við teljum að það muni leiða til þess að við getum hagrætt verulega.“ Gunnar segir stöðuna í fjármálum bæjarins mjög alvarlega. „Við viljum hagræða í rekstrinum og það er hægt að gera með ýmsu móti, við erum með ýmsar hugmyndir sem munu safnast saman.“ Hann segir að efla þurfi atvinnustigið í bænum, tækifæri liggi bæði í ferðaþjónustu og Helguvík. „Við bindum enn vonir við að álverið komi, þótt við séum reyndar búin að bíða lengi eftir því. Við sjáum líka fyrir okkur að ferðaþjónustan muni eflast verulega, þar vantar ákveðnar grunnstoðir sem þarf að byggja upp.“ Frjálst afl mun einnig beita sér fyrir velferð íbúanna og styðja við bakið á barnafjölskyldum. „Við viljum efla íþrótta- og tómstundastarf og gera fjölskyldunum kleift að nýta sér það,“ segir Gunnar. Þá þurfi að bæta grunnþjónustu á borð við menntun, sérstaklega með það fyrir augum að öllum líði vel í skólanum. „Það virðist vera ákveðin spenna í samfélaginu, það er kvíði í krökkunum sem getur fylgt því ástandi sem hefur verið í atvinnumálunum hér á síðustu árum.“Forgangsraða fyrir íbúana Bein leið er eitt þriggja nýrra framboða sem bjóða fram í Reykjanesbæ í kosningunum. „Framboðið varð til upp úr spjalli, einhverri undiröldu sem við fundum fyrir í samfélaginu,“ segir Guðbrandur Einarsson, oddviti framboðsins. Hann segir bæjarbúa vilja breytingar og nú standi þeim til boða óflokksbundið framboð. „Við viljum standa fyrir opnari stjórnsýslu og auknu samráði við fólkið í bænum,“ segir Guðbrandur. Hann segir að gera þurfi úttekt á fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar í ljósi mikilla skulda bæjarfélagsins og eignasölu undanfarinna ára. Þá vill framboðið að ráðinn verði faglegur bæjarstjóri eftir kosningar. „Við viljum forgangsraða í þágu íbúa í sveitarfélaginu. Við búum við það að félagsleg útgjöld, allt sem tengist fjölskyldum, leikskólum og fjárhagslegri aðstoð, er minna hér en í öðrum sveitarfélögum. Reykjanesbær er að dragast aftur úr í þjónustu við íbúana,“ segir Guðbrandur. Hann segir sveitarfélagið hafa offjárfest í verkefnum sem ekki hafi farið af stað, í þágu stórfyrirtækja sem ekki hafi látið sjá sig. Það sé áþján fyrir bæjarfélagið. Hann segir hægt að draga verulega úr framkvæmdum og eyða frekar fé í þágu íbúa. „Við verðum að einbeita okkur að grunnhlutverki sveitarfélaga. Við getum ekki eytt þeim peningum sem við eigum að nýta í þjónustu við íbúa eins og okkur dettur í hug,“ segir Guðbrandur.Þarf að efla atvinnuna „Við þurfum að fá meiri atvinnu í bæjarfélagið, og til þess þarf meira fólk. Við þurfum að nýta þau atvinnutækifæri sem við erum komin með í Helguvík og leggja áherslu á nýsköpun, ferðaþjónustu, fiskiþorp og listamannaþorp hefur komið til tals,“ segir Kristinn Jakobsson, oddviti Framsóknarflokksins. Hann segir flokkinn ætla að berjast fyrir auknum lífsgæðum, til dæmis með auknum gæðastundum fyrir fjölskylduna. „Við þurfum að samhæfa skóla- og frístundastarf og samhæfa það almenningssamgöngum þannig að við getum minnkað skutlið.“ Kristinn segir flokkinn vilja betri skóla, með aðstöðu til að ljúka heimanámi í skólanum. „Við viljum að leikskólar verði með sveigjanlegri opnunartíma,“ segir Kristinn. Hann segir fólk ljúka vinnu á mismunandi tímum og að finna verði lausnir svo hægt sé að rýmka til í opnunartíma leikskóla. „Það kostar peninga, en það verður þá bara að hagræða til að það takist.“ Taka verður á fjárhagsstöðu bæjarins, en með aukinni atvinnu aukast tekjur bæjarins, segir Kristinn. „Ef eitthvað af þeim verkefnum sem koma til greina í Helguvík fer í gang aukast tekjur bæjarins. Ég held að það sé eina lausnin, að auka atvinnustigið og fá þessi verkefni sem hafa verið í undirbúningi í tólf til fjórtán ár.“ Framsóknarflokkurinn vill leggja meiri áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki. „Þau hafa verið í svolítilli biðstöðu. Þegar menn bíða alltaf eftir einhverju stóru vilja litlu lausnirnar gleymast. Áherslan hefur öll verið á stóru verkefnin.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent